Unga Ísland - 01.06.1924, Blaðsíða 4
44
UNGA fSLAND
Nú voru eftir ein 18 þúsund, lang-
þreyttir menn og klæðlitlir, illa búnir
að vopnum og öllum hergögnum. En
verst var þó, að Karl 12. hafði særst á
fæti af skoti og Iá mjög þungt haldinn.
Pjetur tsar hafði 45 þúsuDd manns, vel
búna að klæðum, vopnum og matvæl-
um. Þeir höfðu og gott vígi. Svo ærið
var leikurinn ójafn. Fylkingarnar sigu
saman og sló í blóðugan bardaga.
Gerðust þá mörg tiðindi í senn og væri
of langt frá að segja. Karl 12. þoldi
ekki við á sjúkrabeðnum. Hann var
fluttur á kviktrjám1) í bardagann. Þar
lá hann með brugðið sverð í höndum
og eggjaði lið sitt. En ekkert stóðst við
ofureflinu. Kúlur óvinanna hittu kvik-
trjen. Alt í kring fjellu menn hans.
Óvinirnir áltu ekki eftir méir en 50 fel
að börunum, þegnr menn hans tóku
hann, nauðugan þó, og lyftu honum á
hestbak. Komst hann undan riðandi
og ljet veika fótinn liggja á söðulnefinu,
en sárabindin flögruðu fyrir vindinum.
Karl 12. hafði beðið fullnaðar ósigur.
En Pjetur tsar sagði: »Nú stendur
Pjetursborg óhagganleg«. Hann hafði
þá með þrautseigju sinni og dugnaði
unnið lönd af Tyrkjum við Svartahaf,
en Svíum við Eystrasalt. Að því hafði
hann stefnl frá því hann var ungur, lil
þess að geta eignast herskipaflota og
efll samgöngur milli Rússlands og hinna
miklu mcnningarlanda.
(Niðurlag í næsta blaði).
st
Gerðu pað ckki öðrum, seru þú vill ekki
að þjer sje gert. Dæmdu ekki aðra hart.
1) Sjúkrabörur, scm hestar bera.
Fróðleikur.
Uppfnntlningar.
Hamarinn eða sleggjan mun vcra fyrsta
áhaldið sem mannkynið fann upp á að
nota. Hversu langt er siðan veit enginn,
en um hundruð þúsundir ára hefir
mannkynið streitast við að finna upp
tæki til að gera vinnuna ljettari og fjölga
frístundunum. Mest hefir miðað áfram
á 19. öldinni. Þá voru fundin fleiri á-
höld, tæki og vjelar en á öllum öðrum
öldum samtölum. Hinar mikilsvcrðuslu
uppgötvanir, svo sem að nota eldinn í
þjónuslu mannanna, aö íleyta sjer yfir
sjóinn o. fl., hafa þó verið gerðar fyrir
æfalöngu. Þráfaldlega hafa menn látið
MtCCrtNO
Mekkano-vigvjel.
sjer nægja að kúga aðra til að vinna
fyrir sig í slað þess að reyna að temja
náttúruöflin og láta þau afkasta erfiðinu.
En nú orðið er ekkert þrælahald hjer
í Norðurálfu, enda hefir vinnuaðferðum
aldrei fleygt eins fram og á sfðustu öld-
inni, eins og áður var sagt. Vindurinn,
vatnið og eldurinn hafa nú verið hneptir
í þrældóm og vinna nú það sem áður
þurfti þúsundir þræla til að afkasta.
Náttúruöflin eru stcrkari en þursarnir í
þjóðsögunum.
Gufuvjelin er látin reka flestar aðrar
stórar vjelar. Hún knýr vefstóla, sög-
unarvjelar, eimreiðarnar og stærstu skipin