Unga Ísland - 01.06.1933, Qupperneq 17

Unga Ísland - 01.06.1933, Qupperneq 17
ÚNGA ÍSLAND 93 kom, hittum við Magga á Melavaði, eins og ráð hafði verið fyrir gert, og hann hafði sannarlega, ekki verið að- gerðalaus: hann var búinn að gera lækni aðvart í síma, og líka búinn að ná símtali við bílstjóra, sem var vænt- anlegur þangað bráðlega og hafði lof- að fari alveg heim að dyrum hjá lækn- inum. — Meðan við biðum þarna eftir bíln- um, báðum við yfirlækninn okkar, að íræða okkur um ýms atriði viðvíkjandi meðferð ])éirra félaga á Nonna litla, og var það auðsótt. „Yfirlæknirinn“, sem við kölluðum, tók svo til máls: „Þetta blóð, sem okkur er svo dýr- mætt og við megum ekki missa að neinu ráði, er að koma frá hjartfmu; hjartað dælir því út um allan líkam- ann eftir pípum eða æðum, sem heita slacjæðar. — Bláðrás úr slagæðum viá siöðva með því að þrýsta slagæðvnni sarnan, hjartamegin við sárið, en það er gert með því, að þrýsta á hana upp að einhverju beini, klemma hana upp að beininu. Nú liggur aðal-slagæðin til handleggsins einmitt niður með aftari. eða innri röndinni á stóra vöðvanum á upphandleggnum (1. mynd), sem er oftast kallaður afl-vöðvi, og er auð- fundinn, einkum ef þið kreppið hand- legginn. — Þar setjið þið fingurna á svona (þeir sýndu okkur takið), og við erum síðan búnir að fá mynd af þessu og setjum hana hér (2. mynd).. En þegar þarf að halda þessu taki lengi, þá þreytist sá, sem það gerir, og verð- ur þá að hafa mannaskipti, kannske hvað eftir annað. Auk þess er hér ann- ar galli á: Það má heita ógerningur að flytja særðan mann úr stað og hafa þó jafnframt á honum þetta tak. Þá er tekið það ráð að láta eitthvað stinnt á 1. mynd. Iiandleggur, útréttur og krepptur. „Aflvöðvinn“ sést greinilega, og upphandleggs- beÍDÍð. Upp aS því beini á a'S þrysta æSinn', en hún liggur meo innri eða aftari rönd afl- vöðvans. 2. mynd. Tekið réttu taki um upphandlegg til þess að stöðva hlóðrós. æðina, og reyra svo að. Til þess má sem best hafa vel uppvafið sárabindi, eða þá að búa sér til aflangan böggul, líkt og við gerðum; hér er þó aftur sá galli á, að hvorki má reyra svo níst- ingsfast, að ekkert lát sé á, og svo má svona vafningur aldrei standa lengi

x

Unga Ísland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.