Unga Ísland - 01.11.1909, Blaðsíða 4

Unga Ísland - 01.11.1909, Blaðsíða 4
84 UNGA ISLAND. hitt leggur fram veð. Hjer má aðeins nota varir og tungu, en ekki hendur. 8. Setjast á gólfið og standa upp aftur án þess að hafa hendurnar til hjálpar. 9. Halda um sig skammarœðu og berja sig. 10. Hnjekossinn. Maðurinn velur sjer konu (eða öfugt) þau krjúpa bæði á gólfið með bökin saman. Þannig eiga þau að kyssast með því að maðurinn snýr höfðinu til hægri en hún til vinstri. 11. Drekka af flösku með tappa i. Snúa flöskunni við og drekka af botninum. 12. Gefa blóm öllum sem inni eru og segja ástæðu fyrir hverri blóm- gjöf. 13. Kgssa skuggann sinn. Þá hyllist maður til að skugginn lendi á einhverri stúlkunni. 14. Kgssa þann sem manni þgkir vœnt um án þess að sjeð verði hver það er. Stúlkan kyssir alla karl- mennina eða karlmaðurinn allar stúlkurnar. 15. Prjú orðin. Maður lætur ein- hverja þrjá hvísla að sjer sínu orðinu hvern og býr til smásögu utan um orðin. 16. Likja við fugl hverri konu eða karlmanni í leiknum. 17. Gera arfleiðluskrá sina. Þá er bundið fyrir augun á hinum dæmda og hann leiddur fram á gólfið. Sá sem Ieiðir hann lætur hann heyra ýmsar hreyfingar, selbita, koss o. s. frv. og lætur hann ánafna hverjum leikanda. 18. Hefjabónorð til stúlku (eðamanns). 19. Sgngja einhverja smá blaðagrein með ákveðnu lagi. 20. Sextúr. Ef framorðið er og æskilegt að leysa mörg veð í einu, *r bundið fyrir augun á öllum veðeigendum og dansa þeir sextúr, þeim sem á horía til mestu skemtunar. Sagan um skemda eplið. Róbert litli var kominn í vondan soll, og var farinn að taka ýmislegt ljótt eftir Qelögum sinum. Föður hans var mikil raun að þessu, og hann vissi hvaðan það stafaði, en það var ekki hlaupið að því. að koma Róberl í skilning um það. Eitt kvöld kom gamli maðurinn með sex epli utan úr garði og gaf Róbert þau. Þau voru öll falleg og óskemd, en ekki meir en svo full- þroskuð, og feðgunum kom saman um að þau mundu verða enn betri við að geymast nokkra daga. Róbert þakkaði fyrir eplin og opn- aði skáp mömmu sinnar og ljet þau þar í skál, en þá tók faðir hans upp sjöunda eplið og ljet ofan á hin, og það epli var slcemt og rotið. »Þetta líst mjer ekki á« — sagði Ró- bert — »rotna eplið skemmir frá sjer öll hin«. »Heldurðu það?«, sagði faðir hans, »hver veit nema góðu eplin bæti skemda eplið?« Og svo ljet hann skápinn aftur og gekk burt. Eftir rúma viku minti faðirinn aft- ur á eplin, og þeir fóru í skápinn. En það var ekki skemtileg sjón. Góðu eplin, sem öll voru svo falleg, voru orðin skemd og rotin. »Þarna sjerðu, pabbi!« hrópaði Ró- bert. »Það fór eins og jeg spáði, að vonda eplið mundi skemma góðu eplin«. »Róbert minn«, sagði faðir hans. »Jeg hefi oft beðið þig að vera ekki í leikum með slæmum drengjum; af þeim Qelagsskap verður þú sjálfur

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.