Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.1991, Page 2

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.1991, Page 2
2 frásögn sína með fyndnum sögum og tilsvörum þekktra manna og kvenna. Einnig kom ræðumaður að starfi þeirra er að ættfræðirannsóknum ynnu, og var hann ekki alveg á því að nógu vel væri búið að því fólki á þjóðskjalasafninu, bæði hvað opnunartíma varðaði og aðgang að gögnum. Sagði hann frá því að í Ameríku væri söfnin opin fram á kvöld, og hann benti á það að hér fyrr á árum hefði bókasöfnin verið opin á sunnudögum, en því verið hætt vegna lélegrar aðsóknar, sem væri ekki rétt, þetta væri aðgerðir stjórnvalda á hverjum tíma. Pétur kvatti alla sem að ættfræði ynnu og gæfu út Niðjatöl eða skyld efni, að forðast það að öllum mætti að skrá villur er hafa verið í öðrum heimildum. Að síðustu kvatti hann alla að gæta að þjóðarvitund okkar, hún væri í hættu, skoraði á ættfræðinga að sjá til þess að það verði lifað menningarlífi í þessu landi. Fundarstjóri þakkaði ræðumanni fyrir fróðlegt og skemmtilegt erindi, bauð fundarmönnum að leggja spurningu fyrir ræðumann, það sem engar fyrirspurnir komu gaf fundarstjóri kaffihlé. Eftir kaffihlé tók formaður til máls og sagði frá beiðni Hálfdans Helgasonar,um að fá að prenta út úr tölvu hjá sér Manntal 1816. Eins sagði formaður frá því að Hagstofan væri með til sölu íbúaskrá 1990 á lækkuðu verði. Fundarstjóri gaf orðið laust, en engin bað um orðið, fundarmenn nutu þess að spjalla saman yfir kaffibolla. Fundislitið Kl.22.40. ------------ 000 ------------- Félagsmenn athugið!! Næsti félagsfundur verður á ÞRIÐJUDAGINN 12.nóv.l991

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.