Unga Ísland - 01.08.1912, Blaðsíða 3

Unga Ísland - 01.08.1912, Blaðsíða 3
UNGA ÍSLAND Sl nú lærl að elska Ole Bull og meta hann, eins og hann var gerður. Kom það einna best í ljós, er hann spil- aði y>Töfrahljöm i hliðuma, framúr- skarandi fagra tónsmíði sína. Þann veturinn varð liann fimmtug- ur, og var honum þá fagnað hjartan- laga hvarvetna í landinu. Meðan stóð á verstu stjórnmála- styrjöldinni árið 1860, spilaði hann í Svíþjóð, dvaldi um sumarið á Val- strönd, en fór svo í langferð um haustið og var tvö ár í burtu. Er- lendis hafði hann mætt nýjum straum- um í hljómlistinni bæði fyr og eins nú. Tuttugu ár voru nú liðin frá því, er hann spilaði í Lundúnum, en hann sýndi og sannaði þá á ný mátt sinn og veldi í öllum ríkjunum þrem- ur og hélt eigi færri en 46 hljómleika. Þá er hann kom heim . aftur til Noregs um hauslið 1862, var kona hans dáin. Þau liöfðu eigi verið hamingjusöm í hjónabandi sínu, Ole Bull og Feli- cité. Hún var frönsk kona og undi sér hvergi annarsstaðar en í París, og enga skeintun hafði hún af því að fylgjast með honum á ferðum hans. Og honum þótti hvergi heiina nema i Noregi. En úr því að hún fesli þar ekki yndi, þá leið honum heldur ekki vel þau misserin, sem þau reyndu að búa þar. Ósamræmi þetta kvaldi hana mjög, og sorg og söknuður drógu hana snemma til dauða. Heimilisástæður þeirra gerðu hann útlægan og víðförlan árum saman. Þau eignuðust 6 börn, og dóu 2 þeirra ung. Um þessar tnundir barðist hann fyrir því að koma á fót norskum hljómleikaskóla, en fékk engar und- irtektir hjá þinginu. Hann rakst þá á ný á gamla mótbyririn og undir- róðurinn. Arin 1863—67 spilaði hann á Þýska- landi, Póllandi og Rússlandi og hlaut hæði frægð og fagrar gjaíir. Sjálfur taldi Ole Bull Rússlandsför sína 1866 —67 hamingjusamasta kafla æfi sinnar. Á sumrum bjó hann á Valströnd og átti þar hamingjusama æfi hjá vinum og vandamönnum. Ogallþað, sem lifði, grænkaði og greri í kring úm hann,varð að tónum og hljómum. Veturinn 1867—68 spilaði hann á ný i Ameríku. Þar höfðu menn svift hann öllu fé sínu og meiru til, en nú tók hann aftur sinn hlut og það margfaldlega bæði í þessari ferð og síðar. Á einum vetri fékk hann um 100,000 króna í hreinan gróða með hljómlist sinni. Þá er hann um sumarið 1868 hvíldi sig heima á Valströnd, ílaug nafn hans munn af munni um þver- an og endilangan Noreg. Hann var hið fyrsta ástgoð hinnar nýfæddu norsku þjóðar. Enginn hafði birst lienni svo bjarlur og fagur né lyft henni eins hátt. Er hann kom heim ári síðar, hafði Hinrik Krohn stofnað vVeslmanna/élagiðe:, og Ole Bull var sjálfsagður í þeirra hóp. Þar spilaði hann og var djarfmæltur sem fyr á dögum. Vorið 1870 kom hann heim með gullsveiginn fagra frá San Francisco og sinn eigin fána frá vinum í New- York. Þeir höfðu sett stjörnumerkið ameríska í hornið, þar sem sam- bandsmerkið var í norska fánanum. Hinn 17. maí 1870 héngu augu allra Björgvinjarbúa við Ole Bull, er hann gekk í fylkingarbroddi »Vest- manna«, bjarlur og beinvaxinn og glaður, með fslending á hvora hönd, norska fánann fram undan sér og fána sinn rétt á eftir. Þá um haustið kvæntist hann i annað sinn, og gekk þá að eiga ung-

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.