Unga Ísland - 01.01.1926, Page 7

Unga Ísland - 01.01.1926, Page 7
UNGA tSLAND 5 gátu þeir varla allir ráðið við ausuna. Grauturinn var góður og ætilegur. Þeir snæddu allir og varð gott af, nema einn. Hann þorði ekki. Síðan lögðust þeir til svefns og sváfu vel og lengi. Daginn eftir fóru þeir að skoða til veðurs, og var þá bjart og hreint veður. Vildu þeir nú aftur leggja af stað. En sá, sem ekki þorði að snæða um kveldið, svaf svo fast, að hann varð ekki vakinn. Pá mælti einn: »Það er betra að drepa lagsmann sinn en skilja hann svona eftir í tröllahöndum«. Sló hann þegar á nasir honum, svo blóðið flaut niður um hann. En þá vaknaði hann og gat svo komist burt með þeim félögum sín- um. Komust þeir síðan heilir til manna- bygða. Það halda menn, að tröll þetta hafi heillað til sín konu úr sveit, og að vermennirnir hafi notið hennar. Misjafn sauðurí mörgu fje. Saga frá Tasmaniu, Jóhann keypti Háland fyrir mörgum árum og flutti þangað hóp af Merinó- kindum. Þegar hann stóð í dyrunum á lilla rauða húsinu, sem var hlaðið úr múrsleinum, gat hann horft yfir aleigu sína. En það er langt síðan þetta var. Nú ná eignir hans langt út yfir það, sem augað eygir. Jóhann hafði auðgast af eigin ram- leik. Hann var, eins og oft er að orði komist, sinnar eigin gæfu smiður. Bú hans þrefaldaðist á fyrstu fimm árun- um eftir að hann hjó upp runnana og bygði býlið. Fyrir iðni sína og atorku var hann orðinn auðugur maður og

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.