Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.1993, Page 1

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.1993, Page 1
FRETTABREF ÆTTFRÆÐIFEL AGSIN S 3. tölublað 11. árg. Mars 1993 Frá aðalfundi Ættfræðifélagsins Aðalfundur Ættfræðifélagsins var haldinn 25.febr. 1993 á Hótel Lind Rauðarárstíg 18 R.vík. Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Bað síðan Sigurð Sigurðarson að vera fundarstjóra. Fundarstjóri las upp dagsskrá fundarins einsog hann var auglýstur í Fréttabréfinu, gaf síðan formanni orðið. Áðuren HólmfríðurGísladóttir formaður, flutti skýrslu stjómar, las hún upp nöfn þeirra félaga í Ættfræðifélaginu er létust á s.l. ári og bað fundarmenn að minnast þeirra með því að rísa úr sætum. Meðal þeirra er létust á árinu, var Sigurgeir Þorgrímsson, er var í varastjóm félagsins. Skýrsla stjómar og ársreikningar voru samþykktir samhljóða. Kosin var ný stjóm og hana skipa: Hólmfríður Gísladóttir, formaður, Kristín Guðmunds- dóttir, Klara Kristjánsdóttir, Guðfinna Ragnarsdóttir, Guðmar Magnússon. í varastjóm: Kristín H. Pétursdóttir og Ólafur G. Vigfússon. Endurskoðendur: Guðjón Óskar Jónsson og Jóhannes Kolbeinsson. Félagsgjaldið verður það sama og á s.l. ári kr.1200-. Hólmfríður Gísladóttir þakkaði fundarmönnum það traust, er sér væri sýnt. Þakkaði þeim félögum eru gengu úr stjóm fyrir þeirra störf, og þau er komu til starfa bauð hún velkomin. Fundarstjóri bað þau, er voru ný í stjóminni að koma í pontu og kynna sig. Guðmar Magnússon og Kristín H. Pétursdóttir urðu við því. Sögðu frá sjálfum sér og starfi sínu. Guðfinna Ragnarsdóttir og Ólafur G. Vigfússon, voru ekki á fundinum. Kristín H. Pétursdóttir sagði frá bók er hún komst yfir frá Kanada, er heitir “Ámes” og em þar bæði nöfn og bæjarlýsingar. Guðrún Stephensen bað um orðið, og fræddi fundar- menn um það svæði, er bókin “Árnes” fjallar um. Formaður sleit fundi kl.22.30, fundarsókn var góð. Nýkjörin stjóm Ættfrœðifélagsins: Aftari röðfrávinstri: GuðfinnaRagnarsdóttir, GuðmarMagnússon, ÓlafurG. VigfússonogKristín H. Pétursdóttir, Fremri röð: Klara Kristjánsdóttir, Kristín GuðmundsdóttirogHólmfríðurGísladóttir Nefndir Stjórn Ættfræðifélagsins hefur skipað í eftir- taldar vinnunefndir: Ritnefnd: Guðfinna Ragnarsdóttir hs. 681153 Kristín H. Pétursdóttir hs. 12937 Hálfdan Helgason hs. 75474 Tölvuncfnd: Klara Kristjánsdóttir hs. 51138 Arngrímur Sigurðsson hs. 78144 Hálfdan Helgason hs. 75474 Þórarinn B. Guðmundsson vs. 41900 Laganefnd: Guðmar Magnússon hs. 625864 Loftur Baldvinsson hs. 39379 Sigurður Sigurðarson hs. 674738 Manntalsnefnd fyrir manntalið 1910: Hólmfríður Gísladóttir hs. 74689 Eggert Th. Kjartansson hs. 74689 Sigurður Sigurðarson hs. 674738 1

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.