Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2010, Page 10
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í október 2010
Samantekt: Guðfinna Ragnarsdóttir
Hann reis upp úr myrkri aldanna.
Festingarþrællinn sem
varð frjáls maður
Vigfús Þórðarson
„Hann forfaðir þinn var dæmdur til dauða
fyrir blóðskömm á Islandi árið 1747, dómn-
um var breytt til þrælkunar og hann sat
sem festingarþræll í Stokkhúsinu í Kaup-
mannahöfn á annan áratug. Hann var
síðar náðaður, og sendur frjáls maður til
Finnmerkur í Noregi ásamt ellefu öðrum
íslenskum föngum“. Þetta var upphaf svars
sem Fredrik Ekeli, ungur norskur pilt-
ur, fékk frá Fréttabréfínu nýlega, en hann
sendi fyrir hönd föður síns fyrirspurn um
íslenskan forföður sinn, í níunda lið, sem
hann sagði vera fæddan um 1717.
Það þarf engan að undra þótt þeim feðgum brygði
við svarið, festingarþræll- blóðskömm! Síðan hafa
farið á milli okkar mörg bréf og ritstjórinn hefur eftir
fremsta megni leitast við að útskýra Stóradóm og að-
stæður íslenskrar alþýðu á þeim hörmungatímum sem
danski konungurinn réð hér lögum og lofum.
Með þær útskýringar að leiðarljósi veitti faðir
piltsins leyfi til birtingar á þessu sérstæða máli, þótt
honum þættu niðurstöðurnar í fyrstu bæði ógnvekj-
andi og óvæntar. En, sagði hann, við getum ekki tekið
á okkur glæp sem framinn var fyrir 250 árum og sem
þegar er búið að afplána! Hann fullvissaði ritstjórann
um að hann hefði hingað til ekki misst svefn vegna
þessa forföður síns og liti nú á örlög hans sem litríka
viðbót við ættarsögu sína.
Textinn er unninn upp úr bókinni Haustskip
eftir Björn Th. Björnsson, Alþingisbók 1747 og
œttrakningum Fred Ekeli afkomanda Vigfúsar
Þórðarsonar í 8. lið.
Þeir sem búa yfir frekari upplýsingum um
œttir eða afkomendur Vigfúsar Þórðarsonar
eru beðnir um að senda þœr á netfang ritstjóra
Fréttabréfsins gudfragn@mr.is og á netfang
Fred Ekeli sem er fred.ekeli@gmail.com eða son-
ar lians sem er fredrik.ekeli@gmail.com
Það var höfuðsnillingurinn Ragnar Böðvarsson,
fræðimaðurog ættfræðingur á Selfossi, sem leysti gátu
hins unga Norðmanns. Ragnar er í ritnefnd Fréttabréfs
Ættfræðifélagsins og fór létt með fyrirspurnina sem
þó var fremur rýr og smátt sniðin: „Wigfus Tordersön
fæddur um 1717 kom til Finnmerkur frá íslandi".
Ragnar sá að Vigfús hafði verið dæmdur til lffláts
fyrir að eiga barn með Guðrúnu systur sinni, en slíkt
varðaði við líflát á þessum tíma samkvæmt stóradómi.
Dóms-slútning
Það var um miðjan dag hinn 14. júlí á því herrans
ári 1747, á lögþinginu við Öxará, sem lögmaðurinn
Sveinn Sölvason las „solátandi dóms-slútning” í
blóð-skammar-málinu úr Barðastrandarsýslu:
„Héraðs-dómitrinn í þessari blóð-skammar-sök
systkinanna Vigfúsar Þórðarsonar og Guðrúnar
Þórðardóttur hvörja þau fyrst í héraði og nú síðan
fyrir nœrverandi lögþingis rétti hafa frí-viljug með-
kennt, skal standa við fiilla magt, so að fyr-nefnd
systkin, Vigfiís og Guðrún Þórðar-börn, skulu eftir
hans innihaldi á lífimt straffast; maðurinn hálshöggv-
ast og konan drekkjast.“
En vilji sýslumaðurinn í Barðastrandar sýslu,
Olafur Arnason, þessa þeirra sök til hans kongl.
Majest. allraundirdanigast referera,þá skal hann það
strax á inniverandi sttmri hafa framkvœmt og ábyrgist
delinqventerne í tilbœrilegu varðhaldi á meðan og inn
til hæðstnefnda Itans kong. Majest. allra-náðugasta
resolution um þeirra lífaftur í landið kemur”.
Skikkanleg og guðhrædd
I dómsskjölum kemur einnig fram að Bjarni nokkur
Jónsson hafi „óréttilega fyrstu barnsfaðernis lýsingu
Guðrúnar á sig játað“ og þurfi því að betala 1 hundrað
á landsvísu til hreppsins fátækra. Ekki mætti Bjarni á
Þingvöll þótt tilkvaddur væri.
Fyrst var dæmt í máli þeirra systkinanna rúmu ári
áður, í héraði á Berufjarðar héraðsþingi 20. maí 1746.
Þar segir m.a.: „...hvar með þau eftir stóradóms og
Norskulaga fyrirmælum dæmd eru að hafa forbrotið
sitt líf fyrir meðkennda blóðskammar synd.“
http://www.ætt.is
10
aett@aett.is