Landneminn - 26.06.1953, Blaðsíða 1
9. tbl.
26. J C N t 1953
7. árg.
BURT MEÐ ERLENDA HERINN!
ENGAN INNLENDAN HER!
— eru vígorð íslenzkrar œsku
íslenzk œskaí
A sunnudaginn kemur, hinn 28. júni gefst þér tœkifœri til að refsa þeim þjóðsvikur-
um, sem hleypt hafa bandaríska hernum inn í landið og koma í veg fyrir áform þeirra
um stofnun innlends hers.
Á sunnudaginn kemur þurfa hernámsflokkarnir að fá þau málagjöld, sem þeim
eru makleg, og þann dag þarf hinni þjóðhollu fylkingu Sósíalistaflokksins og andspymu-
hreyfingarinnar að vaxa svo styrkur, að unnt verði að hindra frekari þjóðsvik.
Dvöl erlenda hersins í landinu stefnir hamingju þinni í voða. Þú átt að varðveita menn-
ingararfinn, tunguna og öll okkar þjóðlegu einkenni, þú átt að gceta landsins, gœða þess
og hagsœldar, en í tvíbýli við erlent herlið í landinu, sem er rétthœrra en þú, er vand-
inn sem fylgir því að vera uppvaxandi íslendingur margfalt meiri en áður. Líf þjóðar-
innar og framtíð er í þínum höndum. >
Dvöl erlenda hersins og hernaðarframkvœmdir hans fœra allt efnahagskerfi lands-
ins úr skorðum og í nánu samstarfi við forkólfa yfirstéttarinnar er verið að gera Is-
lendinga að nýlendubúum að nýju. Þar með á að eyðileggja alla þína framtíðardrauma
um fagnandi þátttöku í eðlilegu athafnalífi og farsœlu þjóðlífi á okkar kœra landi.
Áformunum um innnlenda herinn er stefnt gegn þér. Innlendi herinn verður stofnaður,
ef þú gœtir þín ekki í þessum kosningum. Ákvörðun er þegar tekin, og
hún verður framkvœmd eftir kosningar. Hlutverk hersins verður að halda
verkalýðnum í skefjum og brjóta á bak aftur þá andspyrnuhreyfingu
gegn hernámi landsins, sem skapast hefur hin síðari ár. Þá verður þú
kvödd til vopna og þér verður sigað á meðbrœður þína eins og hvítliða-
skrílnum 30. marz 1949. Þeirri ógœfu verður þú að forða og þar við ligg-
ur heiður þinn og manndómur.
Þú verður að gera þér grein fyrir mikilvcegi og þýðingu þessara
kosninga. Og þú verður að vita, að þú ert voldug og sterk. Þú getur
ráðið úrslitum í kosningunum, ef þú fylkir þér um Sósíalistaflokkinn.
Sósíalistaflokkurinn er eini flokkurinn, sem af einlœgni berst gegn
hernámi landsins og innlenda hernum. Stefnumið hans eru mannsœm-
andi lífskjör hins vinnandi fjölda til handa, þroskavœnleg uppvaxtarskil-
Yrði og menntunarskilyrði unga fólksins, heilbrigt athafnalíf, sem bygg-
lst á skynsamlegri hagnýtingu auðlinda og vinnuafls þjóðarinnar, frjálst
°9 fullvalda ísland.
Þessvegna hlýðir þú kalli íslands og k ýst Sósíalistaflokkinn.
Hinn 30. marz 1949 var
Islenzka þjóðln barln lnn
I Atlantshafsbandalaglð. Tll
barsmjðarinnar var notað
kylfulið Heimdallar, sem
nazistlnn Olafur Pétursson
haíði æft vel og lengi.
Kylíuliðíð óð áíram í gas-
bombureyk á Austurvelll og
barði á báðar hendur. Einn í
hópnum, sem fyrir barsmíð-
inni varð, var hinn vin-
sæll útvarpsbulur Jón Múii
Árnason. Seinna varð hann
sakir ljúgvitna dæmdur af
Hæstarétti i 6 mánaða fang-
elsl og sviptur borgaraleg-
um réttindum. Dóml Hæsta-
réttar verður ekkl breytt né
áfrýjað. Þess vegna hafa 28
búsund Islendlngar — þar á
meðal stór hlutur reyk-
Jón Múli
viskrar æsku — krafizt bess
að Jóni Múla og féiög-
um hans verðl skilyrðislaust
reitt full sakaruppgjöf. Bless-
aður forsetinn má ekki vera
að því að sinna slíkri belðnl,
sem hann þó birtl í kosn-
ingablaði sinu og Bjarni
Benediktsson dómsmálaráö-
herra vill ekki að sakarupp-
gjöfin verðl veitt — og þvi
fær Jón Múll ekki að kjósa
núna til Alþingis.
Reykvisk æska á að launa
valdhöfum þessar réttarof-
sóknar með þvi að neyta
þess réttar, sem Jóni Múla
er melnað að neyta, á þann
hátt að slgur Sósíallsta-
flokksins sé tryggður. Þess
vegna kýs hún C-listann.
Æskan kýs C-lisiann