Bændablaðið - 30.08.1995, Side 8

Bændablaðið - 30.08.1995, Side 8
8 Bœndablaðið Miðvikudagur 30. ágúst 1995 Guðrún Lára Pálmadóttir, verkefnastjóri Landgræðslunnar "SiOferOisleg skylda okkar að stfiðva jarðvegs- ag grúfiureyfiingu" "Á síðustu áratugum hefur Land- græðslan lagt bændum til fræ, áburð og girðingarefni til ýmissa landbótaverkefna sem þeir hafa unnið að. Árið 1990 hófst form- legt samstarf Landgræðslunnar og bænda þar sem mönnum varð æ ljósari þörfin fyrir að aðstoða bændur í stórauknu mæli til uppgræðslustarfa til að tryggja möguleika á sjálfbærri landnýtingu í framtíðinni. Um 120 bændur hafa tekið þátt í verkefninu undan- farin ár en síðasta vor barst mikill liðstyrkur frá Áburðarverksmiðju ríkisins og Landsvirkjun sem lögðu til 250 tonn af áburði og Eimskipafélagi íslands sem gaf flutning áburðarins á sjó. Með þessum framlögum var unnt að fjölga þátttakendum verulega og voru þeir u.þ.b. 370 talsins árið 1994,” sagði Guðrún Lára Pálma- dóttir, starfsmaður Landgræðslu ríkisins, en Guðrún Lára hefur yfirumsjón með verkefni sem ber heitið “Bændur græða landið”. Þetta er samstarfsverkefni Land- græðslunnar og bænda um upp- græðslu heimalanda. 3000 ha græddir upp á ári "Verkefnin sem unnið er að með þessu samstarfi eru margvísleg, svo sem lokun rofabarða og upp- græðsla mela og flagmóa. Laus- lega má áætla að nú sé unnið að uppgræðslu hátt í 3000 ha lands á ári og auk þess margra kflómetra af rofabörðum. Verkefnið er liður í breyttum starfsháttum Land- græðslunnar sem miðar að eflingu grasrótarstarfs í gróðurvemd og landgræðslu og flutningi verkefna frá Landgræðslunni heim í héruðin. Fyrirkomulag verkefnis- ins er á þann hátt að Landgræðslan leggur til tilbúinn áburð, fræ og greiðslu fyrir dreifmgu en bændur- nir leggja á móti jafn mikinn áburð og sjá um flutning áburðarins og framkvæmd uppgræðslunnar. Mörg sveitarfélög taka einnig þátt í kostnaði við verkefnið" bætti Guðrún við. Góð samvinna bænda og Landgræðslunnar Þegar Guðrún var spurð að því hver væri ávinningurinn að því að styrkja bændur ti að græða upp land til beitar hafði hún þetta að segja: "Gagnvart Landgræðslunni þá skilar verkefnið margföldu því sem hún á beinan hátt gæti unnið að með sama fjármagni. í fyrsta lagi vegna mótframlaga bænda, sem að jafnaði leggja til helming áburðarins, í öðru lagi vegna þess að reynslan sýnir að í sveitum þar sem unnið er í samstarfi við Land- græðsluna að uppgræðslu eykst áhuginn til muna og því leggja bændur af mörkum mun meira en nemur skilyrtum mótframlögum. Þar er einkum um að ræða upp- græðslu með lífrænum áburði sem er kjörinn til landgræðslu. í þriðja lagi vegna þess að með auknu beitilandi heima fyrir þá eykst svigrúm til þess að stytta beitar- tíma í afréttum og álag á annan gróður minnkar. Margföldunar- áhrifín með tiliti til gróðurvemdar og sjálfsuppgræðslu annars lands eru því mjög mikil. Auk þess stuðlar verkefnið að góðri sam- vinnu Landgræðslunnar og bænda. Bændur hafa þau tæki og þá grunnþekkingu sem þarf til að stunda uppgræðslustörf. Það skapast einnig mikil reynsla þegar svo margir aðilar stunda upp- græðslu á mismunandi svæðum, margar hugmyndir kvikna og mikil þekking og reynsla verður til." "Gagnvart landbúnaðinum í heild sinni þá er verið að bæta ásýnd lands og jafnframt er verið að bæta búrekstrarstöðu með markvissri uppgræðslu sem lið í beitarskipulagi. Uppgræðslustörf bænda hafa því mikið gildi fyrir landbúnaðinn, jafnt sem þjóðina í heild og er ómetanleg f umræðunni um vistvæna kjötframleiðslu. Þetta er mikilvægt því staðreyndin er sú að vara getur ekki kallast vistvæn nema hún sem framleidd í sátt við umhverfið þannig að ekki sé gengið á auðlindir náttúrunnar. Sjálfbær landnýting er því for- senda vistvænnar kjötframleiðslu." Verðum að stöðva jarðvegs- og gróðureyðingu "Við vitum að landið okkar var ólíkt vænna á að líta við upphaf byggðar. En náttúruöflin veittu þjóðinni óblíðar viðtökur og hnignun gróðurs og jarðvegs- Uppgræðslustörf bænda hafa því mikið gildifyrir landbúnaðinn, jafnt sem þjóðina í heild og er ómetanleg í umræðunni um vistvæna kjötframleiðslu. Þetta er mikilvægt því staðreyndin er sú að vara getur ekki kallast vistvæn nema hún sem framleidd í sátt við umhverfið þannig að ekki sé gengið á auðlindir náttúrunnar. Sjálfbær landnýting er þvíforsenda vistvœnnar kjötframleiðslu." eyðing voru þær fómir sem landið þurfti að færa til að þjóðin lifði af. Síðan kom tæknibyltingin og í kjölfarið aukin ræktun og tilbúinn áburður og aukin þekking sem gerði það kleift að sættast við óblíða veðráttuna. í dag stöndum við í þeim sporum að hafa tæknilega séð getu til að skila landinu því aftur sem það þurfti að lána okkur og afhenda komandi kynslóðum því í betra ástandi en við tókum við því, jafnhliða því að nýta það til að skapa okkur lifi- brauð. Við verðum sífellt háðari hvort öðru með aukinni sér- hæfingu á flestum sviðum og megum passa okkur á því að tapa ekki sjónum af því að öll erum við hluti af órjúfanlegri heild, lifum öll á einn eða annan hátt af því sem jörðin gefur okkur og erum öll ábyrg fyrir því hvemig með hana er farið. Það er því siðferðisleg skylda okkar að stöðva jarðvegs- og gróðureyðingu, endurheimta fyrri landgæði og læra að lifa í sátt við landið" sagði Guðrún aðspurð um hvað við þyrftum að gera til að skila landinu aftur því sem það þurfti að lána okkur. Mikill áhugi á uppgræðslu landsins "Ég vona að öllum sé ljóst hversu mikilvægt uppgræðslustarf bænda er og nauðsyn þess að halda því áfram og auka umfang þess. Eins og áður sagði þá em nú um 370 bændur sem taka þátt í verkefninu víðs vegar um landið en betur má ef duga skal því þörfin er mikil og áhuginn einnig og það em mun fleiri bændur sem ættu að eiga kost á þátttöku. Reikna má með því að verkefnið þyrfti að ná til um 2000 bænda ef vel ætti að vera og Landgræðslan stefnir að því að auka þessa samvinnu til muna frá því sem nú er. En skilningur og vilji stjómvalda er gmndvöllur áframhalds og stækkunar verkefnisins því bæði skortir fjár- magn og mannafla til þess að Landgræðslan geti sinnt þessu starfi sem skyldi. Það þarf einnig að gera bændum á upp- blásturssvæðum kleift að draga úr eða hætta hefðbundum búskap og stunda landgræðslustörf án þess að tekjur þeirra minnki. Réttlæting þess að veita bændum atvinnu við uppgræðslustörf og skógrækt er m.a. sú að það em ekki bara bændur sem bera ábyrð á skuldinni við landið heldur allir sem í því búa, hvaða starfi sem þeir gegna. Landgræðsla og skógrækt sem bú- greinar er sú framtíðarsýn sem við viljum sjá verða að vemleika," sagði Guðrún Lára Pálmadóttir að lokum. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Endurskoðun á hluta búvörusamningsins Nú stendur yfir endurskoðun á sauðfjárhluta búvömsamningsins. Hér fara á eftir nokkrar hug- renningar um það hvers vegna var óskað eftir endurskoðun og hvaða atriði hafa verið til umfjöllunar. Hvers vegna var farið fram á endurskoðun? Því miður hefur vemlegur samdráttur verið í sölu kindakjöts undanfarin ár. Þetta hefur leitt til þess að söluáætlanir sem greiðslu- mark hefur byggst á, hafa ekki staðist og birgðir hlaðist upp. Af þessum sökum blasir nú við að óbreyttum reglum, 17 % skerðing á greiðslumarki fyrir haustið 1996 og áframhaldandi skerðing fyrir haustið 1997. Þessu til viðbótar verður að leggja áherslu á að nú- verandi birgðir em mikið vanda- mál og geta gert fjármögnun á staðgreiðslu afurðanna ófram- kvæmanlega. Tekjur sauðfjár- bænda em lítt viðunandi nú og augljóst að 17% skerðing á greiðslumarki næsta hausts er óbærileg. Því má segja að til- gangurinn með þeirri endur- skoðun sem nú stendur yfir sé að koma í veg fyrir áframhald- andi/yfirvofandi tekjuhmn sauð- fjárbænda. Sölusamdrátturinn og vöruþróun Ef samdráttur í sölu er helsta ástæðan fyrir vandanum hefur þá verið gert nægjanlega mikið til að auka hana? Því er til að svara að vissulega hefur ýmislegt verið gert til að auka söluna. Þær að- gerðir hafa flestar haft það mark- mið að lækka verð í einhvem tíma. Á verðlagsámnum 1992- 1995 hefur verið ráðstafað um 320 milljónum í slík verkefni og um 50 milljón- um í kynningar og markaðsstarf- semi. Þessir fjár- munir hafa allir komið frá grein- inni sjálfri í formi verðskerð- ingargjalds og beingreiðslna. Það verður að viðurkennast að þrátt fyrir vem- legan her- kostnað við verðlækkanir, hefur neyslan dregist saman. Það er því rök- rétt ályktun að ef verðið hindrar sölu á kjötinu, þurfi að lækka það enn frá því sem nú er. Það er hins vegar margt sem bendir til að verðið sé ekki stærsti þröskuldurinn í sölunni, heldur Þórólfur Sveinsson hitt að ekki sé verið að bjóða það sem neytendann vantar. Vöra- þróun úr kindakjöti hefur verið alltof lítil undanfarin ár. Það er e.t.v. mergurinn málsins. Beingreiðslur festar í tiltekinni upphæð? Það má því spyija hvaða úr- ræði/breytingar felast í samningn- um sem nú er í vinnslu. í fyrsta lagi er samkvæmt núgild- andi búvörusamningi stuðningur ríkisins í beinu hlutfalli við innanlandsneyslu og dregst saman ef hún minnkar. Nú er um það rætt að ijúfa þessi tengsl og festa bein- greiðslumar í til- tekinni upphæð. Hlut- deild hvers ffam- leiðenda í þessari upphæð verður von- andi í hlutfalli við greiðslumark hans. Verðlagning taki mið af markaós- aðstæðum í öðm lagi byggir núverandi skipulag á fastákveðnu verði og tilteknu magni (greiðslumarki), sem hver framleiðandi á að fá fullt verð fyrir. Rætt er um að breyta þessu þannig að verð- lagningin taki meira mið af markaðsaðstæðum og auka sveigjanleikann gagnvart hverjum framleiðanda. Ekki er frágengið hvemig þessu verður háttað, en ljóst er að ekki verður bæði sleppt og haldið. Þannig getur full staðgreiðsla og sveigjanlegt verð ekki farið saman. Greiðslumark aflagt? í þriðja lagi er rætt um að leggja greiðslumark af í núver- andi mynd. Þess í stað færi ákveðið hlutfall af framleiðslu hvers innleggjanda í útflutning (umsýslu). Væntanlega verða sett fram einhver tilboð sem hafa það markmið að minnka framleiðslu og fækka framleiðendum. Miðað við tiltæka markaði er heildar- framleiðslan of mikil en tekjur bænda þó of litlar. Að síðustu skal nefnt að rætt hefur verið um að ná birgðum út af markaði þannig að sauð- ljárræktin geti farið inn í breytt skipulag með hreint borð.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.