Unga Ísland - 01.07.1905, Blaðsíða 3

Unga Ísland - 01.07.1905, Blaðsíða 3
UNGA ÍSLAND 51 leikar á endanum að ])au ríkin lutu í lœgra Iialdi, er hata vildu þræla- haldið. Nú er þrælasölu og þrælahaldi hætt algjörlega, e n s k ö m m i n og vanvirð- an mun aldrei af þessum þjóðum þveg- in, er þær hafa bakað sér með jafn- grimmilegu og mannúðarlausu atferli — Frelsið og almennur mannréttur er allra eign og það hefir eingin einstak- lingur uje þjóð rjett til að skerða. Munið vel að halda fast á frelsi ykk- ar og réttindum alla a>fi og neyta hvoru- tveggja með stillingu og hyggindum, ])egar þið verðið fullorðin. Enginn hlutur er dýrmætari frelsinu, andlegu og likamlegu sjálfstæði. Fyrir það hafa einstakir menn og heilar þjóðir lagt líf og blóð í sölurn- av alt fram á þenna dag. — Haldið þið, að aumingja svertingjun- 'ini hafi eigi þótt æfin ill í ánauð sinni? Hversu sárt hafa þeir saknað frelsisins og heitt og innilega þráð átthaga og œttjörðina ? Mormorqun. Nú lít jeg dagshrún efst við austurfjöll °R árdagsgéislar vekja blómin smáu. En daggarperlur glitra um grænan völl °S geislar speiglast hafs i djúpi bláu. Nn lifnar alt, sem lá í værum blund °8 lifið gjörvalt öðlast vorsins frelsi, ei' hefja fuglar fagran söng í lund, noerfinst jeg kasta vetrar þrældóms helsi. því fegra ekkert finn eg jörðu á se|n langar hugann eins og morgun- stundin. andi minn hann hefst til hæða þá, °i' hlýir gei.-lar verma dal og sundin. vordagssólin færir líf og ljós °8 h'fgar lrækorn þau er dulin láu. Úr grýttum jarðveg sprettur rós við rós og réttir koll mót himins hveli bláu. Jóhannes Friðlaugsson. Mörgum börnum þykir gaman að myndum og sögum af öpum. Það er heldur engin furða, því að margar skrítnar sögur ganga af þeim. Þeir eru skynsamir og sumir þeirra herma allt eftij-, sem þeir sjá fyrir sjer. Þeir eru líkastir mönnum allra dýra. Margt er sagt frá öpum og eftirherm- um þeirra. Ein sagan er þessi: Maður var á ferð í Austurlöndum og seldi varning sinn. Meðal annars hafði hann húfur, rauðar að lit og mátti íletta þeim niður fyrir andlitið. Hann var gangandi, en leið hans lá um skóg og hiti var mikill um hádaginn. Ohægð- ist honum nú ferðin og réð hann af að leggjast til svefns undir tré einu. Tók hann þá eina húfuna og fletti nið- ur til þess að sólbrenna ekki. Að því búnu lagðist hann til svefns og svaf nú um stund. Þegar hann vaknaði aftur sá hann, að húfurnar vóru horfnar, og þótti honum það heldur en ekki hnapphelduskaði. Tók hann nú að svipast um og var gramur mjög. Nú tekur hann eftir því að uppi í trjánum í kring vóru apar og höfðu þeir húfur flettar niður eins og hann. Þekkti hann þar aftur húfur sínar og varð nú hálfu gramari en áður. Reyndi hann nú með öllu móti að ginna apana of- an, en það tókst ekki. Þá varð hann fokvondur, þreif af sér húfuna og kast- aði frá sér og hugsaði með sjer, að bezt væri að hún færi þá sömu leið- ina. En þegar aparnir sáu ]iað rifu þeir af sjer húfurnar og hentu þeim niður, svo að eigandinn fekk* þær aftur. Þessi saga er til merkis um eftir-

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.