Unga Ísland - 15.07.1913, Side 5
UNGA ÍSLAND
53
þekti ég, og þá varð ég fegin manneskja.
Og þarna var hann kominn með 40
ísuspyrður á bakinu og hafði gengið
þingmannaleið í því líku veðri frá því
um morguninn, og vaðið fönnina jafnt
og þétt upp í háls eða nef og hananú.
Gvendur: Hvar er þetta *nef-hananú«
á manneskjunni?
Gudda: Hananú, hérnanú! þar slær
aftur útífyrirþér. Æ, komdu nú, hrætötrið
mitt, og kepstu við að tína, þaugað til
húsbóndinn kallar. — — — — — —
Gvendur: Hvar má ég vera, hvar má
ég standa, hvar má ég liorta? Alt er fult
með útilegumenn, stríðsmenn og sýslu-
manninn og húsbóndann! Og svo þessi
nýi stóri maður, sem hótaði að deyða
mig, ef ég sækti ekki hana Ástu. Æ, ég
skelf á báðum beinunum. — — — —
Ásta: Hvað viltu? Hvað gengur 'að
þér, piltur?
Gvendur: Þú átt strax
að koma fram í beitarhús til
stóra, stóra mannsins. Hann
ætlar að deyða mig.
Ásta: Hvað segirðu,stóra
mann? Deyða þig?
Gvendur: Hann elti mig
ógtiar—stóri úlilegumaður-
inn og náði tnér við Trölla-
gil, en gerði mér ekkert.
Hann er eins sterkur eins
og hinn var eða sterkari.
Hann bar mig undir hend-
intú yfir ána.
Ásta: Ég skil þig ekki
drengur! Þú segir hann vilji
finna þig, hann vilji deyða
Þ'g-
Gvendur: já, farðu strax,
hann vill finna þig.
Ásta: Spurði nann þig
einskis?
Gvcndur: Jú, um mann-
inn, sem fangaður var á
grasafjaliinu, og bað mig
fyrst að ná honum.
Asta: Og hvað sagðir þú?
Gvcndur: Ég sagðist ekki geta það,
og þá sagði hann mér að sækja þig,
annars dræpi hann okkur öll og brendi
allan bæinn.
Ásta: Eru hestar nærri? Er hann í
fremri luísunum?
Gvendur: Hann er í heimari húsun-
um.
Asta: Þá í Jesú nafni! Seg þú eng-
um hvar ég er, — nei, komdu líka!
Gvendur: Æ, ég þori ekki, ég skelf,
en ég þori ekki að vera heima heldur,
þeir kunna að hengja mig t ógáti.
Skuggasveinn er alþekt leikrit eftir
Matthías Jochumsson, það er fyrsta leik-
ritið hans.
Unglingum er Skuggasveinn kunnur,
sérstaklega í kauptúnum landsins, því