Landneminn - 26.06.1953, Qupperneq 4
l*all Rergþórsson veðurfræðíngnr flytur reglulega bætti í útvarpið
um veðrið. I»eir hafa vakið almenna athygli
og hefur höfundurinn leyft Landnemanum góðfúslega að birta
eftirfarandi kafla úr einum þessara þátta
StfoernLg oerdur
rigningln tii?
egar við erum á ferð úti í rigningu og
roki, kannski óviturlega búin og illa
til reika, gleymist okkur oftast, að þessi
köldu og mörgu dropar eiga líka sína
hrakningasögu. En þegar við erum komin
inn í hlýtt og notalegt herbergi eins og
nú, getum við hugleilt í næði örlög þess-
ara litlu hnöttóltu loftfara.
Flestir hafa heyrt um svokallaða hring-
rás vatnsins í náttúrunni. Það gufar upp
úr höfum og votlendi og myndar ský, en
úr þeim fellur rigning og snjór. Úrkoman
vætir jarðveginn, vatnið safnast saman og
myndar ár og læki, sem streyma til sjáv-
ar, til upphafs síns, og ný hringrás getur
hafizt.
í gömlum goðsögnum og þjóðsögum er
oft sagt frá því, að menn og skepnur
brugðu sér í ýmis líki til aS koma hetur
fram áformum sínum, góSum eða illum.
Sumir brugðu jafnvel yfir sig huliðs-
hjálmi og gátu fariS óséðir eftir alfara-
vegum.
Einmitt þessum brögðum beitir vatnið
til að komast þessa eilífu áætlunarferð
sína. Fyrsta spölinn, frá hafinu til lofts-
ins, er það algerlega ósýnilegt. Þá er þaS
í líki lofttegundar, sem er meira aS segja
heldur léttari í sér en venjulegt loft og á
því auðvélt með að hefja sig upp í margra
kílómetra hæð. Þessi loftlegund er oft
kölluð vatnsgufa, en það er ekki réttnefni.
Vatnsgufan, sem við könnumst við úr eld-
húsinu og þvottahúsinu, er ótvírætt sýni-
leg, en þetta vatnsloft, ef svo má nefna
það, sem stígur upp úr sjónum, er tært
eins og fjallablærinn.
Þá er fyrsta þrautin leyst. Vatnið er
komið upp í loftið, en er ósýnilegt og enn
þarf margt að gerast til þess að hann fari
að rigna.
Páll
Bcrgþórsson.
Allir þekkja döggina. Hún myndast af
því að jörðin kólnar og lekur þá að vinna
vatn úr loftinu. Á kaldar gluggarúður sest
móða, glugginn grætur. Þetta sýnir okkur
tvennt. Ýmis konar efni, t.d. gler eða gras,
geta unnið vatn úr vatnsloftinu. Og þessi
efni eiga því hægara með að vinna vatnið
sem þau eru kaldari. Vatnið sjálft, t.d.
döggin, getur líka ummyndað valnsloftið
í vatn og vaxið á þann hátt.
En við ætluðum að skýra, hvernig ský-
in mynduðust. Þau eru nefnilega næsti
viðkomustaður vatnsins á hringferð þess.
Eina staðreynd er vert að hafa í huga.
Ský myndast ekki í hreinu lofti. Til þess
þyrfti miklu meira af vatnslofti en nokk-
urn tíma hefur mælzt í andrúmsloftinu.
Þetta hefur verið sannreynt með tilraun-
um.
Við getum því byrjað með að fullyrða,
að einhverjar örsmáar efnisagnir í loftinu
fari aö draga til sín vatn úr vatnsloftinu,
ef nógu mikið er af því og þær verða
nógu kaldar. Þannig myndast hinir ör-
smáu dropar þokunnar og skýjanna.
jyyjenn eru ekki á einu máli um það,
hvaða efni í andrúmsloftinu séu
áhrifaríkust um að mynda ský eða algeng-
astir skýjakjarnar. Helzt eru nefnd þrjú
efni, brennisteinstríóxið, sjávarselta og
köfunarefnissambönd, aðallega köfnunar-
efnisoxið.
Þeir sem hafa gist England, munu flesl-
ir hafa komizt í þá raun að rata gegnum
þokuna í Lundúnum eða í öðrum brezk-
um borgum og margir aðrir þekkja hana
af afspurn. Hún er illræmd fyrir það,
hversu niðadimm hún getur orðið. Hvern-
ig stendur á þessu?
Við skulum nú raða saman nokkrum
þekkingarmolum um England og vita,
hvað úr þeim verður. í fyrsta lagi: Eng-
land er eitt mesta iðnaðarland í heimi og
þar er því mikill verksmiðjureykur. í
öðru lagi: Þokan í Englandi á vanda til
þess að verða skyndilega dimmari skömmu
eftir sólaruppkomu. Það lítur sem sagt út
fyrir, að samvinna sé milli sólarinnar og
verksmiSjureyksins um að hyrgja sólina
fyrir Englendingum.
Nú er bezt að taka reykinn til alhugun-
ar. í honum er mikið af smáum kornum,
sem eru mynduð úr brennisteini og súr-
efni, svokallað brennisteinsdíoxíð. Eru
þessi korn kannski sökudólgarnir? Nei,
tilraunir sýna, að svo er ekki. En sé sólin
látin skína á þessi korn, laka þau efna-
breytingum og ummyndast í svokallað
hrennisteinstríoxið. Og það efni er haldiö
af brennandi þorsta í vatnsloft.
Þarna er fengin vísbending um, hvernig
stendur á háttalagi ensku þokunnar. Um
leið og Bretar fara að nudda stírurnar úr
augunum og sólin gægist upp fyrir sjón-
deildarhringinn, ráðíist útfjólubláir geisl-
ar hennar á brennisteinsdíoxíóið, sem um
nóttina hefur þyrlast upp úr ótal reykháf-
um, og árangurinn verður eins og áður
er getið.
Annaö efni, sem margir telja algenga
þokukjarna eða skýjakjarna, er sjávar-
seltan. Smáagnir af henni finnast í loft-
inu, jafnvel langt inn í meginlöndum.
Sennilegt er, að þessar agnir hafi þyrlast
upp í loftið í særoki og brimi og borist
síðan vísvegar með vindinum.
Þriðja efnið, sem ég nefndi áðan, og er
líka þyrst í vatnsloft, er köfnunarefnisoxíð,
en óvíst er, hvort svo mikið er til af því,
að nægi til að mynda ský og þoku, svo
nokkru nemi.
Nú mun einhver spyrja: Er þetta ekki
fullnægjandi skýring á rigningunni? Geta
þessir þoku- eða skýjadropar ekki stækk-
að svo, að þeir falli til jarðar?
Nei, veðurfærðingar eru yfirleitt sam-
mála um, að þetta sé ekki fullnægjandi
14 LANDNEMINN