Unga Ísland - 01.05.1905, Síða 6
38
UNGA ÍSLAND
ligt er, því varð honum örðugt um
snæðinginn og stóð jafnsvangur upp
frá borðinu, eins oghann settist nið-
Ur. Tóa ijet sem sjer þætti þetta mjög
leiðinlegt. Hún fór mörgum orðum
um það, hversu mikil kræða stork-
urinn væri. Honum hefði víst ekki
getizt að matnum, enda hefði hann
ekki verið eins góður og vel tilreiddur
eins og skyldi, og honum væri sam-
boðið.
Storkurinn ljet sem hann heyrði
eigi afsakanir tóu og fleðulæti, en
bað hana mjög auðmjúklega að gera
sjer þann heiður og ánægju að heim-
sækja sig næsta dag og borða hjá
sjer miðdagsverð.
Þessu hafði tóa sízt búist við, en
ljet sjer þó eigi bilt við verða, þakk-
aði boðið mjög kurt.islega og hjet
ferðinni.
þegar tóa kom dag-
inn eptir í heimboðið,
var allttilreiðu. Ilminn
af rjettunum lagði um allt herbergið og
hugði tóa sjer því til hreyfings og
hjet að gæða sjer eptir föngum á því,
sem fram yrði reitt.
Nú er matur á borð borinn, bæði
mikill og góður. Storkurinn var kurt-
eis og stimamjúkur eins og góðum
gestgjafa sæmir. Hann bað tóu vel-
virðingar á því, hversu viðbúnaður
allur væri fátæklegur og vistir af skorn-
um skamti. Kvað hann það ólíkt
veitingunum hjá henni daginn áður.
En tóunni urðu krásirnar augna-
matur einn, því að svo var ílátið háls-
mjótt, að hún fjekk að eins sleikt um
opið á því og gleypt gufuna. Var
það henni skapraun mikil og vöknaði
henni um augun sökum ílöngunar.
Storkurinn tók óspart til matar síns
og át með beztu lyst. Því fór svo
fjarri að þrengd ílátsins yrði honum
til fyrirstöðu. Hann kom leikandi
nefinu og jafnvel öllum hálsinum of-
an í það. — Þegar tóa sá, að þessi
ferð mundi eigi til fjár verða, kvaddi
hún storkinn kurteislega. En jafn-
framt Ijet hún þess getið, að eigi láði
hún honum, þótt hann hefðibeitt sig
þessum brögðum, því að jafnan væri
auðveldari eptirleikurinn, og hjer hefði
að eins komið krókur á móti bragði.
-----------------
Bimbo.
[Niðurl. ]
Þegar hún kom út úr hallargarðinum,
iók hún á rás, en varaðist að verða á
vegi hermannanna eins og hún kunni.
Hún hafði allan hug á því að komast
sem allra lengst í burt frá höll hertoga-
frúarinnar. Er hún þóttist þess vís, að
hún væri sloppin úr hættunni, og henni
yrði eigi veitt eftirför, hægði hún á sjer
og varp mæðinni. Hún litaðist nú
um, hvar hún mætti setjast niður og
hvíla sig, svo að lítið bæri á. Sá hún
þá, að lnín var stödd við handrið á liúsi
nokkru. Skreið hún inn undir það, lmipr-
aði sig niður með Bimbo í fanginu, og
steinsofnaði. —
Nokkurri stundu síðar hrökk hún upp
við urrið í hundinum, og heyrði þá
mannamál og skóhljóð skammt frá sjer.
Hún varð dauðhrædd og stökk á fætur.
Dagurinn var nýrunninn upp og það var
að byrja að birta. Mína neri stýrurnar
úr augunum á meðan hún var að átta
sig á því, hvort hún væri vakandi eða
sofandi, svo undarlegt virtist henni það,
sem fyrir hana bar.
Gatan var full af fólki, sem líktist meir
vofum, en mönnum. A'lannfjöldinn þok-
iðist áfram smátt og smátt með harki og
hávaða. í þessum einkennilega hóp, voru
gamalmenni, konur og börn, skinhoruð
og torkennileg af hungri og eymd, rifin
og tötraleg. Konungurinn hafði leyft
þessum Iýð að fara burt úr borginni.
; Sögurnar, sem gengu af harðærinu og