Unga Ísland - 01.05.1905, Qupperneq 5

Unga Ísland - 01.05.1905, Qupperneq 5
UNGA ÍSLAND 37 drepa sjer niður á ný. Þetta láta pær ganga koll af kolli, unz þær taka sig upp með öllu, kveðja byggð og bæ, æskustöðvarnar og átt- hagana og liverfa hnípnar og hljóðar út yfir hafið. Mjer þykir vel við eiga að setja hjer tvær vísur um Lóuna, undurfallegar og hugljúfar eptir Jónas Hallgrímsson skáld. Þær hljóða svona: Snemma lóan litla í lopti btáu „dirrindí“ undir sólu syngur: „Lofiö gœzku gjafarans! gramar eru sveitir lands, fagur himinhringur.“ ,JeS á bú i berjamó, börnin smá í kyrrð og ró heima í hreiðri biða; mata’ jegþau afmóðurtryggð, maðkinn tini þrátt um byggð eða flugu friða." HREIÐRIÐ MITT. Eptir Þorstein Erlingsson. Þjer frjálsi er að sjá, hve jeg bólið mitt bjó, ef börnin min smáu þú lœiur i ró; þú manst að þau eiga sjer móður; og ef að þau lifa, þau syngja þjer söng um sumarið bliða og vorkvöldin löng — þú gerir það, vinur minrí góður. Músarrindillinn. Músarrindillinn er minnstur allra fugla hjer á landi, og eru að eins til tveir fuglar jafn- litlir í allri Norðurálfunni. Hann á heima um alla Norðurálfu, vestur- hluta Austurálfu og nyrðri hluta Suðurálfu. Hann er móbrúnn að lit og um þrjá og hálfan þumlung að lengd, frá nefbroddi og aptur á stjelsenda. Stjelið er heldur stutt og rís upp. Hann gjörir hreiður sitt úr strá- um og mosa af mjög miklum hagleik, og fóðr- ar það innan mjúkum smáfjöðrum. Hann verp- ur í maí og á sex til átta egg, örlítil, hvít að lit, með Ijósrauðum smádeplum. Söngur hans er einkar viðfeldinn, þótt hann sje ekki fjölbreytilegur, og syngur hann jafnt sumar og vetur. — Á myndinni sjest hreiðrið hans og ungarnir á grein fyrir utan það. Hann er að mata þá á flugu, er hann hefir veitt, og þeir sperra allir upp litlu ginin í einu. Leir eru mjög gráðugir, og þurfa mikið að jeta. En hann er ötull í aðdráttum og fengsamur, og lætur þá ekki mat skorta. Lað er gaman að standa í nánd við hreiðr- ið hans og sjá, hvernig hann elur upp börn- in sín og venur þau. Þó má enginn vera of nærgöngull við hann, nje handleika börnin hans í bólinu, því að þau eru veikbyggð og viðkvæm og þola ekkert. hnjask. En öllum or frjálst að neyta augna og athyglis eptir vild, og nema hýbýla- og lifnaðar-háttu hans. — Lærið og festið í minni fallegu vísuna hans Þorsteins urn hreiðrið. Tóan og storkurinn. (Dæmisaga.) Einu sinni bauð tóa storki til miðdagsverðar. Hann þá boðið og kom til máltíð- arinnar að ákveðnum tíma. Borð voru settfram og mat- urinnborinn. Núvarseztundirborð. En af glettum við storkinn, hafði tóa eigi annað til matar, en lapþunna súpu í stóru, grunnu trogi. Tóu veitti ljett að háma í sig alla súpuna á svip- stundu, og sprengfyllti sig. En stork- urinn hefir mjótt nef eins og kunn-

x

Unga Ísland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.