Unga Ísland - 01.06.1936, Síða 11

Unga Ísland - 01.06.1936, Síða 11
85 UNGA ÍSLAND Áfengisnautnin. Vínið er það langhættulegasta, sem nokkur drengur eða stúlka getur látið inn fyrir sínar varir. Vínið er svo hræðilega hættulegt, að ef þið byrjið á að drekka, þá getur það gert ykkur að aumingjum og jafnvel drep- ið ykkur. Hugsið ykkur drykkjumann, sem er búinn að drekka frá því að hann var ný-fermdur, og svo gamlan mann, sem hefir verið í bindindi. Þið okkur tími til kominn að skoða í okk- ar eigin nestispoka. Og þegar við höfðum borðað eins og lystin leyfði, lögðum við til fjalls. Ekki komumst við þó upp á fjallið, heldur aðeins skammt upp eftir því. Útsýni fengum við þó allgott inn um Svínadal, út um Leirársveit og suður fyrir Laxá. Ekki man ég að nefna allt það, sem fyrir augun bar, og nefni því ekkert sér- staklega. Héldum við þvínæst heim að Tungu og fengum hinar beztu við- tökur. Fórum við í nokkra leiki þar heima við. Héldum við nú heimleið- is glöð og hress. Veðrið var enn sama blessuð blíðan eins og verið hafði allan daginn. Við fengum að- eins smáskúr, sem ekki bleytti okkur neitt. Hvergi námum við staðar á heimleiðinni, fyrr en á Hávarðsstöð- um. Þar var hvílst um stund. Síð- an hélt hópurinn áfram, en ég fór ekki lengra af eðlilegum ástæðum. Jóhanna I. Þorbjörnsdóttir, Hávarðsstöðum (11 ára). munuð sjá að drykkjumaðurinn ei’ búinn að eyða öllu því, sem hann hefir unnið sér inn, og lifir nú á bein- ingum, og það sem hann betlar sér inn á daginn, drekkur hann svo út á kvöldin. En hinn aldraði bindindis- maður er nú að njóta lífsins og lifir á því, sem hann vann sér inn í æsku eða þá að hann býr hjá börnum sín- um og barnabörnum. Hann horfir á framtíðina með brosi. Hann verndar börn sín og barnabörn frá því að lenda í hópi drykkjumannanna. Að endingu ætla ég að segja ykkur dæmi þess, að menn spila út öllum eigum sínum vegna ölæðis. Tötralegur maður stóð einu sinni fyrir framan vínsölubúð og góndi sí og æ á dyrnar og hristi höfuðið þess á milli. Feitur og pattaralegur veitinga- maður kom út í dyrnar og kallar til mannsins: „Af hverju glápið þér svona á dyrnar, maður, ég held að þér ættuð heldur að koma inn“. „Nei, ég ætla ekki að koma inn, en ég var að hugsa um, hvað þessar litlu dyr þarna geta gleypt mikið, þær hafa étið upp allar mínar eigur, konuna, börnin og húsið, og einnig heiður minn og sóma og gert mig að betlara“. Hugsið ykkur um börnin góð, viljið þið gera ykkur að andlegum og líkam- legum aumingjum með því að drekka hið baneitraða vín og verða svo þræll þess alla æfi. Munið það, að vín, tóbak, ópíum og aðrar nautnir, gera ykkur að aumingjum og að þræli sínum. Munið það vinir mínir. Jón D. Jóhannsson, (13 ára), Siglufirði.

x

Unga Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.