Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2010, Side 18

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2010, Side 18
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í október 2010 Legsteinarnir yfir Hallgrími Jónssyni og konu hans Valgerði eru skakkir og nánast að falli komnir. Upp að legsteini Valgerðar hallast laus plata með grafskrift Vigfúsar Bjarnasonar Thorarensen, fy rri manns hennar. A þessi tvö leiði eiga nýju, veglegu steinarnir frá Björg Gunnarsdóttur, langömmubarni Hallgríms, að koma. Framan við lcgsteina þeirra Staðarfellshjónanna, Hallgríms og Valgerðar, eru hvítir marmaralegstein- ar, yfir Boga Benediktssyni þeim mikla fræðimanni og bónda á Staðarfelli og Jarðþrúði Jónsdóttur konu hans. Þeir mega muna sinn fífil fegri. Þeir eru mjög illa farnir, sprungnir og hálf sokknir í jörðu. Ástralíu 1862-1870, í Ólafsvík og á Búðum 1870- 1879 og í Stykkishólmi 1879-97 þar sem hann kynnt- ist Ingibjörgu langömmu Bjargar. Holgeir var þingmaður Snæfellinga 1881-1885. Hann var í Reykjavík frá 1897 til dauðadags 1901. Hann átti fjölda barna með fjórum konum. Ingibjörg gat heldur ekki haft Hjört son sinn hjá sér, en hann mun hafa verið einhvern tíma á Staðarfelli hjá Hallgrími og Sylveríusi hálfbróður sínum. Vissi lítið -Ég vissi ákaflega lítið um ættir mínar þegar ég byrj- aði að grúska í þeim. Ég kunni ekki einu sinni að lesa Ormsættina eða aðrar ættartölur sem að mér snéru. En áhugi minn var vakinn og ég fór að afla mér upp- lýsinga og grúska í gömlum skjölum og myndum. Ég fann fullt af gömlum sögum og sögnurn, m.a. á Ingibjörg langamma mín að hafa sagt að hún hefði átt börn með tveim bestu mönnunum við Breiðafjörðinn, þeim Hallgrími Jónssyni og Holgeiri Peter Clausen! Það eru ekki allir barnsfeður sem fá slík lofsyrði. -Ég vissi svo lítið um líf Ingibjargar langömmu þar sem tengslin við Sylveríus afa minn rofn- uðu strax í bernsku hans. En langamma var víða á Fellsströndinni og gat fylgst með syni sínum úr fjar- lægð. í sóknarmannatölunum sé ég að hún er komin til Jónasar Jónssonar í Skógum á Fellsströnd árið 1889 og 1890 er hún hjá Hákoni Oddssyni silfursmið á Kjarlaksstöðum í sömu sveit, en eitthvað hafði hún líka verið á Kjarlaksstöðum í bernsku sinni. 1896 er hún á Hallsstöðum en 1901 er hún komin að Knarrarhöfn í Hvammssveit til Þorgils og Halldóru konu hans. Mynd af langömmu -Halldóra lést frá fjölda ungra barna árið 1909 og þá var langamma honum til halds og trausts. Síðan var hún á Breiðabólsstað hjá Steinunni Þorgilsdóttur og Þórði Kristjánssyni manni hennar allt þar til hún dó 1930. Þær Steinunn voru alla tíð mjög nánar. Flest það sem ég veit um langömmu er kornið frá Breiðabólsstaðarfólkinu, aðallega frá Guðbjörgu Helgu, dóttur Steinunnar, en hún var níu ára þegar langamma dó. -Hún sagði mér ýmislegt um hana, meðal annars það að hún hefði verið mjög skemmtileg og kunnað svo mikið af kvæðum og farið með þau fyrir þau börn- in. Hún var þeim systkinunum mjög góð og var allt- af að segja þeim sögur. Ég á Steinunni Þorgilsdóttur líka það að þakka að til er mynd af langömmu minni, ein einasta mynd, en hún er líka góð. Steinunn klæddi langömmu upp í peysuföt af móðursystur sinni og tók svo þessa frábæru mynd af henni. -Guðbjörg Helga sagði mér líka að langamma hefði átt rauðbrúna kistu sem hefði verið seld að Túngarði eftir hennar dag. Þessi kista var hennar eina verald- lega eign. Ég er að vona að hún sé á Byggðasafninu á Laugum í Sælingsdal. Ég á eftir að athuga það. -Ég er á kafi í að safna fróðleik um þessa forfeð- ur mína, en það er margt erfitt og mikið fyrir hverju skrefi haft, því nú er enginn lengur til að spyrja! í þessum garði hvílir Ingibjörg Sigríður Marísdóttir f 28. ágúst 1846 á Breiðabólstað d. 4. febrúar 1930 á Breiðabólstað Lit ég yfir liðna slóð, leynist skuggi i slakka. Gömlum vinum geislaflóð og gæðin öll ég þakka. S. Þ. Guð blessi minningu þína elsku amma, langamma Legsteinn Ingibjargar Sigríðar Marísdóttur, langömmu Bjargar Gunnarsdóttur, í kirkjugarðinum í Hvamnii í Hvammssveit. Leiði Ingibjargar er týnt en steinninn stendur undir stóru reynitré í miðju garðsins. http://www.ætt.is 18 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.