Unga Ísland - 01.06.1933, Page 11

Unga Ísland - 01.06.1933, Page 11
UNGA ÍSLAND 87 asp ^ [ HELEN KELLER J -----------n □----------- 011 kunnnm vér svo mikið í sálarfræði, að vér vitum, að skilningarvitunum eig-um vér það að þakka, að vér getum orðið þess vör, sem í kringum oss er. Og eins hitt, að málið ber aðallega boð frá sál vorri til annara sálna. Vér skiljum því vel, að oss yrði örðugt að verða vör viS það, sem er og gerist kringum oss, ef vér misstum sjón og heym, og sömuleiðis, að torvelt yrði fyrir oss aS koma hugsunum vor- um til annara manna, ef vér, í viðbót við þetta tvennt, misstum málið. Þá væri ekki eftir af sambandstækjunum annaS en tilfinningin (þreifingin), smekkurinn og ilmanin. Og það eru ófullkomnir boðberar milli vor og umheims- ins. Og enn ófullkomnari verða þeir hjá þeim, sem aldrei hafa lært aS tala eða skrifa. Eg ætla að reyna aS segja ykkur ofurlítið úr þroskasögu barns, er missti þrjú sambandstæk- in (sjón, heyrn og mál) á öðm ári, en er nú samt fyrir hjálp þreifingarinnar einnar, eins skilningarvits — því af ilman og sinekk hefir hún haft lítil not til náms — komin npp á há- tind menntunarinnar og orðin heimsfræg. Hún er nú talin einhver allra-merkasta konan, sem uppi er í heiminum, því aS hún er eigi aðeins orðin kunnur rithöfundur og jafnaðarmennsku- postuli, heldur hefir hún sýnt ölliun heiminum með dæmi sínu, hvert komast má, er áhurri, vitsmunir, elska og óþreytandi þolinmæði 'aggja saman. En vitanlcga hefSi hún eigi kom- ist þetta með einu skilningarviti, ef hún hefði eigi verið frábærlega gáfuð og aS því skapi námfús. En saga Helenar Keller er jafnframt saga um óglevmanlega þrautseigju og óþrotlega elsku og þolinmæði annarar konu, kennslu- konunnar, sem meS henni hefir verið síðan hún hvrjaði nám, 7 ára gömul. Saga þeirra er sag- an um baráttu, sem háð er við óvenjulega örS- ugleika. Og mér finnst hún hugðnæmari en nokkur bardagasaga önnur, sem eg hefi lesið. Þfer hafa engum öðrum vopnum beitt en þeim, er vitsmunasöm og þolinmóS mannelska þekk- ir best, en sigurinn, sem þær hafa unnið, er að flestra dómi dýrSlegur. En eg efast um, að sá sigur hefði nokkrur sinni unnin verið, ef kven- tðliS í sinni göfugustu mynd hefði þar eigi komiS til. Eg fyrir mitt leyti er sannfærður um, að konur eru gæddar enn meiri forða af þolinmóðri elsku en karlmenn, og þaö var þessi þolinmóða elska, sem hér reið svo mjög á. Það sem eg segi hér frá Helen Keller, hefi eg aSallega úr æfisögu hennar, sem rituð er af henni s.jálfri á enska tungu (The story of my Life by Helen Keller. New York 1005), en nú hefir þýdd verið á ýms önnur tungumál, og sumt hefi eg eftir enskum blöðum. Pyrir þá, sem fræðast vilja um sálarlífiS, er saga Helenar mjög svo hugnæm. Ef skiln- ingur efnishyggjuspekinganna á sálarlífinu væri réttur, og sál vor eigi annað en samsafn af starfsemdum líkamslíffæranna, skyldi mað- ur ætla, aS hún yrði eitthvað ófullkomnari, er svo geysf-miklar skemmdir verSa á líkamanum, og það aðal-skilningarvitunum. En saga Hel- enar Keller bendir í gagnstæða átt. Því að sál hennar virðist heil og óskert, aSeins sem inni- byrgð í nokkurs konar gluggulausu fangelsi. Ilelfin Keller er fædd 27. júní 1880 í Tus- cumbia, smábæ í Norður-Alabama í Vestur- heimi. Ætt hennar er svissnesk. Einn af for- feðrum hennar var yfirkennari við heymar- og mállevsingiaskóla í Zurieh á Svisslandi, og hann ritaði bók um uppeldi og fræðslu slíkra barna. EaSir hennar. Arthur H. Keller. v;ir höfuðsmaður í sambandsher Suður-Bandaríkj- anna, og móSir Helenar. Kate Adams, var síð- ari kona hans, honum miklu yngri. Helen var í upphafi mjög efnilevt barn. Hún bvrjaði að hafa eftir einstöku orð sex mánaða gömul, og gekk ein og óstudd fvrsta afmælis- daginn sinn. f febrúarmánuði, þá er hún var rúmlega U/2 árs. veiktist hún og lá lengi með afskan- lega miklum sótthita. Sjvikdómurinn, sem hún hafSi tekiÖ, var af læknunum talinn einskonar heilabólga. Hún var talin af. En einn morgun hvarf hit-

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.