Unga Ísland - 01.06.1936, Page 4

Unga Ísland - 01.06.1936, Page 4
UNGA ÍSLAND 78 Finnlendingurinn Malti Jarvinen. Heimsmeistari í spjótkasti. Kastar 76.66 m. Óðar en varði höfðu boð frá kon- ungsgarði borist út um allt ríkið um, að hver, sem gæti bjargað lífi litla veika prinsins, skyldi verða hand- genginn konungi, og komast í ráðu- neyti hans. Læknar streymdu að úr öllum átt- um, en allt kom fyrir ekki. Þeir féllu á kné fyrir hinum sorgmædda kon- ungi og sögðu: „Við þessum voða- sjúkdómi höfum vér engin ráð. Son- ur yðar hlýtur að deyja“. Konungur sendi eftir öllum lærð- ustu stjörnuspekingum í ríkinu. Þeir spáðu í stjörnurnar, og eftir að þeir höfðu reiknað og reiknað og strokið langa, hvíta skeggið sitt, féllu þeir fyrir fætur konungi og birtu honum ályktanir sínar: ,,Ó, voldugi konung- ur! Stjörnur himinsins birta oss.eng- in ráð til bjargar syni yðar“. Konungurinn varð gagntekinn af sorg, því að hann elskaði son sinn meira en allt stóra og volduga ríki sitt og alla þess dýrð. Hann klæddi sig í förumannabún- ing, stráði ösku í hár sér, gekk út fyrir höllina og féll þar til jarðar í auðmjúkri bæn til guðs. í þrjá daga og þrjár nætur hafði hann beðið til guðs um það, að hann tæki ekki son sinn frá sér. Um síðir birtist engill drottins honum og þá hrópaði konungurinn: „Flyt þú bæn mína til guðs, bæn mína um, að son- ur minn deyi ekki!“ „Hvernig gæti sonur þinn komizt hjá því að deyja? Allt, sem lifir, hlýtur að deyja. En vegna þess, að bæn þín var heit og einlæg, er hún heyrð, og guð mun ekki láta dauðann sækja barn þitt, fyrr en þú kallar sjálfur á hann“. Því næst hvarf engillinn og konung- urinn sofnaði. Eftir litla stund vaknaði konung- urinn við glaðværa rödd, er sagði: „Herra, syni yðar líður betur, hit- inn er í rénun, sonur yðar spyr eftir yður“. Það var þjónn konungs, er færði honum þessi gleðitíðindi. Þá stóð konungur upp og hljóp inn til sonar síns. Hann sá, að þjónn- inn hafði sagt honum satt, hitinn var í rénun og batamerki voru auðsýni- leg. Nú tók konungurinn gleði sína á ný. Höllin var búin til hátíðar, þræl- um gefið frelsi og gulli var dreift út til fólksfjöldans, þegar konungurinn ók gegn um göturnar. Konungssonurinn varð hressari með hverjum deginum, sem leið, en þó var hann enn mjög máttfarinn. Á allar lundir reyndi konungurinn

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.