Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.1999, Blaðsíða 4
Félagsfundur 28. janúar 1999 kl. 20:30
að Hverfisgötu 105, „Konnakoti"
Hólmfríður formaður setti fundinn og bauð gesti velkomna.
Hún bað Halldór Halldórsson að vera fundarstjóra.
Hólmfríður formaður bar upp svohljóðandi tillögu að beiðni
félagsmanna:
Fundurinn fer þess á leit við Þjóðskjalavörð, Olaf Asgeirs-
son að hann hlutist til um að opnunartími Þjóðskjalasafnins
verði lengdur til kl. 18:00 eins og hann var, meðan safnið var
við Hverfisgötu. Einnig að safnið verði opið einu sinni í viku til
kl. 19:00 eða lengur og verði einnig opið á laugardögum. Eins
og þetta er nú, getur fólk í annarri vinnu ekki haft nein not af
safninu. Það þarf einnig að endurnýja fleiri filmur, þó úr mörgu
hafi þar verið bætt. Þá þarf að gera við kirkjubækur og manntöl
og ljósrita fleiri bækur, en margir geta alls ekki notað þær úreltu
vélar sem ætlaðar eru fyrir spólurnar.
Við í Ættfræðifélaginu erum mjög stór hluti af gestum
Þjóðskjalasafnsins og því óskum við eftir því að fyrir okkur sé
lagt fleira en boð og bönn. Tilagan var samþykkt samhljóða.
Fundarstjóri kynnti síðan gest fundarins og fyrirlesara Hall-
gerði Gísladóttur safnvörð. Hún flutti fróðlegt og skemmtilegt
erindi um „Islenskar mataihefðir“ og sýndi skyggnur. Erindið
spannaði nánast byggðasögu eldhúsa frá Landnámsöld til
dagsins í dag, og geymsluaðferðir á matvælum. Hinar gömlu
húsmæður hafa þurft að hafa mikið fyrir lífinu, þær voru ekki
öfundsverðar af aðstöðu sinni en uppvaskið var minna, því
lengi sá hver um sinn ask. Matreiðslan var misjöfn eftir lands-
hlutum en skortur á vissum vörum eins og t.d. salti og mjöli var
um allt land. Fundargestir voru duglegir að spyrja jafnóðum um
efnið. Hallgerður er að skrifa bók um „Islenskar matarhefðir“
sem kemur út bráðlega.
Kaffihlé
Ragnar Böðvarsson þakkaði Hólmfríði fyrir að vekja máls á
tölvusetningu ættfræðigagna, með vísun í grein í síðasta frétta-
bréfi. Hann kvað alla útgefendur hafa á bókum sínum að
„bannað er að afrita að hluta til eða að öllu leyti.“ innihaldið.
Réttur útgefanda hlýtur að vera einhver. Fundargestir tóku
undir þetta. Halldór fundarstjóri þakkaði ábendingar sem hann
hefur fengið varðandi Stýrimannatalið.
Hólmfríður kvað mál til komið að félagar tjáðu sig á fund-
um varðandi mikilvæg mál eins og t.d. tölvusetningar gagna.
Hún þakkaði Ragnari stuðninginn. Formaður þakkaði Hallgerði
fyrir fróðlegt og skemmtilegt erindi, þakkaði félögum fyrir
komuna og minnti á héraðsfundina á miðvikudögum.
Fundi slitið kl. 22:30. Fundarritari var Bryndís Svavars-
dóttir.
Svarbréf frá Þjóðskjalasafni íslands
Stjórn Ættfræðifélagsins
Ármúla 19 108 Reykjavík
Vísað er til bréfs yðar dags. 10. þ.m. þar sem greint er frá ályktunum Ættfræðifélagsins á félagsfundi
28. janúar 1999.
1. Eins og kunnugt er býr Þjóðskjalasafnið gestum sínum bráðabirgðaaðstöðu meðan á fram-
kvæmdum stendur við hús safnsins. Sú ráðstöfun hefur í för með sér margvíslegt óhagræði sem
ekki verður unnt að ráða bót á fyrr en nýr lestrarsalur verður tekinn í notkun á næsta ári. Þó að
þjónustan verði lakari meðan á þessum framkvæmdum stendur hefur þó verið komist hjá því að
loka lestrarsalnum með öllu.
Þess er vænst að endurskoða megi þann tíma sem lestrarsalur er opinn þegar nýr salur er fullbúinn
á næsta ári.
2. Filmukostur safnsins hefur verið endurnýjaður og er óðum að komast í notkun. Lesvélar safnsins
voru keyptar af virtum framleiðanda slíkra véla búnar linsum frá Zeiss, haustið 1987. Þess er getið
í ályktun félagsins að vélar þessar séu gamlar og úreltar og væri mikill fengur að ábendingum
félagsmanna um nútímalegri og vandaðri búnað.
3. Árið 1985 var sú ákvörðun tekin að nota ekki frumrit kirkjubóka og manntala, heldur filmur. Þessi
ákvörðun var tekin til þess eins að varðveita betur frumrit þessara gagna og hafa forsendur þeirrar
ákvörðunar ekki breyst.
Þjóðskjalasafns Islands þakkar Ættfræðifélaginu áhugann á málefnum safnsins og minnir á ágætt
samstarf við félagið um útgáfu manntalsins 1910. Á undirritaður því í nokkrum erfiðleikum með að
skilja niðurlag bréfs félagsins en er jafnan reiðubúinn að ræða málefni safnsins við félagsmenn á fundi
í félaginu, stjórn þess eða einstaka stjórnarmenn.
Með alúðarkveðju
Ólafur Ásgeirsson
-4