Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2010, Blaðsíða 9

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2010, Blaðsíða 9
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í október 2010 Lambhóll og næsta nágrenni Lambhóll byggðist úr landi Skildinganess um 1870, en talið er að á þessum slóðum hafi verið lambhús frá Skildinganesi. A þessum tíma voru mörg mis- stór býli á Nesinu, m.a. Skildinganes, en þar voru þrír bæir: Austurbærinn, Vesturbærinn og Reynisstaðir. Elstu heimildir um Skildinganes eru frá miðri sext- ándu öld. 1553 var Skildinganes sjálfstæð jörð í eigu Skálholtskirkju. 1556 var jörðin eign konungs sem lét aðrar jarðir á móti. Um aldamótin 1800 var jörðin seld og byggð tók að vaxa. Margar hjáleigur voru í landinu, meðal annars Nauthóll sem Nauthólsvík heitir eftir. Næstu bæir við Lambhól voru Garðar og Þormóðsstaðir. Byggð reis í Görðurn um 1860 eða um svipað leyti og í Lambhól. Garðar voru byggðir úr landi Grímsstaða. Það var Kristján Gíslason, son- ur Hólmfríðar Eyleifsdóttur, sem var fyrsti bóndinn í Görðum. Hann byggði þar fyrstur manna um 1860 og dó þar 1879. Núverandi íbúðarhús í Görðum er talið vera frá 1882-1883. í jaðri Garðatúns á móti Þormóðsstöðum var býli sem hét Garðshorn. Þar bjó Vilborg Jónsdóttir systir Sigurðar í Görðum. Hún flutti síðar að Litlubrekku næst á undan Ingibjörgu móður Eðvarðs Sigurðssonar í Dagsbrún. Brenneríið Þormóðsstaðir voru rétt við Lambhól. Þeir voru upp- haflega einnig hluti af Skildinganesjörðinni. I heim- ildum er fyrst getið um býli þar um 1850, en ekki er ljóst við hvern það er kennt. A árunum 1912-1927 rak fiskveiðifélagið Alliance, í samvinnu við aðra, lifrarbræðslu á Þormóðsstöðum. Lifrarbræðsluhúsið, Brenneríið, var strýtulaga og setti mikinn svip á um- hverfið. Félagið rak þar einnig saltfiskverkun frá 1905 og allt þar til landið var hernumið. Þar voru miklir fiskreitir og fiskhús. Timburhúsin þrjú við Starhaga tilheyra fynum Þormóðsstaðabyggðinni. Leikskólinn Sæborg stendur sem næst á gamla bæjarstæðinu. A hernámstímanum voru reistir herskálar við Þormóðsstaði og rétt utan við gluggana á Lambhól blöstu skotgrafir og skotbyrgi við. Eitt þeirra stend- ur enn í fjöruborðinu vestan við húsið. Braggahverfið var kallað Camp Thorhill. Árið 1932 er gamla Skildinganesjörðin og allt þetta svæði lagt undir lög- sagnarumdæmi Reykjavíkur. Landamerki 1839 X Þormóðsstaðabærinn sést teiknaður á kort frá 1850 um 100 m suðaustan við Lambhól, austan við landamerki Reykjavíkur og Skildinganess. Hann mun hafa risið í landi Skildinganess. Um þau landamerki risu mikl- ar deilur sem enduðu með því að landamerkin voru ákveðin árið 1838. Þau skyldu liggja frá Skerjafirði, við svonefndan Lambhól, til suðaustasta hólsins af Brenneríið eða Lifrarbræðsluhúsið, var strýtulaga hús í landi Þormóðsstaða, rétt við Lambhól. Það setti mikinn svip á umhverfíð. Húsið var rifið um 1980. svonefndum Skildinganesshólum og þaðan í stein í Öskjuhlíð. Á þann stein var höggvið eftirfarandi: Landamerki 1839 og kross X. Sama merki var höggv- ið í steina á hólana við Skildinganes og Lambhól. Skildinganeshólar kallaðist jökulsorfið grágrýtisholt sunnan við núverandi hjónagarða Háskólans. Landamerkjasteinarnir í Öskjuhlíð og á Skildinga- neshólum munu báðir standaenn ,en Lambhólssteinninn, sem stóð rétt vestan við núverandi Lambhólshús, við gamalt skotbyrgi, er horfinn í jörðu. Ragnhildur Magnúsdóttir, núverandi húsfreyja í Lambhól, fædd 1924, man steininn vel úr bernsku sinni. Grímsstaðir Innan seilingar var einnig bærinn Grímsstaðir á Grímsstaðaholti. Grímsstaðaholtið afmarkast af Suðurgötu, Starhaga, Ægisíðu og Hjarðarhaga. Grímur Egilsson reisti sér býli á þessu svæði árið 1842, sem hann nefndi Grímsstaði. Fljótlega var farið að kenna holtið við býlið. Áður hét holtið Móholt, en þar þurrk- uðu Reykvíkingar mó sinn. Síðasti Grímsstaðabærinn stóð nálægt gatnamótum Dunhaga og Ægisíðu. Grímsstaðavörin erein af sjö vörum við Skerjafjörð og sú þeirra sem lengst var róið frá. Betri lending var talin vera í Grímsstaðavör en í öðrum vörum við Skerjafjörðinn, meðal annars vegna skerja fyrir utan sem drógu úr öldunni. Skerjafjörðurinn heitir ekki Skerjafjörður fyrir ekki neitt! Grímsstaðavörin var þekktust fyrir útgerð grásleppubáta síðustu áratug- ina og þaðan gerði Jón Einarsson frá Lambhól út síð- ustu árin. Hrognkelsavertíðin var frá mars til júlí enda kallaði Jón grásleppuna oft vorboðann. Lengst af gerðu þeir feðgarnir Einar og Jón þó út frá Lambhólsvörinni, sem er rétt austan við Lambhól, en hún þótti ekki eins örugg og Grímsstaðavörin. í Lambhólsvörinni er enn að finna leifar af vindu sem notuð var til að draga bátana upp. Þar eru einnig þorskhjallur og steinar sem klappað hefur verið í. http://www.ætt.is 9 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.