Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2010, Page 11

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2010, Page 11
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í október 2010 Á Alþingi fer Erlendur Ólafsson sýslumaður fram á það persónanna vegna að konungurinn athugi mál þeirra systkinanna áður en til aftöku kemur þar sem þau „hafa skikkanlega og guðhrædda kynning úr sín- um átthaga, eftir því sem nú framvísuð sóknarpresta attest sýna, og þar hjá segjast ei persónurnar hafa heyrt af predikunar stólnum upplesna þá forboðnu liði, sem þó allranáðugast eru uppáboðnir hér í landi, að auglýsast skuli eftir forordningunni af 18 Januarii 1737.“ Drekkt? Engum sögum fer af örlögum Guðrúnar Þórðardóttur en allt bendir til þess að henni hafi verið drekkt í hylnum í Öxará. Hvað varð um barn þeirra systkin- anna hefur heldur enginn athugað. Enginn hefur held- ur rannsakað hvort Ólafur Árnason sýslumaður hef- ur sent kónginum náðunarbeiðni fyrir þau systkinin. Alla vega sleppur Vigfús við dauðadóminn og er sendur utan sem festingarþræll. Ekki veit ég nákvæmlega hvar eða á hverju Ragnar Böðvarsson kveikti, þegar hann hóf leit sína að Vigfúsi Þórðarsyni,en hann benti strax á hina frábæru bók, Haustskip, eftir Björn Th. Björnsson, en þar er Vigfúsar Þórðarsonar getið á nokkrum stöðum og frá honum sagt. Ekki sakaði heldur að komast að því að bókin Haustskip hefur verið þýdd á dönsku og ætti því að geta orðið afkomendum Vigfúsar uppspretta fróðleiks um forföður sinn og aðstæður refsfanga á Islandi og í Danmörku á 18. öld. Ómannúðlegt Það verður að segjast að af mörgum áhugaverðum og ótrúlegum svörum sem fram hafa komið vegna fyr- irspurna í Fréttabréfinu er þetta það lang skemmtileg- asta og óvæntasta. Fundur festingarþrælsins Vigfúsar Þórðarsonar varð einnig til þess að ritstjórinn lagðist í stúdíu á refsingum og fangelsum í bók Björns Th. Björnssonar. I Haustskipum kemur greinilega fram hversu þunga og óréttláta dóma menn fengu á íslandi á þess- um tíma, oft fyrir afar lítilfjörlegar yfirsjónir, og hversu ómannúðlegri meðferð fangarnir máttu sæta, bæði á íslandi og í Danmörku. Fjöldi manns var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir það eitt að stela harð- fiski, hangikjöti eða jafnvel snærisspotta. Björn Th. bendir á að réttvísin á íslandi um miðja átjándu öld- ina hafi verið mun harðleiknari við smáþjófa og vega- lausa umrenninga en morðingja. Sýslumennirnir höfðu áhyggjur af öllum þessum sakamönnum og þeim ærna kostnaði sem þeim fylgdi, því eitthvað var konungurinn tregur að borga undir allt þetta ólöghlýðna hyski frá Islandi. Þeir sendu því konungi bænaskrá árið 1757, þar sem þeir fara fram á að fá að hengja sakamenn í gálga án alls uppihalds. Þannig áttu þeir að hengjast sem stolið höfðu meira Bréf Rentukammersins til amtmannsins á Finnmörku um sendingu íslenzkra festingarþræla þangað norður. Velædle og Velbyrdige Hr Amtmand! Efter een Liste som Hands Exellence Hr General Lieutenant og Ober- Krigs-Secretair, Greve af Ahlefeldt, til Os under 14de hujus har ind- sendt, har fölgende Islændere som befindes udj Kiöbenhavns Fæstn- ings Slaverie, erklæret sig goedvillig til at lade sig transportere til Finmarken, uaagede (?) som frie Folk og ey som Slaver der skulle være behandlet, saasom: 1. Torleber Joensen, 2. Biörn Gudmundsen, 3. Joen Gudmundsen, 4. Haldor Thomesen, 5. Gudmunder Pantaleon- sen, 6. Joen Bendixen, 7. Joen Gunnarsen, 8. Joen Joensen; Lige- leedes befindes udj Citadellet Friderichshavn, fölgende Islændere, saa som: Wigfus Thordersen, Joen Magnusen, Torsten Magnusen og Gudmunder Joensen, hvilken sidste nu er syg af Schiörbutt, som og goedvillig til Finmarken vil afgaae. Da som den Kongelige aller- naadigste Resolution af 9de i denne Maaned tilholder at de af Slaveri- et maatte udkomme for at henföres til Finmarken, og der at distribuer- es paa de Stæder hvor Hr Amtmand til Landets Peuplering fandt det fomödent, hvorfore Vi endog i Gaar har anmodet Ober-Krigs Secretairen, Greve af Ahlefeldt. at han vilde foranstalte det derhen, at disse af Slaveriet nu löslatte 12 Islændere maatte vorde bekiendtgiordt, at de som frie Folk kom til Finmarken, for paa lovlig Maade som andre Allmues Mænd sig der at emære; Altsaa vilde Hr Amtmand behage med de Skibe hvorved disse Islændere til Finmarken trans- porteres, at forföye fomöden Anstalt til deris Imodtagelse som frie Folk udj Finmarken, og Tilliige derved afgiöre paa hvad Stæder udj landet de sig havde at nedsætte, til at erhverve Deris Livs Ophold, enten ved Fiskeriet eller Tienniste, imod saadan Lön som andre Tienniste-Folk der udj Landet gives. Vi forblive Hr Amtmands tienstvillige Ahlefeldt Kuur Pauli Heltzen Carstens Verner Scheel Waagen Howson Crog Rente-Kammeret d 18 Maii 1763 til Amtmand Gunner Hammer. Bréf Rentukammersins til amtmannsins á Finnmörku, 1763, um sendingu íslenskra festingarþræla þangað norður. Þar eru upp taldir þeir tólf fyrrum festing- arþrælar sem koma nú frjálsir menn til Finnmerkur. Einn þeirra er Wigfus Thordersen. en 20 ríksidölum, og einnig allir þeir sem stálu hrossi, kind, kú eða kálfi. Sýslumennirnir bentu á að þá slyppi konungurinn við þann mikla transportkostnað sem sé af flutningi þessara dæmdu delinkventa í slaveríið. Allir ærulausir I bókinni segir frá því að frá byrjun september til októberloka á því herrans ári 1757 komu alls 20 fangar í Stokkhúsið í Kaupmannahöfn, þar af 18 íslendingar. Hver einasti þeirra var, segir Björn Th., ærulaus og dæmdur til lífstíðarþrælkunar í járnum. Meðalaldurinn miðað við fæðingarár var 26 og hálft ár. Sé litið til tímabilsins frá októberlokum 1757 til hausts 1758 komu aðeins 23 nýir fangar í Stokkhúsið, flestir þýskir en einnig danskir og franskir. Af þeim voru aðeins tveir dæmdir til lífstíðar en flestir hinna frá eins mánaðar upp í sex mánaða fangelsisvistar. Af þessu má sjá, segir Björn Th., að Islendingarnir mynduðu langstærsta hópinn meðal ærulausra járna- þræla Stokkhússins á þessu og nálægu árabili. Kaghýðing Af íslensku föngunum létust lika fleiri og eft- ir skemmri tíma en aðrir fangar, þar sem þeir voru http://www.ætt.is 11 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.