Unga Ísland - 01.03.1912, Qupperneq 2
2
UNGA ÍSLAND
„Unga Island”
„ungmenrablað.”
Sú breyting verður nú á blaði voru
frá síðastl. nýári, að eg hefi ássett mér
að gera það að »ungmennab/aði♦ í stað
þess, er það áður var *myndablað handa
börnum og unglingum.« Vera má, að
margur ætli það vera orðbreytingu eina
og eigi meira, þar eð börn og ungling-
ar sé einmitt það, er vér köllum ung-
menni með öðru nafni, enda verður því
eigi neitað. — En fyrir mér vakir annað
meira en orðabreyting tóm, vi! eg n.yna
að skýra frá því í stuttu máli.
»Ungmenuabiað« kalla eg nú blað
vort, sökum þess, að eg ætla héðan af
að láta það starfa á þeim grundvelli, sem
sungmennafélög. vor eru stofnuð á, og
i þeim anda, sem þeim er ætlað að starfa
í til þess að ná því takmarki, sem allar
þjóðir þrá: að verða hamingjusöm þjóð
í farsælu landi. — Vil eg nú þegar geta
þess, að allmargir mætir kaupendur »Unga
ísl.« hafa minst á það við mig í bréfum,
að æskilegt væri, að blaðið hefði hinn
uppvaxandi æskulýð vorn fyrir augum
og staríaði að þroskun hans og framför-
um. Þótti mér einkar vænt um þær
bendingar, því heitasta löngun mín hefir
altaf verið sú að geta stutt að uppeldi
ísl. æskulýðs á þann hátt, er eg tel best
henta.
Þangað til í haust síðastl. hafði ég
með höndum ritstjórn *Skinfaxa« (blaðs
Ungm.félaga fslands), og hefi eg þar
borið fram ýmsar hugsanir mínar ogskoð-
anir á »ungmennamálum« vorum. Lét
eg því U. ísl. halda fyrri stefnu sinni,
sem barnablað að mestu leyti, meðan eg
hafði bæði blöðin undir höndum.
Nú hefir hin nýja sambandsstjórn U.
M. F. í. tekið við »Skinfaxa«, og heldur
hann áfram sem áður og er í góðum
höndum. Get eg nú því snúið mér
aðallega að mínu eigin blaði og látið það
flytja »huga« minn út um Iand alL
Eigi er hætt við, að »U. í.« verði of-
aukið sem ungmennablaði þó »Skinfaxi«
sé fyrir, því fyrst er það, að sjaldan er góð
vísa of oft kveðin, og svo einnig hitt,
að blöðin munu í raun og veru starfa
sitt á hvorn hátt og verða því hvert öðru
til uppfyllingar. »Skinfaxi< er málgagn
»Sambands U. M. F. í.c og flytur fréttir
af störfum þess, ræðir mál þess o. s. frv.
en »Unga /sland* mun ræða »ungmenna-
málc frá almennu sjónarmiði, hvetja og
leiðbeina og búa æskulýð vorn undir
ungmennafélagsstarfið. — Hefi eg í huga
ótal mörg »ungmennamálefni,« er mér
hefir eigi enst tími til að koma á fram-
fari, enn sem komið er. Og er þeim
flestum þann veg farið, að þau snerta
jafnt eldri sem yngri meðal þjóðar vorrar,
því skoðun mín er og liefir frá upphafi
ver.ð sú, að eigi »urigmennastarf« vort
að ná tilgangi síuum, að verða til bless-
unar landi og lýð, þá sé þess brýn nauðsyn,
að »eldra fólkið* standi mannjamt að baki
æskulýðnum og styðji hann að verki með
ráðuin og dáð. Mun eg minnast frekar
á þetta atriði síðar og benda í ýmsar
leiðir að því takmarki, sem er oss nauð-
synlegt til þjóðþrifa: samtök og samheldi!
Eigi þurfa hiniryngri kaupendur »Unga
íslands að óttast breytingu þá, er á blað-
inu verður, og munu þeir einskis í missa.
Þekki eg svo vel þroska og hugsunarhátt
íslenskra barna og unglinga, að eg treysti
mér vel að ræða jafnvel »háleit efni«
svo þau skilji vel. Enda mun blaðið
framvegisflytja myndir, gátur, sögur, kvæði
heilabrot o. s. frv. — að »Orðabeignum«
ógleymdum! Er nú »margt gott« fyri.r
höndum, sem í hann á að fara, og þarf
eigi að óttast, að hann fyllist á svipstundu!
Veit eg vel, að í huga ísl. sveitabarna
felst margt »g llkorn«, er vel á skilið að
birtast jafnvel á betri stað en í »orða-
belgnum, þó góður sé. — Og því skal
eigi leyna, að það eru ungmenni íslands
til sveita — er eg ber rnest fyrir brjósti
sökum þess, hve þau eru einangruð og
standa á ýmsan hátt miklu ver að vígi