Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2010, Síða 4
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í október 2010
Fyrsta kynslóð: Sigurbjörg Jóhannesdóttir, (1839-
1914) fyrsta húsfreyjan í Lambhól. Hún var ættuð frá
Torfalæk í Húnavatnssýslu en kynntist Magnúsi eig-
inmanni sínum í Engey. (Myndin gæti verið tekin milli
1880 og 1890)
Engey 82 ára gömul 1843. Magnús dó í Engey 1857
á 60. aldursári.
Kona Magnúsar var Ingunn Gunnarsdóttir frá
Hlíðarhúsum í Reykjavík. Ingunn var fædd 1798.
Hún var ættuð úr Ölfusi, komin af Þorsteini, bróður
Guðna í Reykjakoti, sem Reykjakotsætt er frá talin.
Ingunn var á Rauðará 1801 og í Hlíðarhúsum 1816.
Þau Magnús giftu sig 1824. Ingunn dó úr mislingum í
Engey, á besta aldri, 1846.
Fyrstu ábúendurnir
Einn sonur þeirra Magnúsar Eyleifssonar og Ingunnar
var Magnús. Hann var fæddur í Engey 1840 og ólst
þar upp. Hann varð bóndi og sjómaður. Kona hans var
Sigurbjörg Jóhannesdóttir, fædd að Torfalæk á Asum
í Húnavatnssýslu 1839. Hún mun hafa farið til starfa
Magnúsarnafnið í 175 ár
1797-1972
Magnúsarnafnið hefur verið afar sterkt í Lamb-
hólsættinni og fylgt henni allt frá Magnúsi
Eyleifssyni sem fæddur var 1797. Magnús, fyrsti
ábúandinn í Lambhól, var sonur hans og Magnús
Helgi sonarsonur. Tveir dóttursynir Magnúsar
Helga prentara voru skírðir Magnús: Magnús
Helgi Kristjánsson, sonur Ragnhildar og Magnús
Grímsson sonur Ingibjargar Ebbu. Uppeldissonur
Magnúsar Grímssonar, sonur Guðrúnar Asu Gríms-
dóttur, er Magnús Helgi Jónsson, fæddur 1972, og
er hann alnafni langafa síns.
út í Engey og kynnst Magnúsi þar. Sigurbjörg þótti
vel gefin og sérstaklega velvirk á alla handavinnu.
Þau gengu í hjónaband 1869 og reistu, fyrst manna,
bæ á Lambhól um 1870. Þau Magnús og Sigurbjörg
eignuðust þrjú börn, Jón, Margréti og Ingunni. Þau
bjuggu í Lambhól til æviloka, Magnús lést 1893 og
Sigurbjörg 1914.
Kortsætt
Jón, sonur þeirra, var fæddur 1869. Hann tók við búi
í Lambhól eftir föður sinn. Hann stundaði lengst af
sjóinn, var dugnaðarformaður og greindur vel, en átti
við þröngan efnahag að búa, Hann sótti einnig vinnu
til Reykjavíkur en oft mun atvinnan hafa verið stopul.
Býlið var svo kallað tómthúsbýli, engar skepnur, en
nokkur hænsni og egg seld til Reykvíkur. Einnig voru
ræktaðar kartöflur til heimilisins.
Kona Jóns var Ragnhildur Einarsdóttir, ætt-
uð af Seltjarnarnesi í móðurætt. Hún var fædd að
Heggstöðum í Andakíl 1870. Faðir hennar var Einar
Guðmundsson, sterki, bóndi þar. Hann drukknaði frá
níu börnum, því yngsta nýfæddu, í Leirárvogum á
heimleið frá Akranesi 1884.
Bróðir Ragnhildar var hin landsfræga refaskytta
Guðmundur Einarsson, sem einnig var mjög rammur að
afli. Dóttir hans var Herdís ljósmyndari í Hafnarfirði,
sem margir gamlir Hafnfirðingar kannast við.
Ragnhildur var alin upp hjá föðurömmu sinni, Helgu
Salómonsdóttur, á Háhóli á Mýrum, orðlagðri dugn-
2. og 3. kynslóð: Ragnhildur Einarsdóttir (1870-1948)
kona Jóns Magnússonar ásamt þrem elstu börnum sín-
um, talið frá vinstri: Magnús Helgi, Einar Steinþór og
Helga Sigurbjörg. (Myndin er tekin um 1900)
http://www.ætt.is
4
aett@aett.is