Unga Ísland - 01.03.1905, Blaðsíða 8

Unga Ísland - 01.03.1905, Blaðsíða 8
24 UNGA ÍSLAND eiga og daprir eru í bragði er opt dýrmætara mörgum orðum og jafn- vel að Iíta vinsamlega á þá. Hví er þessu svo opt gleymt? Af kærleiksskorti. En af honum stafar hluttekningar- og hirðuleysi um hagi annara og líðan. Kærleikurinn erupp- spretta gleði og sælu. Hver sem er ríkur af kærleika, hann er glaður og út frá honum streymir gleðin til ann- ara, sem umhverfis hann búa eins og geislar frá sólu. Hann er sól lífsins. Fráhonum stafar allur friður og lífs- næring, vöxtur ogviðhald hvers manns. Gjörum því alt, sem unnt er til þess að glæða hann og ala í brjósturn vor- um, sjálfum oss og öðrum til heilla og blessunar. Látum oss aldrei úr minni líða, að það, sem vjer viljum að mennirnir gjöri oss, það eigum vjer einnig að gjöra þeim. Heimtum eigi allt ofmikið af öðrum, en heimtum sem allra mest af sjálfum oss. Kærleikurinn er faðir ailra dygða: Vinsemdar, hluttekningar, umburðar- lyndis, hógværðar og hjálpsemi. Áti hans er lífið kalt og dautt eins og hjarnið og autt og snautt sem eyðimörk, því að hann er ekki að- eins sól lífsins, sem veitir því varma og ljós. Hann er einnig hressandi frjóregn, er svalar því og nærir. Ungu vinir mínir! ástundum því kærleika! — »Án kærleiks sólin sjálf er köld og sjerhver blómgrund föl og himinn líkt sem líkhústjöld og lífið eintóm kvöl.« Ráðning gátunnar í 1. tölublaði: Au gun. Gunna litla og: krummi. Gunna litlataldi egg- in eins og fyrir hana var lagt og varð þess eigi vör, að neitt vant- aði, því að enn voru 10 egg í hverriröð. Krumnti tekur nú 4 egg á hverj- um degi, það sem eptir er vikunnar, en lætur jafnan vera 10 í hverri röð. - Á langardags kvöldið fer kerling að huga að eggjunum og bregður mjög í brún, þegar eigi eru eptir nema 20 egg. Þó voru enn 10 egg í hverri röð og hafði krumtni þá raðað þeim þannig: Nú skildist þeim Gunnu litlu og ömmu hennar, að eigi dugði að kunna aðeins að telja ttpp að 10. Og þegar búið var að snæða eggin á sunnu- daginn, settist kerling með Gunnu litln og kenndi henni að teljaupp að 100. o o o o o o o o o o o 20 o o o o o o o o o o (Endir.) O 0 o o o o o o O 0 o o o o o o 32 o o o o o o o o o o o o o o O 0 Gátur. 1: Hver er sú braut, er enginn hefir nokkru sinni gengið, ekið eða riðið? 2: BSi JL gj 3: Jónkom inn í s— með v —, sem ! hann f — í m — sínurn; fann hann þar h —. Var hann kominn innan úr d —. Barzt þá í t — k —, er hann hafði fengið. Prentsmiðja „Frækorna".

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.