Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.1993, Qupperneq 3

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.1993, Qupperneq 3
Skýrsla formanns Ættfræðifélagsins, Hólmfríðar Gísladóttur, á aðalfundi 25. febrúar 1993 Góðir fundarmenn! Starfsemi Ættfræðifélagsins er með hefðbundnum hætti. Við höfum haldið 9 stjórnarfundi og 7 félagsfundi, fyrir utan óformlega fundi, eins og við pökkun fréttabréfs- ins. Við höfum fengið ágæta fyrirlesara á fundi og hefur það verið mjög ánægjulegt. Við fórum í ferðalag 25. júlí og skoðuðum norðanvert Snæfellsnesið, en höfðum 2 árum áður farið fyrir Jökul. Ferðin tókst ágætlega, en við hefðum mátt fá betra veður, sérstaklega á Skógarströnd- inni, því þar er mjög fallegt útsýni í góðu veðri. Verkefni sem unnið er að, er Manntalið 1910. Það gengur hægt en sígandi, við erum núna með Húnavatns- sýslu. Svo hafa Skaftafellssýslur verið enduryfirfarnar. Nefndin fyrir manntalið 1910 sótti um styrki til Vísindasjóðs og Þjóðhátíðarsjóðs 1992, en fékk synjun. Við fengum engan styrk fráríkinu 1992, en við sóttum um styrk aftur fyrir árið 1993. Við sóttum einnig um styrk úr Gjafasjóði Jóns Sigurðssonar og Þjóðhátíðarsjóði. Og svo er bara að sjá til hvort við fáum einhver viðbrögð. Ritnefnd Fréttabréfsins fékk til liðs við sig Hálfdan Helgason og vinnur hann fréttabréfið og hefur samstarf við hann gengið mjög vel. Mér hefur flogið í hug að undanförnu hvort kynning á félaginu væri ekki nógu mikil. Það var talað í sjónvarpinu um áhuga íslendingaá ættfræði, í þættinum Litrófi, en það var ekki minnst á Ættfræðifélagið. Ég talaði við Arthúr Björgvin Bollason eftir þáttinn, en hann vissi ekki að félagið væri til, en þó talaði hann í þættinum við fjóra menn, sem allireru í Ættfræðifélaginu. Ég benti honum á, að það væri ekki hægt að tala um áhuga á ættfræði án þess að minnast á félagið, þ ví það væri mælikvarði á áhugann, þar sem í félaginu væru á sjötta hundrað manns, og fundir haldnir einu sinni í mánuði yfir veturinn og væru þeir vel sóttir. Já, þetta starf í Ættfræðifélaginu er með ýmsu móti, það hringir talsvert af fólki, bæði félagsfólk og annað, sem þarf að fá leiðbeiningar og upplýsingar. Ég hringi stundum í einhvem, sem ég held að geti leyst vanda þess, eða bendi því á að setja fyrirspurn í Fréttabréfið. Það er mjög gott ef við getum orðið þessu fólki að liði, hvort sem það er í félaginu eða ekki, það er tilgangur félagsins. Takk fyrir. Manntöl Ættfræöifélagsins Manntal 1801 Nú eru Suðuramt og Vesturamt aftur fáanleg. Verð bókanna er sem hér segir: Suðuramt kr. 3.000.- Vesturamt kr. 2.800,- Norður- og austuramt kr. 2.500.- Manntal 1816 V. hefti kr. 600,- VI. hefti kr. 600,- Manntal 1845 Suðuramt kr. 3.000,- Vesturamt kr. 2.800,- Norður- og austuramt kr. 3.100,- Öll manntölin saman eru fáanleg á 15.000 kr. eða manntölin 1801 og 1845 á 14.000 kr. Nafnalykill við Manntalið 1801 Tekist hefur að ná í fáein eintök af nafnalykli fyrir Manntalið 1801, sem út kom í einu bindi hjá Sögusteini 1984, og eru þau til sölu á 1500,- krónur eintakið. Manntölinognafnalykilinn, mápanta í póstkröfu hjá formanni félagsins, Hólmfríði Gísladóttur, hs. 91-74689 og gjaldkera, Klöm Kristjánsdóttur, hs. 91-51138. Allir menn eiga tvær ættir Látnir félagar á liðnu ári Ámi Örnólfsson, rafvirki f. 22. des. 1921 á Suðureyri við Súgandafjörð d. 4. des. 1992 Eggert Jóhannsson, læknir f. 15.jan. 1925 í Reykjavík d. 13. júní 1992 Jóhann Hjálmtýsson, verkstjóri f. 15. júlí 1924 í Villingadal, Haukadalstungu, Dal. d. 2. nóv. 1992 Kristjón Þ. ísaksson, f. 23. nóv. 1913 íReykjavík d. 29. maí 1992 María Hjaltadóttir, húsmóðir f. 1. júlí 1924 í Reykjavík d. 18. júlí 1992 Sigurgeir Þorgrímsson, sagnfr. f. 4. nóv. 1943 í Reykjavík d. 8. júlí 1992 Teitur Daníelsson, bóndi f. 12. okt. 1924 á Bárustöðum, Andakílshr., Borg. d. 15. ágúst 1992 3

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.