Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2010, Síða 19

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2010, Síða 19
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í október 2010 Kirkjugarðar í fóstur Hvernig væri að taka kirkjugarð í fóstur? Snyrta leiðin, hreinsa steina, lyfta þeim upp og reisa við fallna krossa. Væri slíkt ekki verðugt verkefni fyrir átthagafélög eða Ættfræðifélagið? Þótt sóknarnefndir starfi við kirkjur er afar víða pottur brotinn hvað kirkugarða varðar og þekkingin ekki allt- af til staðar. Sömuleiðis þyrfti að skrá letur legsteina sem eru að verða veðrun að bráð. Gamlar legstaðaskrár eru víða til, en sam- kvæmt Þórsteini Ragnarssyni forstjóra Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, er skráningu gamalla leiða þó mjög víða ábótavant. Það sýndi sig þegar farið var að safna upplýsingum í garður.is. Reynslan sýnir þó að heimamenn vita rnjög oft hvar gamlir ætt- ingjar og sveitungar hvíla, þótt gröfin sé horfin eða letrið á steininum orðið máð og ólæsilegt. Fréttabréfið hefur ekki heyrt um að kirkjugarð- ar séu teknir í fóstur hér á landi, en sjálfsagt mundi það bjarga miklum verðmætum, sérstaklega ef heimamenn sæu um að hreinsa og lyfta steinum. Samkvæmt Þórsteini mun þó vera afar sjaldgæft að gömlum steinum sé hent, og óþekkt að þeir séu muld- ir niður, eins og víða gerist erlendis. En rnörg leiði Fjöldi legsteina verður forgengileikanum að bráð nema eitthvað sé að gert. Hér er verið að lyfta gömlum steini og bjarga honum úr klóm gleymskunnar. Liggjandi steinar eru oft þaktir mosa og íslenska grágrýtið, sem algengast er á leiðum alþýðunnar, er blöðrótt og veðrast mun hraðar en granít og gabbró sem oft prýðir grafir fyrirfólksins. (Ljósmynd Guðfinna Ragnarsdóttir) hafa eðlilega horfið í aldanna rás þegar legsteinar sökkva í mold og gróður, þegar kynslóðirnar renna fram, minningarnar dofna og þekkingin dvín. Skráning í Svíþjóð I Svíþjóð hófst mikið átak í varðveislu legsteina sum- arið 1979. Það var félagið Genealogisk Ungdom í Gautaborg sem hóf starfið, en það hefur frá 1987 ver- ið á ábyrgð Sænska ættfræðifélagsins eða Sveriges Sláktforskarförbund. Starfið byggir á sjálfboðaliðum sem taka kirkjugarða í fóstur. Hingað til hafa 57 000 legsteinar verið skráðir, flest- ir þeirra eru frá því fyrir 1900. Markmið átaksins er að varðveita þær upplýsingar sem á steinunum standa. I grein sem ber nafnið Gravstenarna ska rdddas till eftervarlden í blaðinu Slákt Historiskt forum seg- ir að umhirðu gamalla legsteina í Svíþjóð sé mjög ábótavant. Þeim sé stillt upp við kirkjugarðsvegginn og síðan keyrðir burt og brotnir. Þetta eigi ekki aðeins við um nýlega steina, steina frá 20. öld, sent búnir eru til í verksmiðjum, heldur eigi þetta líka við um margra alda gamla steina sem bera ómetanlegar áletranir og sýna þar að auki handbragð liðinna kynslóða. „Skyldi það koma í minn verkahring að lagfæra leið- ið hennar langalangalangömmusystur minnar, Þuríðar Vigfúsdóttur, sem ól Sigurbjörgu Guðbrandsdóttur langalangömmu mína upp? Langamma mín, Björg Þuríður, sem ég kynntist vel, hét í höfuðið á Þuríði“. Skyldi hann Garðar Ingvarsson, 12 ára, vera að hugsa þetta þar sem hann stendur við leiði Þuríðar, sem fædd var 1827 og lést 1919. (Ljósmynd Guðfinna Ragnarsdóttir) http://www.ætt.is 19 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.