Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2010, Síða 24
FRÉTTABRÉF
^tTTFRÆÐIFÉLAGSINS
Ármúla 19, 108 Reykjavík, Heimasíða: http://www.ætt.is, Netfang:aett@aett.is
Nýr opnunartími
Þjóðskjalasafns
Á vetrartíma 1. okt. til 20. maí er lestrarsalur-
inn opinn frá mánudegi til fimmtudags
kl. 10:00 til 17:00 og á föstudögum
kl. 10:00 til 16:00.
Á sumartíma frá 20. maí til 1. okt. er lestrarsal-
urinn opinn frá mánudegi til fimmtudags
kl. 10:00 til 17:00 og á föstudögum
kl. 10:00 til 14:00.
Opið hús
Munið OPIÐ HÚS alla miðvikudaga frá
kl. 17:00-19:00 að Ármúla 19, 2. hæð.
Allir eru velkomnir með spurningar og svör,
áhuga og gott skap. Þar er margt spjallað og
alltaf heitt á könnunni. Munið að þar eru sér-
fræðingar á hverju strái sem elska að tala um
ættfræði og veita fúslega aðstoð.
Nýtið ykkur bókasafnið, tölvurnar og forritin
sem hafa að geyma ótal ættartengsl. Komið og
kíkið í nýjar ættfræðibækur.
Bóksalan er opin á sama tíma og Opið hús. Það
gengur óðum á hin ómissandi manntöl og þau
eru á góðu verði.
STORLÆKKAÐ
VERÐ Á MANNTÖLUM
Nú er lag að kaupa manntölin. Þau eru aðeins til í
takmörkuðu upplagi og verða ekki endurútgefin.
Mörg hefti og bindi eru nú þegar uppseld. Ákveðið
hefur verið að stórlækka verðin á manntölunum svo
allir geti eignast þessi bráðnauðsynlegu hjálpartæki
við ættfræðirannsóknir.
Tilvalið er að gefa jafnt ungum sem öldnum
manntöl í afmælisgjafír.
Verðskráin lítur svona út:
Manntal 1910
1. bindi: Vestur-Skaftafellssýsla, 1.000 kr
2. bindi: Ámessýsla, 2.000 kr
3. bindi: Rangárvallasýsla, 2.000 kr
4. bindi: Gullbringu- og Kjósarsýsla, 2.000 kr
5. bindi Reykjavík 1 og 2, 8.000 kr
Manntal 1845
1 .-3. bindi 1.000 kr hvert bindi
Manntal 1816
6. hefti 500 kr (allt sem til er)
Manntal 1801
3. bindi Norður- og Austuramt 1.000 kr (allt sem til
er)
Hægt er að fá þessi manntöl á skrifstofu félagsins
Ármúla 19 á Opnu húsi sem er alla miðvikudaga
kl. 17:00 - 19:00. Einnig má panta þau í síma
867-4347 eða í tölvupósti á netföngunum aett@aett.
is og gudfragn@mr.is.
LAUGARDAGSFUNDUR í OKTÓBER
Laugardaginn 23. október verður Opið hús á skrifstofu Ættfræðifélagsins, Ármúla 19, á 2. hæð, milli klukkan 14:00 og 16:00.
Allir eru velkomnir með sín áhugamál, með spurningar og svör, fróðleik og spjall. Kaffi og með því á boðstólum. Mætum
sem flest!
Nóvemberfundur
Fimmtudaginn 25. nóvember verður haldinn félagsfundur kl. 20:30 í húsi
Þjóðskjalasafnsins að Laugavegi 162,3. hæð Reykjavík.
Dagskrá: Jón Torfason: „Um annál Hallgríms djákna“.
Annállinn tekur yfir árin 1801-1834. Hann erekki bundinn við Húnaþing,
þótt Hallgrímur hafi búið þar, heldur landið allt. Þá er ýmislegt úr erlend-
urn blöðum sem er forvitnilegt og sýnir að menn voru ekki bara að hugsa
um Island heldur allan heiminn á þessum árum.
Kaffi og spjall ^3 ^3 ^3 ^3
Þorgils Jónasson
Kambaseli 44
1 ()U Rpvkiíivík
-i- \j y x vv y ivj avnv