Unga Ísland - 01.06.1924, Page 2
42
UNGA ÍSXAND
bera hlýjan hug til hins unga konungs.
En ekki leið á löngu áður en þeir rjeð-
ust á Karl að óvörum. Þá var Karl 18
ára að aldri. Hann var á veiðum, er
honum barst hersagan. Hann var alveg
óviðbúinn. Hann var sjálfur svo dreng-
lyndur, að hann gat ekki ætlað öðrum
svik. En upp frá þessu treysti hann
aldrei þessum nágrönnum sínum, þar
sem þeir einu sinni höfðu svikið hann.
Fyrst snerist hann gegn Friðrik IV,
Danakonungi. Þegar hann steig á land
á Sjálandi hvinu kúlur óvinanna í kring-
um hann. »Við þennan söng mun jeg
una upp frá þessu«, varð honum að
orði. Stóðst Friðrik honum ekki snún-
ing og varð þegar að semja frið. Sner-
ist hann þá gegn Pjelri mikla, tsar1) á
Rússlandi. Pjetur hafði aðsetur við
Narva og hafði 50 þúsund manns. En
Karl kom til móts við hann með 8 þús.
manns. Herforingjar hans vildu bíða eftir
liðsauka. En Karl vildi berjast þegar.
»Jeg hefi guð min megin og góðan mál-
stað«, sagði hann. Svo varð jafnan að
vera sem hann vildi. í kafaldshríð hjelt
hann liði sínu móti hinum rússnesku
fylkingum. Hríðin stóð Rússum í fangið
og gerði þeim óhægt. En þegar fylking-
arnar mættust stytti upp. SIó þá ótta á
Rússa, því þeir höfðu ekki búist við
áhlaupinu, og tvístruðust þeir víða, fjellu
í hópum og flýðu unnvörpum. Karl 12.
gekk sjálfur fram eins og berserkur.
Þegar kvölda tók og ekki sást lengur
til að berjast, íleygði konungurinn sjer
niður í öllum vosklæðum við eitt bálið,
sem hermenn hans kveiktu, lagði höf-
uðið í kjöltu óbreitts hermanns og var
þegar sofnaður. Sigurinn var mikill.
1) Svo nefndu Rússar keisara sinn. »Tsar«
er stytting úr Gæsar = keisari.
Frægð Karls 12. flaug út um Evrópu.
Pvert ofan í ráð herforingja sinna hafði
hann gert áhiaupið og sigrað þó fimm
Rússar væru um einn Svía. En sigur-
inn varð þó dýrkeyptur, því upp frá
þessu fór Karl 12. sjaldnast að ráðum
herforingja sinna og fyrirleit Rússa. —
Pað kom síðar á daginn, að Karl 12.
hefði betur fylgt sigrinum eftir og gengið
frá Rússum til fulls, en f þess slað
snerist hann nú gegn Ágúst sterka,
Pólverjakonungi, er hann taldi skæð-
astan óvina sinna.
Á einu ári vann Karl 12. þrjár stórar
orustur. Vildu þá óvinir hans semja frið.
Pegnar hans voru þess og fýsandi. En
Karl 12. sagði: »Jeg get ekkert trausl
borið til þeirra, sem einu sinni hafa
svikið mig«. Hann taldi því til einskis
að gera við þá friðarsamning og vildi
ekki hætta ófriðnum fyr en búið var
að ganga milli bols og höfuðs á óvin-
unum. í þrjú ár barðist hann í Póllandi
og tókst að lokum að kúga þjóðina til
að segja Ágúst sterka upp hlýðni og
hollustu. Pá kostaði það önnur þrjú
ár að fá Pólverja til að taka þann kon-
ung, er Karl 12. vildi, og festa hann í
sessi. En Karl taldi það ekki eftir sjer.
Herinn bjó oft við þröngan kost á þeim
árum. En konungurinn þoldi kulda og
hungur eins og hver annar. Pess vegna
kvartaði enginn. í hörku frostum bjó
hann í tjaldi, sem hitað var upp með
glóandi fallbyssukúlum. Hann drakk
aldrei vin, heldur eingöngu vatn og mjólk.
Pegar hann var ungur, hafði hann einu
sinni drukkið sig fullan, og orðið sjer
til skammar með drykkjulátum. Pá hjet
hann að drekka aldrei vin framar. Pað
heit hjelt hann meðan hann lifði. Karl
12. sveik hvorki sjálfan sig eða aðra.
Pegar Karl 12. hafði gjörsigrað Pólverja