Unga Ísland - 15.07.1913, Qupperneq 6
54
UNQA ÍSLAND
þar hefir hann verið leikinn ár eftir ár.
í sveitum hefir leikritið verið lesið og
er unglingum líka kunnugt þar, þótt þeir
hafi ekki séð það leikið.
Hér birtast tvær myndir úr Skugga-
sveini, frá því er hann var síðast leikinn
hér í Reykjavík.
Á fyrri myndinni er Grasagudda og
Gvendur smali og á síðari myndinni
Ásta í Dal og Gvendur smali.
Frú Stefanía Guðmundsdóttir leikur
Ástu í Dal, ungfrú Guðrún lndriðadóttir
leikur Gvend smala, en Árni Eiríksson
kaupm. leikur Crasaguddu.
H.J.
•*>
-----&-----
Kenslustund
í norskum barnaskóla.
N. N. segir svo frá í norsku blaði 7.
júní 1913: Fyrir nokkrum vikum var ég
á ferð suður í Þrændalögum. Kom ég
í skóla einn, sem ég hafði ekki komið í
áður. Bað ég kennarann að lofa mér
að sitja í kenslustund hjá sér.
Hann varð við bæn minni og sagðist
ætla að kenna móðurmál.
Nú komu börnin inn, ég sá að þau
voru 11 til 12 ára.
Sungu þau sálminn sinn, áður en kenslan
byrjaði, og þótti mér söngur þeirra fagur
Þegar úti var söngurinn, tóku börnin
upp ritæfingabækur sínar, og kennarinn
byrjaði að tala við þau.
Það sem þau rituðu, hafði aldrei verið
skrifað áður né prentað. Það var samið
þarna inni um leið.
Kennarinn stýrði samtalinu.
Börnin rituðu um snjóinn, ísinn, sólina,
— það var glaða sólskin, — um ána, er
rann um héraðið og margt, margt fieira.
Ég gekk á milli og leit á hjá börnun-
um. Þótti mér mikil furða, hve skýrt
þau hugsuðu, hve vel þau orðuðu og
hve rétt þau stafsettu.
í lok kenslustundar, sungu börnin kvæði.
Tíminn beið ekki, og ég varð að kveðja
börn og kennara.
Gaman væri að geta sagt þetta sama
um íslensk börn á 11. og 12. ári.
Það er mikilsvert að Iæra að rita móður-
mál sitt og geta börn lært talsvert af sjáfum
sér, með því að lesa góðar bækur og rit.
En mest og best hjálpa góðir kennar-
ar, og undir hendi þeirra eiga börnin
að nota tímann vel. H. J.
Oft er það sagt um hundinn, að hann
sé áleitinn og ertinn, sérstsklega við þau
dýr, sem eru honum minni máttar, en að
sama skapi huglaus, ef hann þarf að verja
sig, og það því fremur, sem hann hefir
við meira ofurefli að eiga. Og þeir menn
munu allmargir, sem telja hann aðeins
hafa góð þeffæri og að hann sé allfylgispak-
ur. Meira sjá þeir ekki. Að vísu eru það
nú helst þeir menn, sem litla eftirtekt hafa
veitt hundinum, er dæma hann þannig.
Þegar menn dæma um dýr, vitsmuni
þeirra, lunderni og háttu, verða menn að
þekkja þau vel og hafa hugfast, hvort
dýrið hefir sætt áhrifum frá manninum,
og ef svo er, hvernig þau áhrif eru. Komi
áhritin frá hendi mannsins í bága við
lifnaðarhætli dýrsins meðan það var vilt,
breytir það dýrinu mikið, og oftast til
hins verra.
Hundurinn hefir í fjölmargar aldir sætt
mjög illri meðferð af manninum. Hann
hefir heimtað af hundinum meiri vinnu,
en hann hefir verið fær um að vinna
og látið hann eiga mjög ílt atlæti.
Á allmörgum heimilum er enginn, sem
skeytir neitt um hundinn. Það er ekki
einu sinni hugsað um að sletta einhverju
í hann, en finnist mönnum hann fyrir,
dynja skammaryrðin yfir hann, og þeir