Bændablaðið - 30.08.1995, Side 1

Bændablaðið - 30.08.1995, Side 1
11. tölublað l.árgangur Miðvikudagur 30. ágúst 1995 Bændasamtök íslands i irtjan stað? Á síðasta, stjórnarfundi Bænda- samtaka íslands var samþykkt tillaga frá Hrafnkeli Karlssyni þess efnis að kannað verði hvort hagkvæmt sé að flytja alla starfsemi samtakanna í hentugra og ódýrara húsnæði. í tillögunni er einnig gert ráð fyrir að leitað verði eftir sam- starfi við aðila er tengjast land- búnaðarkerfinu sem telja sér hag í að vera á sama stað. Þá á að kanna kosti þess og galla að flytja starfsemi BÍ út á landsbyggðina. í greinargerð kemur fram að núverandi húsnæði BÍ er eitt dýrasta í Reykjavík. “Framboð af skrifstofúhúsnæði er talsvert og verð fremur lágt og því eðlilegt að velta fyrir sér hvort hægt sé að spara með flutningi. Ef starfsemin á að vera áfram í Bændahöllinni verður ekki hjá því komist að gera talsverðar breytingar á því. Lögun þess og innkoma gerir allt skipulag erfitt og verður ekki séð hvemig það verður leyst nema með æmum tilkostnaði.” Hrafnkell gerir ráð fyrir að leitað verði eftir því við Fram- leiðsluráð og aðra í núverandi hús- næði að þeir taki þátt i að skoða þann möguleika að flytja. Einnig er ætlunin að leita til Skógræktar ríkisins og Landgræðslunnar og fleiri aðila hvort þeir sjái sér hag í að vera með útibú eða starfsemi á nýjum stað. “Flaft verður að leiðarljósi að sameina sem flesta sem að landbúnaðarkerfinu koma á einum stað,” segir í greinargerðinni. Fullorðið íé skilar sér ekki í sláturhús eu heimaslátrun dilka hefur ekki aukist Ekki verða leidd að því nein rök að umtalsverð aukning hafi á síðustu árum orðið á magni þess dilkakjöts sem framleitt er í landinu og ekki skilar sér í afúrðastöð. Þetta magn er líklega á bilinu 150-300 tonn en hluti þess hefúr ætíð verið nýttur með heimaslátrun,” segir í grein eftir Jón Viðar Jónmundsson sem birt er á bls. 5. Jón segir einnig að greinilegt virðist að vemlegt magn af því kjöti af fúllorðnu fé sem hlýtur að falla til vegna endumýjunar á bú- stofni hafi ekki skilað sér í afúrða- stöð á síðustu ámm. “...það hlýtur að vera sameiginlegt hagsmuna- mál sauðljárffamleiðenda að sú framleiðsla sem til fellur skili sér í afúrðastöð. í bráð og lengd getur sala á "svörtum markaði" aðeins skaðað hagsmuni allra fram- leiðenda.” Ólafur Gunnarsson, vinnumaður á Syðri-Brekku, V-Húnavatnssýslu var að endurbœta og laga girðinguna sem lét á sjá eftir snjóþungan vetur. Bœndablaðsmynd/AÞ. Offjölgun hrossa Isekkar verö og kemur niður á ræktuninni Ásettum hrossum hefur fjölgað gífurlega á undan- förnum 25 árum, þ.e. úr 33.472 árið 1970 í 78.517 árið 1994. Þau skiptast í 24.042 hesta, 26.848 hryssur, 20.169 trippi og 7.458 folöld en hestarnir eru í raun nokkuð færri og að sama skapi er fleira í hinum flokkunum vegna galla í skráningu í nokkrum sveitum. Óhætt er að fullyrða að aldrei áður hafi hrossa- stofninn orðið svo stór. Ólafur R. Dýrmundsson, land- nýtingarráðunautur sagði almennt viðurkennt að hrossastofninn væri orðinn óþarflega stór miðað við markaðsmöguleika og notagildi og að dómi flestra ræktunarmanna er ofljölgunin farin að koma niður á ræktuninni. Sömuleiðis skapaði fjölgunin offramboð á lélegum og miðlungs hrossum sem leiddi af sér lækkun á verði og lélegri afkomu hrossa- bænda. “Því þarf að leggja áherslu á verulega grisjun stofnsins og markvissa stefnu að auknum gæð- um. Einnig er nú vaxandi þörf fyrir markaðssetningu sláturhrossa á ýmsum aldri.” Ólafúr sagði ljóst að óhófleg hrossaeign sumra bænda og hrossaeigenda skaðaði beitilönd á ýmsum stöðum á landinu, þó einkum í hrossaflestu héruðunum. “Er svo komið að helstu ofbeitar- vandamálin stafa af hrossabeit og þá nær eingöngu í heimalöndum. Bæði er um sumar- og vetrabeit að ræða sem í sumum tilvikum tengist vanfóðrun, skjólleysi og illum að- búnaði. Allt slíkt skaðar ímynd hrossaræktar og hestamennsku og er óviðunandi hvemig sem á málið er litið. Tiltölulega fáir hrossa- bændur og aðrir eigendur hrossa eiga hér hlut að máli og er helsta úrræðið fækkun hrossa hjá við- komandi aðilum. Slíkt felur í sér aukna þörf fyrir slátrun og markaðssetningu hrossakjöts. “Staða sauðfjárræktarinnar í landinu er afar erfið og fjárbændur horfa fram á enn meiri tekju- skerðingu en orðin er nú þegar. All margir fjárbændur hafa fjölgað hrossum á undanfomum 10-15 árum samfara fækkun fjár. Það er því mjög brýnt að þeir geti aukið arð af hrossum sínum með bættri nýtingu stofnsins. Þar getur auk- inn útflutningur hrossakjöts skipt nokkru máli og bætt að einhveiju leyti upp samdrátt í kindakjötsfram- leiðslu hjá nokkmm hópi bænda. Eg tel að rétt sé að gera sérstakt átak í að afla frekari markaða erlendis fyrir ýmsar tegundir hrossakjöts. Jafnframt að fækkað verði í hrossastofninum og komið verði upp gæðavottun fyrir íslenskt hrossakjöt, hvort sem hún er undir lífrænum eða öðrum vist- vænum vörumerkjum, þannig að unnt sé að markaðssetja þessar gæðaafurðir með sérstakri tilvísun í hreinleika og náttúrulega fram- leiðsluhætti”, sagði Ólafur R. Dýrmundsson. Eylírskir skágræktarnienii álykts Á aðalfúndi Skógræktarfélags Eyfirðinga, sem haldinn var fyrr í sumar, var samþykkt að beina þeim tilmælum til Skóg- ræktar ríkisins, landbúnaðar- ráðuneytis og Bændasamtaka íslands að bændum utan nytja- skógamarka verði gert kleift að stunda skógrækt á jörðum sínum með hliðstæðum kjör- um og bændum á nytjaskóga- jörðum. í greinargerð með til- lögunni segir að með fram- kvæmdum við nytjaskógrækt á bújörðum gefíst bændum kostur á að stunda skógrækt á jörðum sínum með stuðningi ríkisins. “Fjölnytja skógrækt til skjóls og prýði getur stuðlað að betri afkomu þeirra bænda sem byggja jarðir utan marka bestu skógræktarskil- yrða,” segir í greinargerðinni. Betö kúðið I skinn meúaðsteú gemritmigls! Undanfarin ár hefúr markaðs- deild dönsku loðdýrasam- takanna, sem íslenskir loð- dýrabændur þekkja eftir langt samstarf, verið að þróa nýtt samskiptakerfi. Á uppboðum innan tfðar geta kaupendur víðs vegar um heim fylgst með sölu skinna á einkatölvu um gervitungl. Lítist þeim vel á það sem er verið að bjóða upp geta þeir hringt í upp- boðshúsið og boðið í skinnin. Þetta kerfi verður fyrst notað í desember. Uppboðs- húsið í Kaupmannahöfn er þekkt fyrir mjög vandaða flokkun en það notar allt að ellefú þúsund flokka og flokk- ar eftir kyni, stærð, gæðum, litum og ýmsum göllum. Sjá nánar viðtal við Torben Niel- sen forstjóra og Mikael Santin sölumann á bls. 10 Heimsráð IFBAM Mriar á íslaeði Dagana 17.-24. september nk. munu fúlltrúar heimsráðs IFOAM ásamt forseta þess og framkvæmdastjóra dveljast hér á landi og halda ársfund sinn. IFOAM eru Alþjóða- samtök lífrænna landbúnaðar- hreyfinga og eiga aðild að þeim 500 samtök og stofnanir í 95 löndum í öllum heims- álfúm. Það er tvímælalaust mikill fengur að fá hingað til lands helstu framámenn fram- leiðenda lífrænna búvara í heiminum en þeir telja nokkuð á annan tug.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.