Bændablaðið - 30.08.1995, Síða 5

Bændablaðið - 30.08.1995, Síða 5
Miðvikudagur 30. ágúst 1995 Bœndablaðið 5 Stórfelldur og samfelldur sölu- samdráttur á kindakjöti hefur leitt til gífurlega hraðfara samdráttar í sauðfjárframleiðslunni hér á landi á síðustu árum. í umræðu um ástæður þessa mikla samdráttar verður oft vart þeirra fullyrðingar að þetta megi skýra að verulegum hluta með stóraukinni heima- slátrun og sölu slíkra afurða á "svörtum markaði". Ef rétt er þá eru sauðfjárframleiðendur á þenn- an hátt að grafa eigin gröf. Heimild tölvunefndar Til að gera tilraun til að sann- reyna fullyrðingar um mikla heimaslátrun fékk Framleiðsluráð landbúnaðarins síðastliðinn vetur heimild tölvunefndar til að sam- vinna upplýsingar um ásetning sauðfjár og framleiðslu á ein- stökum jörðum. Hér á eftir verður reynt í stuttu máli að gera grein fyrir þeim niðurstöðum sem þar komu fram. Hafi orðið stórfelld aukning í heimaslátrun má gera tilraun til að meta slíkt með að skoða þróun kindakjötsframleiðslunnar í land- inu öllu á síðustu árum. Þegar tölur um fjölda slátraðra dilka og ásetts fjár eru skoðaðar síðustu tíu ár þá sést þar aðeins jöfn aukning í fjölda dilka sem koma í sláturhús eftir hverja ásetta kind. Þær tölur gefa því alls ekki til kynna að um nokkra stórfellda aukningu geti hafa verið að ræða í dilkafjölda sem ekki skilar sér í sláturhús. Þegar farið er að skoða upp- lýsingar fyrir einstaka fram- leiðendur þá er nokkuð auðvelt að greina örfáa hópa gagnvart hugsanlegri heimaslátrun. Fjárfjöldi utan lögbýla dregst saman Fjárfjöldi utan lögbýla verður minni með hverju ári. Haustið 1993 var ásett fé utan lögbýla innan við 4000 kindur á landinu öllu. Nokkur hluti þeirra fram- leiðslu skilar sér á hverju hausti í afurðastöð. Ef afkastageta þess fjár er metin að hámarki þá er fram- leiðslugeta hjá þessu fé sem ekki kemur í afurðastöð að hámarki 40- 50 tonn. Það þekkja hins vegar allir að talsverður hluti af þessum framleiðendum hefur alla tíð annast slátrun á sínu fé og þetta fé því aldrei komið fram í sláturtölum frá afurðastöðvunum. Hér er því ekki um mikla framleiðslu að ræða, framleiðslu sem ekki gefur svigrúm fyrir aukningu í heima- slátrun en þvert á móti er að dragast saman með hverju ári. Áðurgreindur tölulegur saman- burður gerir einnig auðvelt að greina þau lögbýli sem eru með sauðfjárhald en skiluðu engu fé í afurðastöð haustið 1994. Hér er orðið um allverulegan fjölda jarða að ræða á landinu öllu. Nær undantekningarlaust er hér hins vegar um mjög litlar jarðir að ræða, í yfirgnæfandi meirihluta jarðir sem telja öðrum hvorum megin við tíu kindur. Fram- leiðslugetu hjá þessum fjárstofni má á landsvísu meta 90-100 tonn af dilkakjöti haustið 1994. Vegna lítils bústofns verður tæpast ætlað annað en meginhluti þeirra fram- leiðslu sem þama fellur til fari til heimanota en geti ekki verið upp- spretta að miklum markaði. Þegar þessi hópur jarða er skoðaður nán- ar er allstór hópur hans annað hvort jarðir þaðan sem fram- leiðsluréttur var seldur í upp- kaupunum haustið 1991 og 1992 eða bú í mjólkurframleiðslu sem á síðustu árum hafa skipt á framleiðslurétti til sauðfjárfram- leiðslu fyrir mjólkurrétt. Þess vegna hefur hluti af framleiðslu þessara jarða farið um afurðastöð fyrir fáum árum. Samanburður á dilkafjölda og fjölda ásetts fjár Til að meta umfang mögulegr- ar heimaslátrunar dilka hjá fram- leiðendum sem hafa skráðar fram- leiðsluheimildir og voru með slátrun í afurðastöð haustið 1994 var gerður samanburður á dilka- fjölda sem kom þar til slátrunar og fjölda ásetts fjár. Ætla verður að þeir sem standa í slíkri "meintri heimaslátrun" geri það í þeim mæli að slíkt komi fram í fjölda lamba sem til slátrunar koma. Slík skoðun leiddi ekki í ljós stóran hóp framleiðenda sem líklegur væri til að stunda þannig framleiðslu. Mikill meirihluti þeirra jarða sem þannig komu fram voru jarðir þar sem ástæður fyrir óeðlilega fáum dilkum í sláturhús voru þekktar, t.d. búrekstur á fleiri jörðum og sambland bústofns og framleiðslu af þeim sökum, líffjársala eða þekkt áföll. Þau bú sem þama er að finna að auki eru yfirleitt þekkt í hliðstæðum samanburði á eldri upplýsingum. í sumum tilvikum er þekkt að um er að ræða jarðir þar sem afurðasemi er ekki meiri en tölumar sýna. Fáar jaróir með litla framleiðslumöguleika Ef um heimaslátmn er að ræða í öðmm tilvikum benda tölur til að um hana hafi verið að ræða um nokkurt árabil en sé ekki nýlega tilkomin á viðkomandi býlum. Hins vegar er ástæða til að leggja á það áherslu að hér er um fáar jarðir að ræða og enga umtalsverða framleiðslumöguleika. Þessar jarðir er hins vegar yfirleitt að finna nokkuð staðbundið á blönduðum framleiðslusvæðum og yfirleitt í nálægð þéttbýlisstaða. I heilum hémðum verður ekki fund- in ein einasta jörð þar sem slíkir "framleiðslumöguleikar" verða greindir. Mér þykir það um- hugsunarefni hvort líkur séu til að um mikla heimaslátmn dilka geti verið að ræða í sveitum þar sem inn á umsýslu vora lögð nokkur tonn af dilkakjöti frá hverju lög- býli haustið 1994 en slík er staðan í mjög mörgum sveitum. Það sem að framan er rakið bendir því eindregið til að ákaflega erfitt sé að finna fyrir því tölulega staðfestingu að nokkur umtalsverð aukning hafi orðið á allra síðustu ámm á því magni dilkakjöts sem ekki skilar sér í afurðastöð. Annar þáttur kindakjötsfram- leiðslunnar er kjöt af fullorðnu fé. Magn þess á að vera mögulegt að áætla af nokkurri nákvæmni á gmndvelli ásetningstalna. Þegar þær tölur em skoðaðar þá er full- ljóst að umtalsvert magn af því kjöti sem hlýtur að falla til af full- Miklar vangaveltur hafa orðið meðal mjólkurframleiðenda um lausnir á þeim vanda sem nú steðjar að þeim í kjölfar inn- flutningsbanns á kæliefnið FREON R-12. Ég mun hér ekki rekja forsögu þess að þetta bann kom til fram- kvæmda l.janúar 1995, heldur vil ég í örstuttu máli sem óháður aðili með sérþekkingu á mjalta- og kælibúnaði við mjólkurframleiðslu benda bændum á valkosti í þeim efnum. Þrjár leiðir Um er að ræða 3 leiðir, misdýrar og að sama skapi misjafnlega ömggar. Fyrst ber þó að gæta að aldri tanksins, gerð, viðhaldssögu hans, núverandi ástandi og útliti kæli- og rafbúnaðar. Tvennt skal hafa í huga við ákvörðun um bestu leiðina fyrir hvem og einn. í fyrsta lagi að fram til ársins 1984 vom allir tankar af gerðinni Wedholmes framleiddir með veik- leika í kælikerfi sem gerir það að verkum að algjör fásinna er að breyta þeim með miklum til- kostnaði, slíkt er álíka líklegt til ávinnings og lottómiði. Um Wed- holmes tanka framleidda eftir 1984 gegnir allt öðm máli. í öðm lagi hafa tankar af gerðinni Mueller (USA) fram til ársins 1983 þann veikleika að rafkerfi þeirra var ákaflega lélegt og stóðst ekki íslenskar kröfur og aðstæður og krefst endumýjunar ef nota á tankinn áffam. Hafið þetta hugfast áður en ákvörðun er tekin. Þetta em þær tvær tegundir tanka sem em nær alsráðandi á landinu fram til dagsins í dag. Örstutt um þau efni sem í boði em í stað R-12. R-401aógR401 b em bráðabirgðaefni sem líka lenda á bannlista, þau em blöndur þriggja efna sem hafa misjafnt flæði sem þýðir að ef kerfið fer að leka veit enginn hvort rétt hlutfall blöndunar er eftir á kerfinu sem aftur þýðir að tæma þarf kerfið og skipta algjörlega um efnið. Þetta er mikill ókostur. R-134a er það efni sem verður langlífast þeirra efna sem enn em komin á markaðinn en vegna þess að kælivélar fyrir það efni ganga á loftfælinni olíu (Polyolester) þá er mjög líklegt að upp komi eftir- kvillar í kælikerfinu, nema að sett sé ný kælivélasamstæða við tank- inn í leiðinni vegna þess að mjög erfitt er að skola kerfið út ef einnig á að nota gamla vélbúnaðinn. Hægt væri þó að nota tankinn ef gamla samstæðan er tekin frá, þó eins og áður sagði ekki Wed- holmes model 1983 og eldri. Og yfir tuttugu ára gömlum tönkum annarra gerða skal fá mat fagmanns áður en til breytinga er gengið. Sú fyrsta og ódýrasta 1. Fyrsta og ódýrasta leiðin er að nota áfram gamla tankinn og gömlu kælivélina en skipta eingöngu um kæli- miðil og nota R- 401a eða R-401b. Um leið ætti einnig að skipta um þurrk- síu og uppgufunarloka við tankinn, annað er fúsk. Þama ber að hafa í huga atriðin hér að ofan við mat á ávinningi aðgerðarinnar. Munið að 20 ára gamall vélbúnaður er búinn að lifa sitt fegursta og kominn í dýrt viðhald. Mitt mat er að ef þú ætlar að bregða búi innan 3-5 ára skaltu fara þessa leið, annars ekki. Og ef tankurinn þinn er nú þegar með botnleka á kælikerfi, kauptu þá annan notaðan og bjargaðu þér þannig fyrir hom þessi fáu ár. Eins og áður sagði er þessi leið neyðarbrauð og kostar líka töluverða peninga. Ný kælivélasam- stæða 2. Leið tvö er að kaupa nýja kælivélasamstæðu fyrir R-134a og rafstýribúnað en nota áfram gamla tankinn. Þessi leið getur verið góð fyrir þá sem eiga góðan tank og hann endist hugs- anlega í 20 ár enn. Eins og áður, reynið ekki þessa leið með Wed- holmes '83 og eldri. Dýrast en jafnframt öruggast 3. Leið þijú er dýmst en jafnframt ömggust þ.e. kaupa nýjan tank fyrir R- 134a. og ef gamli tankurinn er í ofanálag orðinn yfir 20 ára gamall þá er hvort eð er kominn tími mikils viðhalds eins og annarra þeirra tækja sem notuð em við búreksturinn og hugsið um það að ekkert þeirra gengur lengri tíma á ársgmndvelli en mjólkurkæli- tankurinn. Kristján Gunnarsson mjólkureftirlitsmaður Ms. KEA orðnu fé skilar sér ekki í afurða- stöðvar. Til að meta það verður að gefa sér vissar forsendur um afföll í stofninum. Þær niðurstöður sýna þó að magn á bilinu 250-400 tonn af ærkjöti hafa fallið til haustið 1994 sem ekki skilar sér í afurða- stöð. Verðlagning á hrútakjöti hef- ur leitt til þess að það kemur ekki í afurðastöð en endumýjun í þeim stofni gæti skapað gmnn að 100 tonna framleiðslu á hverju ári. Ég ætla mér ekki að dæma um hvort það kjötmagn sem hér um ræðir er nýtt af framleiðendum með heima- slátmn á fullorðna fénu og eitthvað af því rati á markað í framhaldi þess. Hins vegar er ljóst að þessi þáttur er miklu meiri að magni en magn dilkakjöts sem fer utan afurðastöðva. Þess vegna virðist blasa við að aðgerðir til að draga úr meintri kindakjötssölu á "svörtum mark- aði" hljóta að eiga að beinast að einhverju leyti að því að breyta verðlagningu á kjöti af fullorðnu fé og byggja upp að nýju markað fyrir slíkt kjöt. Niðurstaða Niðurstöður þeirrar athugunar sem gerð var em því í megin- atriðum eftirfarandi: * Ekki verða leidd að því nein rök að umtalsverð aukning hafi á síðustu ámm orðið í magni þess dilkakjöts sem framleitt er í land- inu og ekki skilar sér í afurðastöð. Þetta magn er líklega á bilinu 150- 300 tonn en hluti þess hefur ætíð verið nýttur með heimaslátmn. * Greinilegt virðist að vemlegt magn af því kjöti af fullorðnu fé sem hlýtur að falla til vegna endur- nýjunar á bústofni skilar sér ekki í afurðastöð á síðustu ámm. Tæpast er þörf á að minna á það sem fullyrt var í upphafi greinarinnar að það hlýtur að vera sameiginlegt hagsmunamál sauð- fjárframleiðenda að sú framleiðsla sem til fellur skili sér í afurðastöð. í bráð og lengd getur sala á "svörtum markaði" aðeins skaðað hagsmuni allra framleiðenda. Jón Viðar Jónmundsson íhugið því vel áður en þið ákveðið að kaupa enn eina hey- vinnuvélina og láta aðaltæki bús- ins danka áfiram með öllu því óöryggi sem því fylgir, því eins og þið ættuð að vita, mjólk þarf að kæla á sem skemmstum tíma til að tryggja gott hráefni. A samlagssvæði Mjólkursam- lags KEA var farin ákveðin leið, og svo var einnig á svæði Mjólkur- bús Flóamanna. 65 - 70% KEA bænda sem sýndu málinu áhuga og bundust samtökum um útboð tank- og vél- búnaðar. Kom það vægast sagt vel út þar sem verð frá uppgefnum listaverðum búnaðarins lækkaði um 25-30% og spamaður bændana var um 10 milljónir króna. 42 keyptu nýjan tank, 77 keyptu nýjan vél- og rafbúnað en nýttu gamla tankinn áfram (eingöngu ameríska Mueller tanka) en 9 bændur vildu fara leið kælimiðils- skipta þ.e. að nota gamla tankinn, gömlu vélina og rafbúnaðinn, en skipta frá R-12 yfir í blönduna R- 40 la. Því miður hafa örfáir inn- flutningsaðilar tanka og fyrirtæki á sviði kælitækni reynt að ráða bændum þau ráð sem koma fyrir- tækjum þeirra best og slíkt ber að harma. Élest hafa þau þó starfað af heilindum í þessu máli. Ég bendi bændum á að taka mið af ráðum tæknimanna mjólk- urbúsins ef þeir em til staðar að ákvarða um hvað henti hverjum og einum best, þar fáið þið óháð mat.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.