Unga Ísland - 01.06.1936, Side 13

Unga Ísland - 01.06.1936, Side 13
87 UNGA ÍSLAND Pandora. Pandora er getið í grísku goða- fræðinni, og sagan um töfraöskjur hennar er þannig: Mennirnir voru orðnir úr hófi drambsamir og hæddust að guðun- um, og til þess að hegna þeim kall- aði Zeus son sinn Hefæstos á sinn fund og bauð honum að gera fagra líkneskju og senda hana niður á jörðina. Hefæstos hlýddi skipuninni og gerði líkneski forkunnar fagurt og setti það á fjallið Olympus. Þangað söfnuðust allir guðirnir til þess að dásama verk hans. Aþena varð svo hrifin, að hún kysti líkneskið, og í sama bili varð það að lifandi konu, er hlaut nafnið Pandora (þ. e. með gjafirnra), vegna þess, að hver guð gaf henni eina gjöf: Afrodit gaf henni töfrandi fegurð. Hermes gaf henni ísmeygilegan og töfrandi mál- róm, einn prýddi hana með yndis- legum klæðnaði, annar gaf henni ilm- andi rósir, alla vega litar. Zeus gaf henni fílabeinsöskjur og var gyltur höggormur vafinn um þær, og skip- aði guðinn henni að opna aldrei öskjurnar. Hermes hóf sig svo til flugs niður á jörðina, með hina fögru Pandoru, sem átti að giftast Epimetheusi kon- ungi. Þeim gekk vel, þangað til þau þurftu að fara yfir á eina; þá misti Pandora öskjurnar í ána. „Látum hana liggja í ánni“, sagði Hermes, ,,hún verður aðeins til óhamingju". En Pandora vildi ekki missa þenna dýrmæta grip. Hermes varð að vaða út í til að ná öskjunum. Er þau komu til hallar Epimetheus- ar, fóru þau Pandora og brúðgum.i hennar að skoða hinar fögru öskjur. Þá losnaði höggormurinn frá öskjun- um, og freistingin varð Pandoru um megn, hún kvaldist af löngun til að vita um innihaldið. Hún opnaði því öskjurnar hikandi og kvíðafull. Hún lokaði þeim aftur með háu ópi. Bý- fluga hafði stungið hana. í sama bili beit hundur konunginn. Fólkið á göt- unni fór að berjast og skiftast á ill- yrðum og kvörtunarhróp heyrðust að hvaðanæfa. Allskonar böl og ógæfa komu úr öskjunum: Sjúkdómar, sorg, hatur, ágirnd, baktal, öfund, — allt varð valdandi að eyðileggingu og spillingu meðal mannanna. Epimetheus barmaði sjer og sagði: „Forvitna kona, hversvegna opnað- ir þú öskjurnar?" En Pandora ljet sokina bitna á honum og svaraði: „Ráðkæni maður, hvers vegna aðvar- aðir þú mig ekki?“ Sorgin og söknuðurinn hafði nú tekið sér bólfestu í mannheimum. — En af botni öskjunnar flaug hvítur fugl og gaf þetta fyrirheit: „Ég er vonin, og ég vil taka mér bústað í hjörtum mannanna". Jóhann G. Guðnason endursagði. Gamall maður mætti sonarsyni sínum og spurði hann hvert hann væri að fara. „Eg er á leiðinni í skólann“, svaraði pilturinn. „Þao er fallegt af þér“, svaraði afi hans; „hérna hefirðu 10 krónur. Vertu iðinn og góður drengur, þá vona eg að eg lifi það, að heyra þig halda líkræðuna yfir mér“.

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.