Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2010, Síða 14

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2010, Síða 14
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í október 2010 HELSTU FANGELSI KAUPMANNAHAFNAR Á tímabilinu 1736-1830 voru 165 íslensk- ir sakamenn vistaðir í fangelsum í Kaup- mannahöfn til þess að taka út refsingu sína. Hálshöggning var algeng refsing á íslandi fyrir stórglæpi eins og morð og dulsmál, þar sem fæðingu barns var leynt og það síðan deytt. Konum var drekkt fyrir dulsmál. Það var ekki fyrr en um miðja 19. öld- ina sem áhrifa upplýsingarstefnunnar fór að gæta að nokkru ráði í refsingum í Danmörku og gekk það þó mjög hægt. Brimarhólmur Brimarhólmur var fangelsi frá 16. öld og fram um miðja 19. öld. í þetta þrældómshús voru íslendingar dæmdir svo til alla 17. öldina og fram til 1739. Eftir það voru þar einungis afbrotamenn úr danska sjóhernum. Allir voru þar í járnum. Hann var sá af strandhólmum Kaupmannahafnar sem best lá að höfninni. Allir Brimarhólmsfangar voru fluttir í Stokkhúsið 1741. Citadellet Friderichshavn, Kaupmannahafnarvirkið eða Kastellið íslenskum föngum var ævinlega fyrst skilað í þetta virki en það var við innsiglinguna í höfnina, rétt við gömlu tollbúðina þar sem Islandsskip lögðust að. Sumir fangar voru hafðir þar áfram við kamarhreins- un og daglega umhirðu. Þrælar úr Stokkhúsinu voru reknir í virkið til vinnu dag hvern. Enn stendur virk- ið Friðrikshöfn, að nokkru herbækistöð, að nokkru lystigarður ofanvert við Löngulínu. Tugt-, Rasp- og Forbedringshus stóð við Kristjáns- hafnartorg. Það var reist um 1790. Rasphúsinu var oft líkt við helvíti á jörð. Þar voru refsi- fangar daglangt og árlangt látnir snúa þungri myln- unni í rauðamyrkri og raspa litunarduft úr brasilíutré. Ef einhver slapp lifandi úr rasphúsinu var nokkuð víst að hann væri orðinn blindur. Stokkhúsið Stokkhúsið var þrælafangelsi, Slaverie, ætlað karl- mönnum einum og þá einkum þeim sem dæmd- ir höfðu verið til ærumissis eða fyrir blóðskömm. Þar báru allir fangar járn. Stokkhúsið var ekki end- anlega lagt af fyrr en 1860. Þar voru flestir íslensk- ir sakamenn vistaðir frá 1736-1830. A nóttunni voru fangarnir hlekkjaðir við veggina í kjallarahvelfingum þar sem ekki var hægt að standa uppréttur og gólfin flutu í vatni. Oft voru þeir með hálsjárn að auki. Þeir sem ekki dóu fljótlega urðu örkumla á fáum árum. Enskur læknir sem skoðaði fangelsi í Norðurálfu um 1800 sagði Stokkhúsið í Kaupmannahöfn eitt við- bjóðslegasta fangelsi sem hann hefði séð. Köbenhavns Tugt-, Rasp- og Forbedringshus Þetta fangelsi var líkara nútímafangelsum. Karlmenn voru dæmdir þangað fyrir flakk og betl, konur fyr- ir ótilhlýðilegt lauslæti, svo sem um messustíma eða á helgum föstum, fyrir dulsmál og blóðskömm. Foreldralaus börn voru send þangað og foreldrar gátu komið dætrum sínum, sem ólrnar vildu taka nið- ur fyrir sig í ástamálum, fyrir þar og voru þær ósjald- an geymdar þar frá fimmtánda ári og fram að fimm- tugu. Rasphúsið Rasphúsinu var oft líkt við helvíti á jörð. Þar voru refsifangar daglangt og árlangt látnir snúa þungri mylnunni í rauðamyrkri og raspa litunarduft úr brasilíutré. Ef einhver slapp lifandi úr rasphús- inu var nokkuð víst að hann væri orðinn blindur. I Rasphúsinu voru bæði karlar og konur. Mörg börn fæddust í Rasphúsinu. Rasphúsið lagði til helstu lit- arefnin í ullina. Spinnehus, Spunahúsið í Spunahúsinu voru einungis konur. Þær unnu að tó- skap og spuna. Tugthus Þar unnu karlmenn við ullarvinnu ýmisskonar. Þar var ullin flokkuð, tekið ofan af, kembt og ofið. Gullhúsið í Gullhúsinu var öllum danska hernum séð fyrir voð- um og klæðum. Margir Stokkhúsfangar voru ordiner- aðir í Gullhúsið til óþrifalegri verka. Björn Th. bæt- ir einnig við að það hafi verið íslenska sauðféð sem lagði til obbann af þeirri ull sem spunnin var þar lit- uð og úr ofið. http://www.ætt.is 14 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.