Unga Ísland - 01.01.1926, Side 8
6
UNGA ÍSLAND
nllarkongur mikill. Kæmum við til Mel-
bourne i janúarmánuði mundum við sjá
stóra hlaða af ullarsekkjum með fanga-
marki Jóhanns, Allir kannast við uafnið
hans.
Jóhann átli tvo sonu. Þeir hjetu Frið-
rik og Albert. Báðir voru þeir góðir
drengir og mannvænlegir. t*eir voru
annur hönd íöður síns við fjárræktina.
Þegar lokið var dagsverkinu höfðu þeir
margt til skemtunar. Þeir gátu farið í
knattleik, veitt fisk í ánni eða skotið
kanínur eftir vild. Um nýjársleytið, þegar
búið var að rýja fjeð, voru þeir vanir
að fara á kengúruveiðar með nágrönn-
um sínum. Þeira þóltu þessar veiðiferð-
ir mjög skemtilegar og hlökkuðu jafnan
til þeirra. I Ástralíu er fjeð rúið i nóv-
ember og desembermánuði. Ullin er ým-
ist seld til borganna Melbourne og
Sydney, eða flutt beint til Englands.
Sagan, sem jeg ætla nú að segja ykk-
ur, gerist bjá Jóhanni á Hálandi ein-
milt um sama leyti og fjeð var rúið.
Það var byrjað að rýja. Á hverjum
degi var fjöldi fjár sóttur út á beitilönd-
in. Rjeltin, sem rekið var í, tók þrjú til
fjögur þúsund fjár. Úr rjettinni voru
kindurnar dregnar inn í skýlið, sem
rúið var i. Einn maður gegndi þvi starfi.
En í skýlinu var fjöldi manns, og allir
keptust við að lýja. Baðþró var rjelt
hjá skýlinu, full af baðlegi. Þegar búið
var að rýja kindurnar voru þær dregn-
ar að baðþrónni og baðaðar. Syntu þær
sjálfar um baðlöginn og upp úr þrónni.
Síðan hjeldu þær aftur út á beitilöndin,
og þar fengu þær að njóta lífsins óáreitt-
ar þangað til um sama leyti næsta ár.
Velgengni Jóhanns var nágrönnum
hans mikil ráðgáta. En þessi saga ræð-
ur þá gátu. Hún sýnir, að Jóhann var
að miklu leyti smiður gæfu sinnar. Hann
var ötuli húsbóndi og rjettlálur og sí-
vakandi yfir öllu og öllum. Sjálfur var
bann jafnan þar sem menn hans voru
að verki, og sá um að alt færi vel fram.
Þegar verið var að rýja stóð hann löng-
um í skýlisdyrunum og gaf gætur að
hverri kind, sem dregin var á milli,
ýmist frá rjettinni í skýlið eða úr skýl-
inu að baðþrónni. En hann átti um
þrjátíu þúsund fjár.
Friðrik sonur hans hafði þann starfa
á hendi að telja fjeð, sem rúið var.
Rúningsmennirnir voru mjög leiknir í
slarfi sínu. t*eir ferðuðust á milli fjár-
búanna, og kaup. þeirra fór eftir því,
hve duglegir þeir voru. Meðal þeirra,
sem störfuðu að rúningunni, var sá sem
dró fjeð. Honum var fengið band sem
á var lykkja. Átti hann að smeygja lykkj-
unni upp á háls kindanna og teyma
þær þannig i bandi, eina og eina, inn
í skýlið og úr því. Sá sem hafði þenn-
an starfa á hendi í þetta sinn hjet 111-
ugi. Hann hafði komið frá þorpi þar i
grendinni og beðið um vinnu. Jóhann
þekti þennan mann ekkert, En hann
kendi í brjósti um hann og lét hann
liafa þennan starfa, þó að honum á
hinn bóginn geðjaðisl ilia að framkomu
hans og útliti. En við munum brátt sjá,
að þessi meðaumkvun var nærri því
búin að eyðileggja allan ársarðinn af
kindunum.
Fyrsta rúningsdaginn varð Jóhann að
vanda um við Illuga fyrir illa meðferð
á kindunum.
»Hættu þessu!« hrópaði Jóhann. »Þú
ert ekki ráðinn hingað til þess að mis-
þyrma kindunum mínum«.
»Hvað gengur á?« sagði Ulugi hrana-
lega.
»Jeg sagði, að þú værir ekki ráðinn
til þess að misþyrma kindunum. Pú átt