Unga Ísland - 01.05.1905, Qupperneq 7
UNGA ÍSLAND
39
eymdinni í borginni, höfðu fengið svo
mikið á hann, að hann hafði látið það
boð út ganga, að hver sá maður, er eigi
væri vopnfær, mætti óhultur fara sinna
ferða, hvert á land, sem hann vildi. þús-
undir manna tóku þessu mannúðlega
boði tveim höndum. Og þetta fólk var
nú á leiðinni út að borgarhliðinu, sem
átti að hleypa því út um.
Mína stóð eins og agndofa og hleraði
eftir orðum manngrúans, ef hún kynni
að komast að einhverju endilegu. Og
þegar húri loksins komst að raun um,
hvað hjer var á seyði, slóst hún í för-
ina og fylgdist með þessum veslingum
út fyrir borgarmúrana til herbúða kon-
ungsins.
Hinrik konungur sat á Brún sínum,
mesta gæðingi, fyrir framan herbúðir sín-
ar. Umhverfis hann fylkti sér riddara-
liðið. Hann kenndi auðsjáanlega í brjósti
um borgarbúana, sem fram hjá fóru, saman-
skroppnir af hor og hungri. Legar hann
var að horfa á þessar beinagrindur, sem
virtust vera að fylgja sjálfum sjer til graf-
ar, hneig barn eitt niður í hópnum og
Iá þar meðvitundarlaust. Um Ieið stökk
lítill, hvítur loðhundur úr fangi þess
— eins og hann kæmi úr barminum á
því — og fór að sleikja það í framan.
Pá var eins og allt í einu færðist líf og
fjör í þessa hungruðu aumingja og þeir
leituðust allir við að hremina litla rakkann,
en hann smaug úr greipum þeim, þaut
eins og elding gegn um mannþröngina
og nam loks staðar undir kviðnum á
hesti konungsins. Hann hafði um háls-
inn gujlmen, og vakti það athygli kon-
ungs. Hann bauð því einum riddaranna
að ná hundinum og koma með hann til
sín. Og þegar hann skoðaði betur háls-
menið, sá hann, að í það var grafið fanga-
mark hertogafrúarinnar frá Montmoreney.
Meðan þessu fór fram, var Mína litla
röknuð úr öngvitinu. Pegar hún kom
auga á hundinn, hljóp lnín til konungs-
ins og bað hann hágrátandi að skila sjer
hundinum. Tár hennar og kveinstafir
vöktu meðaumkun konungsins. Hann
spurði hana ítarlega um hundinn og
hagi hennar. Og, er hann frjetti, hversu
mikið hún hafði lagt í sölurnar til þess
að bjarga lífi hans, þá veitti hann henni ásjá.
í föruneyti konungs var hershöfðingja-
kona ein og fól hann henni að sjá um
Mínu og Bimbo.
Petta varð heillaríkur atburður í lífi
Mínu, og upp frá þvf varð æfi hennar
ánægjulegri og sælli. Hún fjekk bezta
uppeldi og átti Bimbo alla æfi síðan unz
hann ljezt nálega blindur í hárri elli.
Leikar úti við
ii.
Tóuleikur.
Fyrst er markað glögglega leiksvið allvítt og
eru leikendur: tóa, smalamaður og lömb. í
upphafi leiksins stendur tóa á miðju svæðinu,
og gaggar tfu sinnum. Síðan þýtur hún af
stað og fer að elta löinbin. Ef hún getursnert
þau, þá eru þau dauð og verða að fara út fyrir
leiksviðið. Smalinn á að verja lömbin og þvæl-
ast fyrir tóunni, en ekki má hanu takast á við
hana með höndum, en bregða má hann fæti,
ef hann vill. Hvorki má tóa nje lömb fara út
af leiksviðinu, þá eru þau dauð. Þá eru leiks-
lok, er tóa hefir náð öllum lömbunum og verð-
ur sá tóa í næsta leik, er síðast náðist, en
smali sá, er síðast var tóa.
III.
Fuglaleikur.
Lítið svið er afmarkað, sem heitir borg, og
og er konungur á því með fugla sína. Heita
þeir allir ákyeðnum nöfnum svo sem: lóa
spói, tjaldur, kjói o. s. frv.
Kippkorn utan við sviðið eru sett merki,
þrjú eða fjögur, sitt í hverri átt. Aðkomu-
maður kemur til konungs og biður hann um
fugla. Konungur gefur honum kost á því, ef
hann geti nafns einhvers þeirra og nái hon-
um síðan. Nú fer komumaður að geta og ef
hann nefnir einhvern fuglinn, þá hleypur sá á
stað sem örskot að einhverju markinu og það-