Bændablaðið - 30.08.1995, Síða 3

Bændablaðið - 30.08.1995, Síða 3
Miðvikudagur 30. ágúst 1995 Bœndablaðið 3 Stjórn Sambands íslenskra loðdýraræktenda a.m.k. sumra fóðurstöðvanna hrynur algjörlega ef fóðurffam- leiðslan minnkar enn. “Það er skoðun stjómar SÍL að óskynsamlegt sé að leggja loð- dýrarækt niður núna. Ollum er kunnugt að miklir fjármunir hafa verið lagðir í hana; sumt af þeim hefur tapast og verður það ekki aftur tekið en þó er enn verra ef fjárfestingin verður öll til einskis. Við hrun greinarinnar tapast einnig fleira en fjárfesting í húsum, búrum og tækjum. Þeir bændur sem enn stunda þennan Stjórn Sambands íslenskra loðdýraræktenda hefur farið þess á leit við Bændasamtök Islands að þau beiti sér fyrir því að opinber framlög til verðlækkunar á loðdýrafóðri verði hækkuð, þannig að árlega verði 70-80 millj. króna varið í þessu skyni og gildi þessi skipan næstu þrjú ár. Núna eru greiddar u.þ.b. 28 millj. króna á ári til lækkunar á fóðurverði og kemur það fé frá Framleiðnisjóði. Þrátt fyrir þennan stuðning eru miklar liíkur á að allmargir bændur hætti rekstri á komandi hausti. Stjóm SÍL telur að það eitt geti sett þá sem eftir verða í erfiðan vanda, þar sem grundvöllur undir rekstri búskap hafa aflað sér verulegrar þekkingar á honum og er óhætt að slá því föstu að þeir kunni vel til verka. Gjaldeyristekjur af loð- dýrarækt nema nú milli 400 og 500 millj. króna á ári. Löngum hefur reynst erfitt að segja af nákvæmni fyrir um verðþróun á loðskinnum. Mjög margt hefur áhrif á hana, t.d. ræður veðurfar í Evrópu miklu um eftirspumina. Markaðir í Austur-Evrópu hafa verið góðir og einkum hafa Rússar borgað vel fyrir refaskinn en framtíðin þar er óljós. Markaðir í Austur- Asíu, þ.e. Kóreu, Hong Kong og Kína hafa einnig vaxið og batnað og líklegt er að svo verið áfram. Refaskinn em í góðu verði um þessar mundir og refabændur njóta engra niðurgreiðslna á fóðri. Verðið á minkaskinnum hefur stigið mun hægar og enn skortir talsvert á að það sé viðunandi. En framleiðslan hefúr minnkað og er því eðlilegt að gera ráð fyrir einhveijum verðhækkunum og raunar má slá því föstu að minkaskinn komist fyrr eða síðar á ásættanlegt verð. Stjóm SÍL telur rétt að reynt verði til þrautar að bíða batans og væntir stuðnings bændasamtak- anna við það sjónarmið,” segir í erindi SÍl til stjómar BÍ. Ari Teitsson um endurskoðun búvörusamningsins ■ w Aðalfundur Búnaðarsam bands N.- Þingeyinga BirgðastaOan i hausl mii ekki tara yfir 300 tonn Aðalfundur Búnaðarsam- bands N.-Þingeyinga, sem haldinn var fyrir skömmu í Lundi, samþykkti að styðja þá stefnu að sauðfjárrækt verði áfram alvörubúgrein og þeir sem ætla að lifa á henni hafi til þess skilyrði. Einnig sam- þykkti fundurinn að losað verði um framleiðslutakmark- anir undanfarinna ára og að tekið verði á vandanum í haust. “Brýnt er að stjómvöld leggi fram fjármagn til að flytja út kindakjöt innan heildargreiðslu- marks, þannig að birgðastaðan 1. sept. verði ekki umfram 300 tonn. Jafnframt greiði ríkisvaldið niður sláturkostnað um 70-80 kr/kg. á allt umsýslukjöt í haust í þeim til- gangi að allt kjöt komi í sláturhús. Til að draga úr framleiðslu á næsta ári verði greiddar förgunarbætur á fullorðið fé í haust. Heildarbeingreiðslur út nú- verandi samningsttma verði þær sömu og 1995. Framvegis ber að stefna að því að fá sem flest slátur- fé í afurðastöð en slíkt gerist ekki nema menn hafi af því fjárhags- legan ávinning. Fundurinn leggur til að greitt verði sama verð fyrir kjöt sem kemur til innleggs hvort sem það fer á innanlandsmarkað eða umsýslu. Ríkissjóður gefi bændum, sem vilja minnka við sig eða hætta fjárbúskap, kost á að gera það með því að þeir fái beingreiðslur næstu 2 ár og eðlilegt verð fyrir bústofn. Einnig fái þessir bændur fyrirgreiðslu vegna sölu jarðanna er þeir óska þess. Forsendur fyrir því að gefa verðlagningu sauðfjárafurða frjálsa eru að aukin samvinna og samstaða náist í sölu- og markaðs- málum." Þá skoraði aðalfundur Búnaðarsambands N.-Þingeyinga á stjómvöld að hlutast til um að jarðræktarlögum verði framfylgt. Stjóm Bændasamtaka íslands og fulltrúar landbúnaðarráðu- neytisins hafa að undanförnu fundað stíft um breytingar á búvörusamningnum. í her- búðum beggja ríkir áhugi á að hægt verði að leggja fram full- mótaðan samning innan skamros enda er mikið í húfi. Fyrir helgi var einna helst tekist á um fyrirkomulag fram- leiðslustýringar. Ari Teitsson, formaður Bl, vonar að sam- komulag verði í höfn innan þriggja vikna. Frá því að samningar hófust hafa fulltrúar ríkisins lagt áherslu á að ganga þannig frá málum að þeir bændur sem reka meðalstór fjöl- skyldubú hefðu af þeim viðunandi tekjur. Ýmsar leiðir hafa verið nefndar í þessu sambandi og hafa viðsemjendur bænda m.a. nefnt að taka u.þ.b. 20 til 30 ærgildi af öllum sauðfjárbændum og endur- úthluta svo þessu markmiði verði náð. Þessu hefur stjóm BÍ tekið þunglega. “Við teljum ekki for- sendur fyrir þessu. Flatur niður- skurður af þessu tagi orkar tví- mælis,” sagði Ari Teitsson Ef svo ólíklega fer að ekki næst samkomulag gildir núverandi bú- vörusamningur en þar er gert ráð fyrir flötum niðurskurði. Afleiðingin verður fjöldagjaldþrot meðal sauð- fjárbænda. “Þetta er ástand sem hvorugur aðilinn vill. Því leggja menn kapp á að ná samkomulagi.” Fulltrúar bænda hafa í við- ræðunum lagt áherslu á áframhald- andi stuðning við greinina. í því sambandi hefur verið rætt um beingreiðslur. í öðru lagi draga úr birgðum og þá að bændur og hið opinbera sameini kraftana í að breyta ffamleiðslustýringu og verðlagingu. “Við höfum lagt áherslu á að þeir bændur, sem það vilja, verði aðstoðaðir við að hætta sauðfjárbúskap. Markmið okkar er hið sama og ríkisins - að þeir sem eftir sitja geti lifað af búskapnum.” í viðræðunum hefur m.a. kom- ið fram það sjónarmið að þeir bændur sem náð hafa 70 ára aldri fái ekki beingreiðslur. Ari sagði að næði þessi hugmynd ffam að ganga yrði hún tæpast að veruleika fyrr en á árinu 1997. “Birgðavandinn hefur oft kom- ið til umræðu á fundunum,”sagði Ari, “enda ljóst að í upphafi slátur- tíðar verða um 2000 tonn í frysti- geymslum. Ég geri ráð fyrir að m.a. verði gripið til þess ráðs að selja hluta þessara birgða á innl- endum markaði á lægra verði eins og gert hefur verið undanfarin ár. Þetta er hins vegar ekki nein fram- búðarlausn. Þá verður reynt að selja hluta kjötsins á mörkuðum erlendis. Á þessari stundu er ekki ljóst hvemig til tekst en við bind- um ákveðnar vonir við sölu á kjöti til Ameríku og eins til Svíþjóðar en þau mál skýrast ekki fyrr en að nokkmm tíma liðnum.” Ari sagðist vona að aukinn sveigjanleiki í verðlagningu kinda- kjöts muni styrkja markaðsstöðu þess. “Hins vegar er ljóst að náum við engum árangri í útflutningi verður engin leið að halda uppi byggð er byggir allt sitt á ræktun sauðfjár. Af þeirri ástæðu höfum við lagt mikla áherslu á að kanna til þrautar möguleika okkar í út- flutningi. Niðurstaða er ekki feng- in eins og ég gat um áðan. Ut- flutningsmöguleikinn er auk held- ur háður því að við náum að lækka framleiðslukostnaðinn - bæði hjá bændum og sláturleyfishöfum. Bændur hafa lagt mikið af mörk- um á þessu sviði og hið sama má raunar segja um afurðastöðvamar en þær geta þó gert meira. Það verður að fækka afurðastöðvum og nýta þær sem eftir verða mun betur,” sagði Ari Teitsson. LánaQi 96 milljðnir ðn nokkurra trygginga í Ijós hefur komið að fyrrver- andi framkvæmdastjóri Líf- eyrissjóðs bænda lánaði flug- félaginu Emerald Air rösklega 96 milljónir króna án vitundar stjórnar. Auk heldur gerði framkvæmdastjórinn fyrrver- andi ráöstafanir til að leyna stjórnina því að hann hefði lánað þessa peninga. Engin veð virðast vera til fyrir þessari upphæð. Að sögn Guðríðar Þorsteinsdóttur, formanns stjórnar, á framkvæmdastjór- inn afar erfitt með að skýra eigin gjörðir. Málið verður rætt á stjórnarfundi í dag og tekin ákvörðun um hvort því verður vísað til Rannsóknarlögreglu. Mikil óánægja og reiði ríkir meðal bænda vegna þessa máls. Á síðasta ári keypti stjóm Líf- eyrissjóðsins hlutabréf fyrir 10,9 milljónir í eignarhaldsfélagi ís- lenskra fjárfesta í Emerald Air Stuttu seinna skýrði framkvæmda- stjórin stjóminni frá því að hann hefði verið kjörinn formaður stjórnar eignarhaldsfélagsins og stjórnarmaður í Emerald Air. Þetta bar hann ekki undir stjóm sjóðsins. Lánveitingar framkvæmdastjórans hófust hins vegar í mars og stóðu fram í ágúst. Stjóm Lífeyrissjóðsins kemur saman til fundar í dag, mið- vikudag, en nú liggja fyrir skýrslur endurskoðenda sem fengnir voru til að skoða bókhald og rekstur sjóðsins. Stjóm sjóðsins hefur ráðið lögmann til að tryggja stöðu sjóðsins eins og unnt er. Mánudaginn 21. ágúst hringdi framkvæmdastjórinn í Guðríði og játaði að hann hefði lánað Emerald umrædda upphæð. “I ljós hefur komið að skuldabréfin vom ekki skráð eins og venja er til. Þetta var gert í gegnum verðbréfamarkað og leit út eins og fyrir upphæðina hefðu verið keypt verðbréf. Þessi lánveiting er auðvitað fráleit, enda án trygginga, og hefði aldrei verið samþykkt af stjóminni. Stjómin ber ábyrgð á starfsemi sjóðsins og þar með á starfsmönnum hans. En þar sem lánveitingin var gerð án heimildar og beinltnis falin hefði stjómin ekki getað komið í veg fyrir að þetta gerðist. Milliuppgjör hefði vart leitt hið sanna í ljós.” Ráðstöfunarfé Lífeyrissjóðs bænda er um einn milljarður á þessu ári. Sú upphæð sem hér um ræðir er því um 10% af ráð- stöfunarfé sjóðsins. Guðríður sagði að fram- kvæmdastjórinn hefði unnið hjá sjóðnum í tíu ár og menn hefðu einfaldlega treyst honum.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.