Unga Ísland - 01.06.1924, Side 6
46
UNGA ÍSLAND
draga heila lest af þungum vögnum
eftir teinum. Það köllum við eimreið.
En nú á síðustu árum hafa hreyfivjelar
verið settar í vagna, sem geta farið
hvaða veg sem er. Það heita bifreiöar
og er hin besta samgöngubót. Þá má
ekki gleyma loftförum og flugvjelum.
Nú má því svo segja, að menn geti
farið loft, láð og lög eins og galdra-
menn forðum, með slíkum hraða að
ljón, örn og stórhveli mega öfundast
yfir. Álíka stórstígar hafa framfarið
verið á mörgum öðrum sviðum, en hjer
varður ekki fleira talið en samgöngu-
lækin.
Á líkan hátt og fullorðnir menn starfa
leika börnin sjer. í sveitum eru kjálkar
og leggir hafðir fyrir kýr og hesta. Við
sjóinn er hver spíta höfð fyrir bát. Á
þessari vjelaöld er mjög farið að tíðkast
leikfang, sem nefnist »mekkanó«. t*að
eru stálfjaðrir, hjól, skrúfur og rær, sem
setja má saman með margvislegu móti,
eins og myndin sýnir. Þetta leikfang
er hið gagnsamlegasta, því það eflir
ímyndunarafl barna og úlsjónarsemi.
Hver veil nema það geti átt sinn þátl
í að ala upp uppfundningamenn og
vjelfræðinga meðal vor íslendinga. —
(Ottó B. Arnar, Reykjavik útvegar leik-
fangið hverjum^ sem þess óskar).
SL
Varastu aö vcrja fyrri hlula æfinnar til
þcss aö ónýla seinni lilula hcnnar.
Sá, sem metur mcira peninga heldur cn
sóma sinn, hann er livorki vcrður fjár njc
sóma.
s&
Frjettir.
Fiskiranusóknir.
í sumar rekur danskt skip fiskirann-
sóknir hjer við land. Fiskiveiðar eru
arðsamasti atvinnuvegur þjóðarinnar og
biða því margir með óþreyju eftir á-
rangrinum. Bjarni Sæmundsson, sem er
einn af ágætustu fiskifræðingum Norð-
urálfunnar, verður með skipinu, en for-
maður fararinnar er dr. Schmidt, sem
er frægur maður fyrir rannsóknir sínar.
Lengi var það ókunnugt hvar állinn
hrygnir. En dr. Schmidt hefir nýlega
leyst þá gátu eftir langar og örðugar
rannsóknir. Hann hefir fundið að áll-
inn hrygnir sunnarlega í Atlantshafinu
móts við Mið-Ameríku langt úli á hafi
á nokkuð stóru svæði. Þegar álsseyðin
koma úr hrogninu eru þau þunn eins
og hnifsblað. A þriðja ári eiu þau bú-
in að fá álslögun. Pá eru þau gagnsæ
og nefnast gleráll. Þá ganga þau upp í
ár og stöðuvötn. F*egar þau rekast á
fossa skríða þau eins og ormar upp eftir
rökum klettunum, og milli tjarna kom-
ast þau yfir þurt land, einkum þegar
rigningar ganga, rjett eins og hornsilin.
Síðan lifir állinn í ósöllu vatni þar til
hann er orðinn 15 til 17 ára, en þá
gengur hann til sjávar og fer alla leið
til hrygningarstöðvanna. Þar hrygnir
hann og deyr að því loknu. Állinn er
merkilegur fiskur og ferðast lengra um
sína æfidaga en flestum mönnum auðn-
ast. — Schmidt hefir áður verið við
rannsóknir hjer við land. Þá fann hann
margt nýlt um sögu þorsksins. Forskur-
inn gengur síðari hluta vetrar upp að
Suður- og Veslurlandinu og hrygnir þar.
Hrognin fljóta á yfirborði og berast með
vindi og straumi. En í kringum ísland