Unga Ísland - 01.01.1909, Síða 5

Unga Ísland - 01.01.1909, Síða 5
UNGá ísland. 3 Styrktarmenn Unga íslands. forkell Erlendsson. Öllum, sem vænt þykir um Unga ís- land, verðurað þykja væntum styrkt- ar menn þess. Dugnaði þeirra er það að þakka að blaðið getur boðið þau miklu hlunnindi er því fylgja. U. ísl. Porkell Erlendsson. flytur við og við myndir af þeim sem skara fram úr og kemur þá Þorkell Erlendsson frá Fremstagili í Langa- dal. Hann er fæddur 23. ágúst 1890 á þeim bæ og hefur verið þar hjá foreldrum sínum, en er nú nemandi í gagnfræðaskólanum á Akureyri. Hann útvegaði 41 nýjan kaupanda að blað- inu 1907 og hlaut að verðlaunum vandað vasaúr. Hann hefur einnig leyst verðlaunaþrautir og haft mikinn huga á að greiða fyrir blaðinu sem bezt. Aftur á móti liefur svo illa og ómaklega viljað til með þennan góða vin vorn, að hann hefur lítið fengið af verðlaunum þeim, sem honum báru. Þetta verður raunar bætt und- ir eins og samgöngur batna og hann beðinn mjög velvirðingar á drættin- um. Sjeu fleiri, sem vanta verðlaun sín gjöra þeir blaðinu mikinn greiða með þvi að segja til þess sem fyrst. Blað- ið vill standa í skilum. — Það hefur skipt um afgreiðslustað þrisvar á einu ári og útgefandinn verið á ferðalagi erlendis. Auk þess hafa bæði útgef. og afgreiðslumaður orðið að hafa störfm við blaðið í hjáverkum. Þetta veldur því,að fyrir geta komið vanskil á verðlaununum. — En þetta stendur til bóta. Eptir því sem kaupendur fjölga verður liægt að leggja meiri tíma fram lianda blaðinu og nú fjölgar kaupendum árlega um rneir en liálft þúsund. Bestu þakkir öllum styrktar- mönnum blaðsins. Bi'jefaviðskipti. Blaðið vildi mjög gjarnan standa í brjefaviðskiftum við kaupendur sína, en enn sem komið er, hefur ekki orðið .komist yfir að svara nerna litlum hluta af brjefum þeim, sem blaðinu berast liundruðum sam- an. Kæru vinir, takið þetta ekki illa upp, er þið þekkið ástæðurnar og vilið ekki fyrir ykkur að skrifa uftur ef að þið hafið áhugamál fram að bera. Georg Wasliiugton og íleira frá fyrra ári kemst ekki að vegna rúm- leysis í blaðinu að þessu sinni. Býflugur.* [Grein pessi er ágrip af ritgerð eptir Gaston Bonnier, franskan háskólakennara í grasafræði; hann er meðal frægustu grasafræðinga Norðurálfu og fjelagi í vís- indaQelaginu franska]. Nú á dögum er margt rætt og rit- að um fjelagslif, eu í mannlegu lífi er ekki hægt að finna þess fullkomin dæmi. Meðal býflugna er aptur ágætt færi til þess að rannsaka fjelagslíf út í ystu æsar. Jeg ætla þvi að fara ’ Býflugnarækt er stunduð viða i heit- um löndum. Fiugurnar gefa af sjer liun- ang og vax. Náskyldar þeim eru hun- angsflugur hjer á landi.

x

Unga Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.