Unga Ísland - 01.05.1905, Page 3

Unga Ísland - 01.05.1905, Page 3
UNGA ISLAND 35 himininn var eigi til lengdar hreinn og heiður. Dauðinn drap á dyr hjá þeim, og sorgin og mótiætið setíist að á heimili þeirra. María litla veiktist snögglega og lagðist í rúmið. Ókleift var að ná til læknis bæði sakir vegalengdar og fjárskorts. Þau urðu því að láta guð og lukkuna ráða. Mamma hennar reyndi að hjúkra henni eptir föngum og vakti yfir henni nótt og dag kvíða- full og angurvær. Vilhjálmi litla leiddist mjög, þegar María var lögst í rúmið og hann hafði engan til þess að leika sjer við, en hann huggaði sig allt af við það, að henni mundi brátt batna og leitaðist við — eins og góðum bróðursæniir — að gjöra henni allt til gleði og ánægju í veikindunum. Svo leið og beið. Maríu versnaði og smámsaman dró af henni. Vil- hjálmur sat við rúmið hennar öllum stundum, ljek við hana og talaði um ýmislegt, er hann vissi, að hún hafði gaman af og þótti vænt um. Hann vissi, að hún hafði miklar mætur á blónium og jurtum. Þess vegna fór hann út í skóg á hverjum degi til þess að tína blóm þanda henni. Einn dag, þegar hann var úti að safna blómunt handa henni, reis hún upp allt í einu. Hún hafði þá lengi legið í nokkurs konar móki. Hún sagði við mömmu sina, sem sat við höfða- lagið hennar döpur og þreytuleg: »Mig dreymdi ósköp-fallegan draurm sagði hún. »Mjer þótti jeg vera kont- in til guðs, og ltann var svo undur- góður við mig, alveg eins og hann pabbi. Jeg var orðin albata, og jeg þóttist vera að leika mjer við englana innan um angandi blóm og rósir. Sólin skein svo skært og hlýtt og fuglarnir sungu undursætt og blítt umhverfis okkur. Mjer hefir aldrei liðið jafn vel á æfi minni. Jeg get ekki lýst allri þeirri sælu og dýrð, sent þar var. En svo vaknaði jeg, og nú veit jeg, að þetta var að eins draumur, og jeg er enn þá eins veik og áður. Heldurðu mamma, að jeg fái ekki bráðum að deyja og komast til guðs, svo að mjer batni? Mjer er svo ósköp illt núna.« »Jeg veit það ekki, barnið mitt,« svaraði móðir hennar og tárin hrundu niður á saumana hennar. Svo lagðist Marfa jitla út af, lokaði augunum og sofnaði. Eptir litla stund kom Vilhjálmur heim með stóran, angandi blómvönd. Hann gekk að rúminu hennar, lagði blómvöndinn á brjóstið á henni og s?gði glaður í bragði: »Sjáðu, elsku María mín! finndu ilminn af blómunum mínum, þjer hefir allt af þótt svo ósköpvænt um blessuð, fallegu blómin og sagt, að þú vildir deyja nieð þau á brjóstinu. Nú er jeg kominn með þau, sem þjer þykir langvænst um.« En María svar- aði engu. Hún svaf vært og rólega, hvít eins og hvítasta liljan í skógin- um, köld eins og vetrarmjöllin á ísnum, og þögul og hljóð eins og haustnæturþögnin uppi á öræfun- um. Vilhjálmur vissi eigi, hvað hann átti af sjer að gjöra. I þessum vandræð- um sínum leitaði hann til mömmu sinnar. Hún var vön að ráða fram úr öllum vandkvæðum hans. Pá sá hann, að hún var að gráta og flaug strax upp um hálsinn á henni, og spurði, hvað gengi að henni, og hvers vegna María svaraði sjer ekki eins og hún væri vön. Systir þín erdáin«, svaraði mamma hans. Nú er henni batnað, og líður betur en hjá okkur. »Fáum við þá aldrei að finna hana íramar*? spurði Vilhjálmur. »Jeg get

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.