Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.06.1993, Blaðsíða 7

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.06.1993, Blaðsíða 7
Tölvuhornið Sjálfsagt eru þeir margir félagar Ættfræðifélagsins sem eiga eða hafa aðgang að tölvu, svo algengar sem þær eru nú orðnar. Flestum er líka ljóst að öll skráning og varðveizia ættfræðiheimilda er nú miklum mun auðveld- ari en áður var og satt bezt að segja hrís manni hugur við gamla seðlasafninu, sem sífellt var verið að umskrifa og endurraða, eftir þ ví sem bæta þurfti við upplýsingum eða leiðréttingum. Með tilkomu ættfræðiforritsins Espólín, sem Friðrik Skúlason tölvunarfræðingur skrifaði, ogtilerbæðifyrir PC vélar og Macintosh, opnaðist nýr heimur fyrir áhuga- fólk um ættfræði. Ekki svo að skilja að ættfræðiforrit hafi ekki verið til áður. Ýmsar útgáfur erlendar hafa verið til um langt skeið, en Espólín var skrifað fyrir íslendinga og lagaðað íslenzkum nafnavenjum. Forritiðheldur utan um alla skráningu, auðvelt er að breyta eða leiðrétta og hvenær sem er getur maður maður látið tölvuna raða niðjatölum eða framættum auk þess sem ýmsir aðrir möguleikar eru fyrir hendi svo sem að láta tölvuna raða í ættartré. Þá er einnig auðvelt að flytja skjal í ritvinnslu eða umbrotsforrit þar sem skjalið er slípað betur til, myndum bætt í o.fl. Þeir, sem aðgang hafaað tölvu, en hafaekkienn kynnt sérEspólín forritið, eru hvattir til þess, svo þeir a.m.k. sjái hvaða möguleikar opnast við skráningu ættfræðiheim- ilda í tölvu. Hinsvegarværigamanefþeir,sem núþegar vinnasín gögn í tölvu, hefðu samband við Tölvuhornið, segðu okkur hvers konar tölvu þeir hefðu og við hvað þeir væru að vinna. Hafi erfiðleikar komið upp er aldrei að vita nema hægt verði með hjálp góðra manna að finna lausn þar á. Oft er grey i góðs manns ætt Nýir félagar Elín S. Arnórsdóttir Hvanná II, 701 Egilsstaðir, s. 97-11053 f. 9. mars 1974 á Hvanná á Jökuldal. Áhugasvið: Eigin ætt, en einnig Eyjafjarðarsýsla, ísa- fjarðarsýslur, Múlasýslur. Halldór Ármann Sigurðsson, dósent Nesvegi45, 107 Reykjavík, s. 91-18228 f. 30. júní 1950 í Reykjavík. Áhugasvið: Ættir úr Borgarfirði og Skagafirði. Hallgrímur Markússon, bifrstj. Hlíðarhvammi 2, 200 Kópavogur, s. 91-43426 f. 15. maí 1946 í Reykjavík. Áhugasvið: A-Barð., Snæfellsnes- og Hnappadalssýslur, Breiðafjarðareyjar. Hannes Garðarsson, skrifstofustj. Böggvisbraut 12, 620 Dalvík, s. 96-61694 f. 1. júlí 1962 á Ólafsfirði. Áhugasvið: Eigin ættir og núverandi umhverfi: Þingeyjarsýslur, Svarfaðardalur. Haukur Tryggvason Laugabóli, 650 Laugar, S.-Þing„ s. 96-43136 f. 20. ágúst 1941 á Laugabóli. Áhugasvið: Jóhanna Guðmundsdóttir, skrifstofumaður Selnesi 36, 760 Breiðdalsvík, s. 97-56688 f. 12. febr. 1956 á Höskuldsstöðum á Breiðdal. Áhugasvið: Eigin ættir, almenn œttfræði, einkum œttir Vestur-íslendinga. Jón Guðmundsson, safnvörður Hrafnseyri, 471 Þingeyri, s. 94-8153 f. 28. júní 1956 á Túngarði á Fellsströnd. Áhugasvið: Söfnun ættfræðirita, almenn ættfræði, m.a. Vestfirðir. Jón Viðar Óskarsson, tæknimaður Jörfa, 270 Mosfellsbæ, s. 91-667074 f. 13. júlí 1961 íReykjavík. Áh.ugasvið: Almenn ættfræði, þó einkum Árnessýsla, Rangárvallasýsla og Barðastrandasýslur. Salomon Jónsson, kennari Hagatúni 14, 780 Höfh, s. 97-81791 f. 3. apríl 1961 á Ketilsstöðum í Mýrdal. Áhugasvið: Almenn ættfræði, þó einkum Skaftafellssýsl- ur. Valberg Kristjánsson, rafvirki Skútahrauni 1, 660 Reykjahlíð, s. 96-44176 f. 30. júlí 1948 í Leyningi í Eyjafirði (Saurbæjarhr.) Áhugasvið: Ýmsar norðlenskar ættir.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.