Unga Ísland - 01.07.1905, Qupperneq 6

Unga Ísland - 01.07.1905, Qupperneq 6
54 UNGA ÍSLAND sprungu. Greiddi grasið og birkihrísl- urnar sundur, þar sem þær voru vaxn- ar yfir afföllin og sprungurnar í bakk- anum. Einhversstaðar þar hlant and- arhreiðrið að vera. Aldrei þessu vanl sá hann hvergi öndina, en stegginn synti spakur og rólegur á ánni. Á einum stað var stór spilda sigin niður. Sprunga var þar i milli og þéttlaufg- aðar birkihríslur breiddu Iim sitt yfir opið. Þar hlaut andarhreiðrið að vera ef það væri nokkursstaðar í árbakkanum. Hann læddist á tánum fram á bakk- ann. Svo skygndist hann um og liler- aði, en sá ekkert nje heyrði. Áin nið- aði bægt og bljótt, lygn og djúp við bakkann. Hann bjelt niðri i sjer and- anum og hjartað barðist ótt og titt af sárri eptirvæntingu. Loksins kom bon- um ráð í hug. Hann kastaði sjer endi- löngum yfir sprunguna. Bjarkgreinarn- ar lögðust niður eins og mjúk ogklökk fjöður. I sömu svipan flaug einhver skepna í fang honum. Þarna hafði hann þó loksins veitt öndina. Hún flaug upp af eggjunum dauðhrædd og barðist um af öllum kröptum til þess að sleppa úr greipum hans. Hann lagði að henni litlu hendurnar jjjett'og fast og hjelt henni dauðahaldi. Siðan reisti hann sig upp með gætni, virti bana fyrir sjer sigri hrósandi og skoðaði í krók og kring. Nú átti hún ekki að sleppa. Svona mikið happ hafði honum aldrei viljað til. Hann hlakkaði til að sjá eggin, telja jiau og tína upp úr hreiðr- inu og raða þeim í húfuna sína. Hann flaug í einu vetfangi í huganum heim til mömmu sinnar, kastaði öndinni fyr- ir fætur henni og sýndi henni öll egg- in, — andareggin drifhvít, stór og gljáandi. Mamma hans horfði glöð og bros- andi á drenginn sinn, klappaði honum á glókollinn og dáðist að því, hversu heppinn bann var og fengsamur. Hon- um fannst hann allt í einu orðinn svo stór og mikill maður eins og hetjurnar sem hann hafði lesið um í Islendinga- sögunum. Honum þótti sem hann væri norrænn víkingur, sem sigldi um Sæinn á mörgum knörrum með hrausta drengi í víkingu. Hann þóttist eggja menn sína til hraustlegrar framgöngu og drengilegrar varnar og vægja engum fyrr en sigur væri fenginn. Siðan þóttist hann taka menn og skip herfangi og sigla heim á mörgum skipum með fá og frægð og frítt föruneyti. Hann stóð sjálfur í stafni og stýrði fremsta drekanum með gapandi höfði og ginandi trjónu og allur flotinn skreið á eptir fyrir fullum seglum að fóstur- jörðu. Allt í einu hrökk hann upp afþessu draumflugi. Hann hafði linað takið, önd- in fann ])að og brást við. Hann var nærri því búinn að missa hana. En nú rankaði hann við sjer. Ondin skalf og titraði í höndunum á honum eins og hrísla. Augun ætluðu út úr vesl- ings dýrinu af ótta og skelfingu. Hjart- að barðist í brjóstinu eins og jiað ætl- aði að springa. I sömu svipan varð honum svo und- ur þungt um hjartað. Öll gleðin og sigurdýrðin var horfin á svipstundu. Hann vorkenndi svo dýrinu og fannst ]»að svo sakleysislegt og góðlátlegt að eigi mætti því mein gera. Það dró svo þungt andann, flóttalegt og kvíðafullt. Nú minntist hann þess að mamma hans hafði einmitt sagt honum og lagt ríkt á við hann að vera góður við all- ar skepnur og gera þeim ekki niein. Hún hafði sagt, að þær hefðu skyn- semi og tilfinningu eins og mennirnir, þótt því væri ef til vill öðru vísi farið, ]>að gerðu engir góðir og drenglyndir menn þeim illt að raunalausu og gamni sínu. Á einni svipan þuldi hann þetta allt upp í

x

Unga Ísland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.