Unga Ísland - 01.03.1912, Side 3
UNGA ÍSLAND
3
en kaupstaðabörn, er notið geta góðra
skóla, félagsskapar margskonar, íþrótta-
kenstu, bókasafna og ótal fleiri gæða, er
vér sveitabörn fórum á mis við — og
förum enn, því miður!
Ur þessum mismun vili *ungmcnria-
blað'ð* »Uuga fsland* reyna að bæta
eftir föngum. Viljinn er gógur!
Fræðibálkur.
»Esperantó.«
Að Iíkindum hafa flestir lesendur »Unga
íslands* heyrt getið um tungumálið »Es-
perantó«, því það hefir verið mínst á
það lítið eitt í blaðinu fyrir tveimur ár-
um. Og flestir munu og vita, að til er
fjöldi manna í öllum menningarlöndum
heimiins, er kenna sig við þetta mál og
nefna sig Esperantista einu nafni.
Allir Esperantistar hafa einsett sér að
keppa að sama takmarki, sem sé, að gjöra
þetta nýja mál að alheimsmáli, eða
réttara, að alþjóðalegu hjálparmáli. Og
það iítur helst út fyrir, að þeim muni
takast það, áður langt um líður.
Málið er nú orðið svo útbreitt í öðr-
um löndum, að leitun mun vera að því
þorpi, þar sem enga Esperantista er að
finna, að ininsta kosti hér í Ncrðurálf-
unni; enda er nú víða farið að kenna
það í ýmsum skólum, og þar d meðal í
barnaskólum. Og fjölmenn Esperantófé-
lög eru svo að segja í hverri borg.
Takmark Esperantista er þó ekki að
eins í því fólgið að jjöra Esperantó að
alþjóðalegu hjálparmáli, er hver vel upp-
fræddur maður læri auk móðurmálsins,
heldur hugsa þeir um fram alt að vinna
að því að koma á alheimsfriði. En þeir
halda því fram, að til lítils sé að prédika
fagnaðarboðskap friðarins, fyr en þjóð-
irnar skilji hveraðra, því hatrið, tortryggn-
in og ófriðurinn milli þjóðanna sé mest-
megnis sprottið af því, að þær eiga svo
erfitt með að skilja hver aðra.
Það er því óhætt að íullyrða, að frið-
arhugmyndin hefir orðíð til að gefa Es-
perantó-málinu byr undir báða vængi.
Og það verður hún, er framar öllu öðru
leiðir það til sigurs að lokum.
Ekkert tungumál er jafn auðlært og
Esperantó, enda er það eðlilegt, því höf-
undur þess kostaði sérstakiega kapps um
að gera það þannig úr garði, að það
yrði bæði auðlært og hljómfagurt. Og
það er víst óhætt að fullyrða, að honum
hafi tekist hvorttveggja.
En »ilt er að gera svo öllum líki«,
segir málshátturinn, enda komst höfundur
Esperantó-málsins að því ekki síður en
aðrir.
Núna fyrir fáum áruni stungu nokkrir
upp á því að breyta málinu töluvert, til
þess að gjöra það — að þeirra áliti —
enn þá auðlærðara. En þar eð allur
þorri Esperantista taldi það vafamál, hvort
breytingarnar yrðu til batnsðar, en margir
héldu því fast fram, að þær yrðu að eins
til að rífa niður það, senr búið var að
hlaða upp, þá komu þeir sér saman um
að hafna öllum breytingum. En hinir
vildu ekki hætta við svo búið og mynd-
uðu sér því nýtt mál upp úr esperantó,
er þeir nefndu »Iló« (sem eru skanrstöf-
uð orðin »!nternaciona Lingvo« o: al-
þjóðamáiið) og þar að auki endingastaf-
ur nafnorða »o«.
Áður árið var liðið, fór að brydda á
nýjum breytingartillögum með »Ilómönn-
unr«, og að lokum greindust þeir í fjóra
flokka, er sitt vildi hver, og varð það til
þess, að þeir slitu öllum félagsskap og
gáfust upp við að endurbæta málið frekar.
Á meðan llómenn áttu í sífeldunt erj-
um sín á milli, útbreiddist esperantó með
st'vaxandi hraða, enda varð Ilóhreyfingin
að eins til að þjappa Esperantistunum
betur saman, svo að um sundrung og
flokkadrátt var alls ekki að ræða.
Eftir því sein Esperantistunum fjölgaði,
uxu bókmentir þeirra að sama skapi, og
nú Iíður ekki svo nokkur vika, að nýjar
bækur komi ekki út á má!!nt! bæði þýdd-