Unga Ísland - 01.01.1926, Síða 4

Unga Ísland - 01.01.1926, Síða 4
2 UNGA ISLAND 7 ' ^ j^lebilegé áxl Með pakklœii fyrir hið gamla. 1S»----- '.............' . -j) burðum, einkum þjóðsögulegum og forn- sögulegum, eftir sinum eigin hugmynd- um. Og það voru engin smávægileg viðfangsefni, sem hann tók þá fyrir. Sem dæmi má nefna: Ragnarök, hvarf síra Odds frá Miklabæ, viðureign Greltis við óvæltinn í Eyjadalsárfossi og Skarp- bjeðinn og Þorkel liák. Tvær þær síð- astnefndu gaf hann út á póstkorti, þeg- ar hann var á Akureyrar skólanum. Burtfararpróf frá Gagnfræðaskólanum á Akureyri tók hann vorið 1919 og sigldi um haustið eftir til Kaupmanna- hafnar og var þar um veturinn á undir- búningsskóla undir Lista-háskólann þar. Framan af næsta vetri hjelt hann á- fram í sama skóla, en siðari hlutann á iistasafni ríkisins og um vorið lagði hann fram myndir, til þess að komast inn í Listaháskólann og geklc það greið- lega. Um sumarið (1921) fór hann til ís- lands, en varð ilt til fjár og sá sjer því ekki fært að ganga á Lista-háskólann veturinn eftir og rjeðst sem háseti á skip er gekk vestur til Ameriku. Þar dvaldi hann til vorsins 1923, vann fyrst fyrir sjer með trjesmiði, en gekk síðan í listaskóla í New York. Eftir það kom hann aftur til Evrópu sem háseti, eins og hann hafði farið, og stefndi nú til Þýskalands. Þar var hann á listaskóla í Dresden til sumarsins 1924 er hann kom til íslands aftur. Regar hann kom frá Þýskalandi hjelt hann sýningu á verkum sínum í Reykja- vík og var hennar gelið mjög lofsam- lega í dagblöðunum. Síðan hefir hann dvalið lengst af í Reykjavík og starfað að ýmiskonar teikningum og málverk- um. Stærsta málverk sitt málaði hann í fyrravetur eftir þjóðsögunni »ÚlfhiIdur álfadrottning«. Rað er um 180 cm. á hæð og 130 cm. á breidd. Það gefur innsýn í álfahöllina, þar sem kongur og drotning sitja í hásæti, en aðrir dansa og leika á hljóðfæri fyrir þeim. Þetta málverk er mjög fagurt hæði að línum og litasamræmi, enda mun það hafa valdið mestu um, að honum var veittur utanfararslyrkur á siðasta Al- þingi til frekara náms. Hefir hann nú í hyggju að ferðast til Parísar, til þess að fullkomna sig i list sinoi. Pað er enginn vafi á því að T. M. á mikla framtíð fyrir höndum sem lista- maður. Teikningar hans hafa þegar náð hjer miklum vinsældum. Og þó að hann hafi víöa farið, hefir liann ekki glatað þeirri sjálfmentun, sem hann hafði aflað sjer í íslenskum þjóðsögum og fornsögum, heldur aukið hana og frjóvgað á marga lund og það er hún, sem einkennir mest list hans. G. I. st Smfielki. Bóndi nokkur var kallaöur fyrir rjett og kærður fyrir að hafa drepið hund granna síns. Seppi hafði gert sig líklegan lil að bita, svo að bóndi hafði rotað liann með öxi. Dómarinn hafði orð á því, að bóndi hefði getað látið sjer nægja að nota axarskaftið á hundinn. »Pað hefðijegllka áreiðanlega gert«, svaraði bóndi, »ef hundurinn liefði ætlað að bíta mig með skottinu en ekki tönnunum«.

x

Unga Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.