Unga Ísland - 01.01.1920, Blaðsíða 10

Unga Ísland - 01.01.1920, Blaðsíða 10
8 UNGA ÍSLAND UNGA ÍSLAND. Enn þá verður Unga ísland, eins og öll önnur blöð, að hækka verðið, eða að minka að öðrum kosti. Við höfum heldur tekið lyrri kostinn, þó hann sé ekki góður. Við höfum ákveðið að hækka verð blaðsins um 50 aura. Nœsíi árgangur kostar þvi kr. 2,50. — Meira viljum við ekki hækka það fyr en í fulla hnefana. Á þessum undanförnu neyðar- og dýrtíðar-árum, hefir alt hækkað gifur- lega, eins og öllum er kunnugt, en fátt meira en pappír og prentunarkostn- aður. — Sem dæmi má nefna það, að árið 1913 kostaði eitt rís af prent- pappír kr. 2,95, en í júlímánuði síðastlið ár, var það komið upp í kr. 18.00. Kaup prentara hefir frá 1914 hækkað úr kr. 20,00 upp í kr. 100,00 á viku. Fleira mælti nefna, en þess gerist ekki þörf. Af þessu hljóla allir að sjá, að blöðin hækka ekki verðið að ástæðulausu. Ef blaðið ætti að hækka hlut- fallslega við það, sem alt til þess hefir hækkað, þá yrði það ókaupandi. Siðan fyrir stríðið, hefir Unga ísland, með þeirri hækkun sem nú verður, hækkað um helming, en pappírinn sem það er prentað á, hefir sexfaldast, Við treystum öllum vinum og styrktarmönnum U. ísl. til þess að hjálpa því nú og styrkja það. Við viljum reyna að halda því í sinni fullu stærð, og ef tímarnir breytast til batnaðar, stækkar það eða lækkar verðið aftur. En Unga íslandi verður einungis hjálpað á þann hátt, að greiða skilvíslega and- virði þess, og útvega því marga nýja kaupendur. Þelta er það eina sem nægir til þess, að Unga ísland geti lifað og starfað með fullu fjöri, þó alt sé ilt viðureignar. Utsölumenn, sem hafa 5 kaupendur og þar yfir, fá í sölulaun x/5 af andvirði blaðsins. Þessum verðlaunum heitir Unga ísland fyrir kaupendafjölgun á þessu ári: Þeir sem útvega blaðinu 5 nýja kaupendur og þar yfir, alt að 10, mega velja úr þessum bókum : Gull, Ofurefli og Sálin vaknar, eftir Einar H. Kvaran. Afmælisdagar, Bók æskunnar, Kvæði og sögur eftir Jóhann G. Sigurðsson og Kvæði eftir Huldu. Þeir sem útvega 10 nýja kaupendur og þar yfir, fá að verðlaunum, eftir eigin vali, einhverja af þessum bókum: Ljóðmæli eftir Steingr. Thorsteinsson, Jónas Hallgrímsson, Kristján Jóns- 'son, Úrvalsljóð eftir Matth. Jochumsson, Sambýli eftir Einar H. Kvaran, Ljóðmæli eftir Pál Ólafsson. Sá sem útvegar blaðinu flesta nýja kaupendur, (þó ekki færri en 20), fær að launum brjóstlíkan af norska skáldinu Björnstjerne Björnsson — þrjátíu króna virði. Nú leggur Unga ísland út á sexlánda árið sitt. Það hefir víða ált vinsæld- um að fagna, og vonar að svo verði enn. Við þökkum öllum kaupendum og útsölumönnum fyrir síðastliðna árið og óskum og vonum að þeir stgðji aj alefli að útbreiðslu þess á þessu komandi ári. Útg. Steingr. Arason og Skólafél. Kennaraskólans. — Ritstj. Jónas Guómundsson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.