Unga Ísland - 01.06.1933, Blaðsíða 4

Unga Ísland - 01.06.1933, Blaðsíða 4
80 tí N G A ÍSLAND aÖ fyrirgefa en kisa. Hann skríður að fótum þess, sem hefir barið hann, kemur þegar hann er kallaður og fylg- ir í fótspor manns, hvert sem hann fer. Enda mun hann hafa komið í þjónustu mannsins löngu á undan öðr- um húsdýrum. Þótt kisi fari siiina ferða meira en hundurinn, þá er hann vinfastur, eins og sést á því, að oft veiðir hann mýs og' fugla og færir þeim, sem hafa reynst honum vel. En hann er og minnugur á mótgerðir, eins og kemuri fram í vísu Þorsteins Erlingssonar, er hann kvað til kisu sinnar. Hún er svona: Margra hunda og manna dyggS má sér aftur veita, en þegar eg glata þinni tryggð, ]>ýðir ei neitt að leita. Erfitt er að spá í eyðurnar um það, hvenær kisa hætti við sjálfsmennsk- una úti í skógunum og tók sér bústað í húsum mannanna, til þess að vera þar vinur og félagi. En það hefir ver- iö á undan þeirri dögun siðmenning- ar, sem við þekkjum elsta. Það elsta, sem við vitum um kött- inn, er, að hann var húsdýr Egypta fyrir mörgum þúsundum ára. Þá voru kettir í miklu meiri hávegum hafðir en hundar, og hefir aldrei slík gull- öld verið í allri sögu kattanna. Sumir halda, að Forn-Egyptar hafi fyrst tamið köttinn, hænt hann að sér utan af eyðimörkum Núbíu, eða ef til vill náð í kettlinga og alið upp. Það er víst og satt, að Forn-Egyptar höfðu mikla helgi á kettinum og notuðu hann til hjálpar sér á veiðiferðum. Þetta er sannanlegt af myndaletri því, sem þeir merktu á steina, og enn má sjá ómáð í Egyptalandi. Þegar köttur sálaðist, smurðu Egyptar líkama hans svo vandlega, að þúsundir kaítalíka hafa nú á dög- um fundist í grafhvelfingum Egypta- lands. Ef einhver maður varð ketti að bana, þá var honum refsað, eins og ef hann hefði framið stórglæp. Eitt sinn kom önnur þjóð og herjaði á landið. Þeim gekk lengi vel miður og voru að tapa allri von um sigur, því að Egypt- ar voru hraustir og vel æfðir. Þá datt einhverjum þeirra í hug það snjall- ræði, sem mun vera einstakt í sögu alls hernaðar í heiminum. En ráðið var þetta, að hver hermaður, í fylk- ingunni, hélt á ketti. Þegar Egyptai' sáu þetta, féllust þeim hendur, því að heldur vildu þeir bíða ósigur og jafn- vel bana, en að eiga á hættu að meiða hinar heilögu kisur. Eina af gyðjum sínum hugsuðu þeir sér með kattarhöfði. Ein borgin í landinu var sérstaklega helguð lcött- unum. Þess vegna var þessi borg talin heilög. Borgin hét B ú b a s t i s. Þar kom saman múgur og margmenni einu sinni á hverju ári, til þess að halda þar stórhátíð. Þar er mælt, að hálf miljón manna hafi stundum verið saman kqmin. Framhald. Gott ráð. Kona ein kom að, þar sem verið var að leika fótboltaleik. ,,í hverju er vinningurinn fólginn?“ spurði hún. ,,í því, að koma hnettinum inn fyrir net- ið þarna“, var henni svarað. — ,,Það mundi ganga miklu betur“, sagði kon- an, ,,ef þeir væru ekki að þvælast hver fyrir öðrum“.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.