Unga Ísland - 01.03.1905, Blaðsíða 5

Unga Ísland - 01.03.1905, Blaðsíða 5
ÖNOA ÍSLAND 21 en jeg skal segja yður þá æfintýri’ og bögur. l3egar þið eruð glöð og góð, gullin eldri manna, kinna berið blómstur rjóð, sem blöðin sóleyjanna, Hvarmabaugum innan í, eins og stjarna’ á heiði, litlu augun leika frí langt frá sorg og reiði. Hin, sem skæla sig af sorg svört í framan verða, þeirra fælast allir org og ásýnd blóma skerða. Leikið kát á Ijettum fót, laglega fötin berið, eptirlát með ástarhót ykkar milli verið. Óskum mót ef eitthvert sinn eldri bragnar sæma, ei má Ijóta ólundin andlits rósir skræma. Ráðið vísa eitt það er okkar fornu vina: Elska og prísa eigum vjer alla sköpunina. Barnið háa’ í Bethlehem blómgað náð og friði blessar smáu börnin, seni brúka fagra siði. Skugginn minn. (Brot) Velur sjerhver vininn sinn, sem vitið beztan metur, Skemmti’ jegmjervið skuggann minn, skrítið lagsmanns tetur. hann til gamans mjer þá meir myndir ýmsar sýnir. Hann á stundum hrokar sjer hátt sem fjallatindar, það svo undur þykir mjer, hvað þrekinn hann sig tnyndar. Við þau umskipti’ eg þenki brátt, þetta við ígrundum; svona lyptir lukkan hátt lítilrnenni’ á stundum. Rannig hrokar heimskan sjer hjegómans í vindi, en að lokum hrapar hjer hæðin öll í skyndi. Veturinn. — ísinn breiðist yfir lá undir heiði bláu, geymir neyð og frosti frá fiska seyðin smáu. Norður-loga-ljósin há lopt um bogadregin, himins vogum iða á af vindflogum slegin. Gegnum háu himins þá höfin sjáum blika stjörnur smá, þær ljósin Ijá um loptið gljá og kvika. Sem gullreimuð blæja blá breidd sje eimi viður, Ijósin streyma ofan á okkar heima niður. Margt í huga hvarflar mjer um himinbuga setur, en orð ei duga að dáðst að þjer dýrðauðugur vetur! f*egar við saman töltum tveir ^yggðavinir fínir;

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.