Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2010, Page 13

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2010, Page 13
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í október 2010 Náðun fanganna var svo staðfest 17. júní 1763 í Fredensborg. Fangarnir fengu æru sína aftur og undir- strikað er að sá dómur og sú refsing sem fanginn hlaut skuli ekki á nokkurn máta verða ærlegu nafni hans til skammar eða skaða. Blátt bann er lagt við því að hon- um eða fjölskyldu hans sé brigslað um dóm hans eða refsingu. Kvittun fyrir móttöku Þannig höguðu atvikin því að Vigfús Þórðarson var einn þeirra tólf frjálsu fyrrum festingarþræla sem stigu á land í Finnmörk. Til er kvittun fógetans á Austur-Finnmörk dagsett þann 23. júlí 1763 fyrir móttöku sjö Islendinga. I kirkjubókum má sjá afdrif sumra mannanna og vitað er að einhverjir giftust og gátu af sér ættboga. En víkjum þá að örlögum Vigfúsar Þórðarsonar. Árið er 1763 og það eru liðin 16 ár frá því hann var dæmdur til dauða fyrir blóðskömm heima á Islandi. Stokkhúsinu hefur ekki tekist að ræna hann lífinu, þótt ótrúlegt megi teljast, og hann er enn á besta aldri, trúlega milli fertugs og fimmtugs. En ísland á hann ekki eftir að líta augum aftur í þessu lífi. Kona og börn Vigfús Þórðarson, fyrrum festingarþræll, en nú frjáls maður. Hann giftist árið 1764 í Tallvik á Finnmörk. Kona hans hét Cathrine Jonsdatter. Getið er um þrjú börn þeirra: Þórð (Thordar) sem fæddur var 1768, Agnete fædd 1772 og Mons sem fæddur er 1777. Vigfús lést 29. ágúst 1788 rúmlega sjötugur að aldri ef marka má fæðingarárið 1717. Þórður sonur Vigfúsar átti svo son sem Anders hét Thordersen, (Tordelsen) hann var fæddur um 1800 og lést 1869. Kona hans var Johanne Bergite Berteusdatter. Dóttir þeirra hét Malene Kathrine Kirstine Andersdatter, fædd um 1834. Hún var frá Lille- sandnæs i Talvik kommune á Finnmörk. Hún gift- ist Sivert Sivertsen Rusthaug, sem var ættaður úr Guðbrandsdalnum, en flutti upp til Alta á Finnmörk. PYNDINGAR OG REFSINGAR í STOKKHÚSINU í KAUPMANNAHÖFN Þumalskrúfurnar Þumalfingur delinkventsins eru settar í kjaftinn á skrúf- unum þannig að járnið tekur niður í fremra köggul fingr- anna. Síðan er hert á skrúfunum, en þó stanzað öðru hverju, meðan delinkventinn er hvattur til að játa. „Der polnische Bock“ eða „pólski haf- urinn“ Delinkventinn er færður úr fötum fyrir ofan beltisstað, en hendur og fætur reyrðar fast saman þannig að arm- arnir liggja utan á lendunum og hendurnar bundn- ar undir hnésbæturnar. Höfuðið er þvingað niður að hnjám ineð keðju. Delinkventinn liggur í kuðung með nakið bakið á búkkanum, sem er alstráður hvössum tinnusteinum. Stöngum er síðan stungið undir bæði handleggi og hné og sakamaðurinn er dreginn til og frá á tinnuflísunum og hvattur til að játa. Pater noster bandið eða Rósakransinn Bandi með fimm eða sex hnútum er brugðið um höfuð delinkventsins ofan við augabrúnirnar og yfir gagn- augun. Hnútarnir eru hafðir á enninu og framan við eyrun. Staf er stungið undir bandið við hnakkann og honum snúið svo hnútarnir sökkvi vel inn í höfuðið. Öðru hverju er gert hlé og sakamaðurinn hvattur til að játa. Notkun „Rósakransins" var bönnuð í Stokkhúsinu 1790 og sérstakt leyfi þurfti einnig til notkunar „Pólska hafursins". Slík meðul, segir í konungsskip- uninni, eru nú orðið sögð stríða gegn réttarvitund „upplýstra þjóða“. Spíssrótin Spíssrótin var opinber refsingaraðferð allt til ársins 1836 í dönskum fangelsum. Sakamaður var afklædd- ur ofan við beltisstað og hrint inn á milli tveggja raða hermanna stundum allt að 200 sem börðu hann með reyrstaf eða keyri. Ferðirnar voru mismargar, 6, 12 eða 20 en stundum var þol manna látið ráða. Das Ruthen examen eða Kaghýðing Kaghýðing var aðallega þrennskonar: a) með hrísvendi um beran hrygg, b) með kaðalsvipu utan á skyrtu og c) með hnútasvipu á nakið bak. Hnútasvipan var með tíu tjörguðum hamplínum á stuttu skafti og 3-4 hnútar á hvern taum. Hýtt var við kaga oft með járnkengjum, en kagi var allhár stólpi með sex járnhringjum. I tvo þá efstu voru úlnliðirn- ir eða handjárnin fest og sátu þeir það hátt að tær mannsins rétt námu við jörðu. í miðhringana var brugðið kaðli eða keðju utan um manninn miðjan, en í neðstu hringana tvo var maðurinn reyrður um lær- in. Þannig hékk maðurinn í raun meðan hýðingin fór fram. Höggunum var oft skipt niður, 20 högg á dag í nokkra daga í röð. Fuglabúrið Notað til refsinga fyrir afbrot framin í fangelsinu sjálfu. Fuglabúrið var ferhyrndur rimlakassi þar sem rimlarnir voru með hárhvassri egg þeim megin sem inn sneri og mátti hvergi við þá koma nema skera sig. Fanginn varð að standa í hnipri. Búrið var haft gegnt dyrunum inn í vaktskálann. http://www.ætt.is 13 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.