Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2010, Blaðsíða 8
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í október 2010
5.kynslóð.HérsitjabræðurnirMagnúsHelgi Kristjánsson,
fæddur 1955, og Kristján Kristjánsson, fæddur 1954,
framan við Lambhól. (Myndin er tekin um 1958).
Þrjár Ragnhildar
Með næstu kynslóð hvarf leggur Einars Steinþórs
frá Lambhól, en enn býr Ragnhildur dóttir þeirra
Magnúsar Helga og Sigurlínu í Lambhól, 86 ára
gömul. Þar hefur hún búið meiri part ævi sinnar. Hún
þekkir ættarsöguna aftur í aldir, og hendir vel reiður á
öllu fólkinu sínu í Lambhól. Hún man vel Ragnhildi
ömmu sína og nöfnu sem skildi prjónana aldrei við
sig og gekk með hnykilinn í vasanum hvert sem hún
fór. í Lambhól fæddist elsta dóttir hennar, Sigurlína
Sjöfn,árið 1947 ogbörnin hennar sjö, Sigurlína Sjöfn,
Sylvía Hrönn, Kristján, Magnús Helgi, Jóhannes
Bragi, Auður Gróa og Unnar Jón, eru öll alin þar
upp. Flest þeirra hafa líka byrjað sinn búskap í gamla
Lambhólshúsinu.
Nú býr þar sonardóttir Ragnhildar og nafna,
Ragnhildur Jóhannesdóttir, fædd 1986. Hún er þriðja
Ragnhildurin sem er húsfreyja í Lambhól. Amma
hennar og nafna fæddist í Lambhól, og hefur verið
þar húsmóðir í meira en hálfa öld og langalangamma
hennar, Ragnhildur Einarsdóttir, var húsfreyja í
Lambhól í 42 ár.
Sjöundi ættliðurinn
Ragnhildur Jóhannesdóttir býr ásamt manni sínum,
Sveini Orra Sveinssyni,og syni þeirra Sveini Matthíasi
á efri hæðinni í gamla Lambhólshúsinu. í byrjun
október bætist svo enn í Lambhólsættina, en þá er
von á öðrum litlum syni. Sveinn litli Matthías, fæddur
2007,er þegar farinn að tipla um fjöruna í ósýnilegum
fótsporum genginna kynslóða. Hann er sjöundi ættlið-
urinn frá Magnúsi Magnússyni, langalangalangalang-
afa sínum, sem byggði fyrsta Lambhólsbæinn um
1870, fyrir sléttum 140 árum. Þótt aldan mái út spor
hans í fjörunni stendur Lambhólshúsið háreist, glæst
og hvítt á sjávarkambinum, umvafið öldunið og ang-
an sjávar, og heldur vel utan um fólkið sitt, líkt og
lágreistari forverar þess hafa gert vel á aðra öld.
Heimildir:
Skráðar, óbirtar minningar og fróðleiksmolar
Ingibjargar Ebbu Magnúsdóttur húsfreyju á Neðra-
Apavatni.
Apavatn í Grímsnesi, Guðni Jónsson, Reykjavík
1953.
Minningargreinar um Ragnhildi Einarsdóttur,
Guðmund Einarsson refaskyttu, Magnús Helga
Jónsson, Einar Steinþór Jónsson, Sigurrós Jónsdóttur,
Sigurlínu Ebenezersdóttur, Jóhönnu Guðmundsdóttur,
Herdísi Guðmundsdóttur, Helgu Magnúsdóttur,
Magnús Helga Kristjánsson og Sigurlínu Sjöfn
Kristjánsdóttur.
Búendur á Seltjarnarnesi um aldamótinn 1900,
Sögusteinn - Bókaforlag Reykjavík 1983.
Gardur.is
Fornleifaskráning Þormóðsstaða, Anna Lísa
Guðmundsdóttir, Minjasafn Reykjavíkur, skýrsla
145, Reykjavík 2009.
Sjógarpurinn og bóndinn Sigurður í Görðum,
Vilhjálmur S Vilhjálmsson 1952.
Ormsætt, ritstjóm Þorsteinn Jónsson, Reykjavík
1994.
Mannlíf við Sund, Þorgrímur Gestsson 1998.
íslendingabók.is
Manntal 1801 og 1816.
Munnlegar heimildir frá Ragnhildi Magnúsdóttur,
húsfreyju í Lambhól.
Munnlegar heimildir frá Magnúsi Grímssyni kenn-
ara og bónda af Lambhólsætt.
Myndasafn ættarinnar, tekið saman af Trausta
Björnssyni sem kvæntur var Sigurlínu Sjöfn
Kristjánsdóttur (1948-2009), dóttur Ragnhildar
Magnúsdóttur Jónssonar.
http://www.ætt.is
8
aett@aett.is