Unga Ísland - 01.01.1926, Page 3
Tryggvi Magnússon,
listmálari.
c, ■■
Haustið 1916 kom í Gagnfræðaskól-
ann á Akureyri pilt-
ur að nafni Tryggvi
Magnússon, ættað-
ur úr Strandasýslu,
bróðursonur Stefáns
skálds frá Hvítadal.
Hann var fátæk-
lega búinn og ljet
ekki mikið yíir sjer,
en við nánari kynn-
ingu komu í ljós hjá
honum miklar sjer-
gáfur og einkennilega
staðgóð þekking á
ýmsu þjóðlegu, sem
virtist hafa mótað
skaplyndi hans meira
en títt er um ung-
linga á þeim aldri.
Skólanámið gekk
honum greiðlega, því
að hann var bæði
greindur og fróðleiks-
fús. En þar sem flestir aðrir Ijetu sjer
Dægja að lesa undir tímana, Ijet hann
ekkert færi ónotað til þess að afla sjer
víðtækari fróðleiks, sem að vísu heyrði
ekki undir skólanámið, en miðar eigi
að síður til þess að þroska manninn.
Þannig byrjaði hann í Gagnfræðaskól-
anum að lesa bæði
þýsku og latínu, þó
að það væru ekki
skyldu námsgreinar.
Ein námsgrein var
það þó, sem engum
tjáði að þreyta við
hann, og sem hann
hafði meiri leikni í
þegar hann kom i
skólann, heldur en
ílestir aðrir, þegar
þeir fara þaðan eftir
þriggja vetra nám.
Sú námsgrein var
teikning. það var
eigi aðeins, að hann
skaraði fram úr öll-
um öðrum í því að
teikna og mála með
vatnslitum eftir ýms-
um fyrirmyndum,
sem var aðallega
kent þar í skólanum, heldur teiknaði
hann og málaði myndir af ýmsum at-